Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjögur þúsund milljarða hagnaður

Skipa­fé­lag­ið A.P. Møller-Mærsk birti í síð­ustu viku upp­gjör sitt fyr­ir ár­ið 2022. Hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins á sér ekki hlið­stæðu í Dan­mörku. Sér­stök skatta­lög gera að verk­um að Mærsk borg­ar sára­lít­inn skatt í heima­land­inu.

Fjögur þúsund milljarða hagnaður
Methagnaður Vincent Clerc framkvæmdastjóri Mærsk þegar hann kynnti niðurstöðu ársins 2023 fyrr í þessum mánuði. Mynd: AFP

Þótt mörg dönsk fyrirtæki hafi í gegnum árin verið rekin með miklum hagnaði hafa aldrei sést tölur sem komast í námunda við það sem sjá mátti í uppgjöri Mærsk (eins og fyrirtækið er yfirleitt kallað) fyrir árið 2022. Hagnaður síðasta árs var rúmir 200 milljarðar danskra króna. Það jafngildir um það bil 4 þúsund milljörðum íslenskum. Þegar danska útvarpið, DR, greindi frá ársuppgjörinu á síðu sinni var talað um 200 milljóna hagnað, og sömu villu mátti sjá á síðu eins af stóru dönsku dagblöðunum. Þetta var skömmu síðar leiðrétt í milljarða á báðum stöðum.  

Mærsk skipafélagið hefur lengi verið í hópi stærstu skipafélaga í heimi og mörg undanfarin ár, þangað til í fyrra, stærst þeirra allra. Á síðasta ári bættist nýtt skip í flota Mediterranian Shipping Company, MSC, og við það skaust það félag á topp listans. Svo litlu munar þó að ef Mærsk myndi kaupa lítið skip, langtum minna en félagið notar annars, yrði það aftur komið í toppsætið. Þetta má lesa í tímaritinu Alphaliner, sem flytur fréttir af flestu því sem viðkemur vöruflutningum á sjó. Að sögn talsmanns Mærsk er það ekki keppikefli að vera stærst „en við viljum gjarna vera best“.

 Upphafið

Árið 1904 þegar maður að nafni Peter Mærsk Møller, sem þá var 68 ára, ákvað ásamt syninum Arnold Peter Møller að stofna skipafélag hefur líklega hvorugan grunað að 100 árum síðar yrði félagið meðal þeirra stærstu á sínu sviði í heiminum. 

Peter Mærsk Møller hafði byrjað sem messagutti hjá föður sínum 14 ára gamall, en kunni ekki við sig á sjónum. Hann ákvað að læra rennismíði í Kaupmannahöfn, komst þar á samning en sá fljótlega að framtíð sín yrði ekki við rennibekkinn. Hann fór því aftur á sjóinn, réðst sem háseti á seglskipið Roda sem sigldi til Brasilíu og flutti kaffi til Danmerkur og fleiri landa. Peter Mærsk Møller fékk skipstjórnarréttindi 1855, aðeins 19 ára gamall. Nokkrum árum síðar varð hann skipstjóri, eða kafteinn eins og það var kallað, á litlu seglskipi. 1874 var hann ráðinn kafteinn á seglskipinu Valkyrjunni, sem þá var næst stærsta seglskipið í eigu Dana. Nokkrum árum síðar fékk hann réttindi til að stjórna gufuskipum sem þá voru að leysa seglskipin af hólmi. Árið 1886 keypti Peter Mærsk Møller ásamt félaga sínum gamalt gufuskip sem fékk nafnið Laura, með heimahöfn í Svendborg. Á skorsteini skipsins létu þeir félagar mála breiða bláa rönd og á hliðum skorsteinsins var máluð hvít sjö arma stjarna. Þessi stjarna varð síðar, og er enn, einkennistákn Mærsk skipafélagsins. Eftir að hafa verið kafteinn á Laura í 12 ár hætti Peter Mærsk Møller á sjónum. Hann var mikill áhugamaður um gufuskip og taldi þau standa seglskipunum framar, að öllu leyti.  

Gufuskipafélögin Svendborg og 1912

Þótt Peter Mærsk Møller hefði sagt skilið við sjómennskuna skömmu fyrir aldamótin 1900 hafði hann ekki lagt árar í bát. Hann hóf nú, ásamt syni sínum, Arnold Peter Møller, að undirbúa stofnun skipafélags. Árið 1904 stofnuðu feðgarnir Dampskibsselskabet Svendborg, tilgangur félagsins var að annast fragtflutninga. Reksturinn gekk vel en syninum fannst faðirinn full varkár og vilja fara of hægt í sakirnar. Arnold Peter Møller stofnaði því annað félag, það fékk heitið Dampskibsselskabet af 1912. Rekstur beggja félaganna gekk vel en sonurinn einbeitti sér ekki eingöngu að rekstri skipanna. Hann hafði háleitar hugmyndir og sá fyrir sér að tími gufuskipanna liði undir lok áður en langt um liði og vöruflutningar landa og heimsálfa á milli yrðu æ mikilvægari. Peter Mærsk Møller lést árið 1927 en hafði þá að mestu dregið sig út úr rekstri fyrirtækisins. Þess má geta að Ane eiginkona hans lést árið 1922, þau eignuðust 12 börn, 7 dætur og fimm syni.  

A.P. Møller og sonurinn Arnold Mærsk Mc-Kinney Møller

Í stuttum pistli sem þessum er engin leið að gera grein fyrir stórfyrirtækinu Mærsk eða Maersk eins og það er kallað utan danskra landsteina. Arnold Peter Møller (ætíð kallaður A.P. Møller) var forstjóri í áratugi en eftir síðari heimsstyrjöldina tók sonurinn Arnold Mærsk Mc-Kinney Møller (ætíð kallaður Mærsk Mc-Kinney Møller) æ meiri þátt í stjórnun fyrirtækisins. Eftir andlát A.P. Møller árið 1965 varð sonurinn og barnabarn stofnandans forstjóri fyrirtækisins og gegndi því starfi til ársins 1993. Hann sat þó áfram í stjórn fyrirtækjasamsteypunnar, sem þá hafði fengið nafnið A.P. Møller Gruppen og ennfremur í stjórn tveggja eignarhaldsfélaga innan samsteypunnar. Mærsk Mc-Kinney Møller lést í apríl 2012, tæplega 99 ára að aldri. Dóttir hans Ane Mærsk Mc-Kinney Uggla og synir hennar tveir sitja í stjórnum og stjórnunarstöðum innan A.P. Møller Gruppen.

Undir stjórn feðganna sem getið var um hér að framan varð A.P. Møller Gruppen að sannkölluðu risafyrirtæki, sem einbeitti sér ekki einungis að skipaútgerð og tengdum greinum. Skipaútgerðin hefur þó alla tíð verið grunnstoðin í rekstrinum.

Árið 2003 var nafni skipafélaganna tveggja, Svendborg og 1912, breytt og þau heita nú A.P. Møller – Mærsk A/S.

Rúmlega 700 skip og 90 þúsund starfsmenn

Mærsk er með rúmlega 700 skip í förum. Stærstur hluti þessara skipa eru svokölluð gámaskip en í flotanum eru líka annars konar skip. Nær allur flotinn samanstendur af mjög stórum skipum, þau stærstu rúmlega 400 metra löng og geta flutt 23 þúsund gáma. Enkennislitur skipanna er blár, kirfilega merkt Maersk Line á báðum hliðum og sjöarma stjarnan er enn einkennistákn fyrirtækisins. Hjá Mærsk samsteypunni starfa nú um 90 þúsund manns víða um heim, en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Kaupmannahöfn.

Methagnaður en létt skattbyrði 

Eins og fram kom framar í þessum pistli gekk rekstur Mærsk vel í fyrra. Hagnaðurinn var meira en 200 milljarðar danskra króna, það jafngildir rúmum 4 þúsund milljörðum íslenskra króna.  Slíkur hagnaður hefur ekki áður sést í Danmörku og Vincent Clerc framkvæmdastjóri Mærsk sagði, þegar ársreikningurinn var kynntur, að bið yrði á að svona hagnaðartala sæist aftur. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að hagnaður þessa árs yrði 76 milljarðar danskra króna „sem er svosem alveg viðunandi“.

Í tengslum við kynningu ársreikningsins kom fram að skattgreiðslur danskra skipafélaga eru hlutfallslega langtum lægri en annarra fyrirtækja í Danmörku. Almennt er fyrirtækjaskatturinn 22% en Mærsk borgar innan við 3% í skatt. Ástæða þessa er svokölluð tonnaregla, skipafélögin borga þá skatt sem miðast við stærð skipanna en ekki hagnað. Þessari reglu var ætlað að sjá til þess að dönsk skipafélög flyttu ekki úr landi. 

Í lokin má geta þess að Mærsk samsteypan ver árlega háum fjárhæðum í alls kyns styrki, ekki síst til menningarmála af ýmsu tagi. Þar kemur kannski Óperuhúsið í Kaupmannahöfn fyrst upp í hugann en það færði Mærsk Mc-Kinney Møller dönsku þjóðinni að gjöf árið 2005.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Hækkuðu hressilega í Covid ástandinu eins og íslensku skipafélögin 50-100% álag á gefin tilboð....(eimskip)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár