Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Nærsamfélag Hvammsvirkjunar mun njóta takmarkaðs ávinnings af orkuframleiðslunni

Efna­hags­leg­ur ávinn­ing­ur Hvamms­virkj­un­ar mun koma fram þar sem ork­an er nýtt en ekki í nærsam­fé­lag­inu þar sem ork­an er fram­leidd, sam­kvæmt grein­ing­ar­vinnu Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps þar sem Hvamms­virkj­un á að rísa.

Nærsamfélag Hvammsvirkjunar mun njóta takmarkaðs ávinnings af orkuframleiðslunni
Hvammsvirkjun Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi til sveit­ar­fé­lag­anna tveggja sem Hvammsvirkj­unin yrði inn­an; Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps og Rangár­þings ytra. Virkjunin mun ekki þjóna hagsmunum Skeiða- og Gnúpverjahrepps til framtíðar í óbreyttri mynd samkvæmt greiningarvinnu sem unnin hefur verið fyrir sveitarfélagið. Mynd: Landsvirkjun

Nærsamfélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps mun njóta mjög takmarkaðs ávinnings af orkuframleiðslunni sem hlýst af fyrirhugaðri Hvammsvirkjun á meðan efnahagslegur ávinningur mun koma fram þar sem orkan er nýtt. Hvammsvirkjun mun því ekki þjóna hagsmunum Skeiða- og Gnúpverjahrepps til framtíðar í óbreyttri mynd. 

Þetta sýna tölulegar staðreyndir sem eru hluti af greiningarvinnu sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps um áhrif orkuframleiðslunnar á nærumhverfi íbúa, og áhrif á nærsamfélags orkuframleiðslu almennt. 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps lagði fram bókun á fundi sínum í gær þar sem hún hvetur öll sveitarfélög á landsbyggðinni sem hafa orkumannvirki í nærumhverfi sínu, eða eru með hugsanleg virkjanaáform í farvatninu, til þess að staldra við í skipulagsmálum virkjana á meðan sanngjörn skipting auðlindarinnar verður fest í lög. „Með öðrum kosti verða engin orkuskipti á Íslandi í náinni framtíð,“ segir meðal annars í bókuninni.  

Orkustofnun gefur grænt ljós og Landsvirkjun sækir um framkvæmdaleyfi 

Hvamms­virkj­un, virkjun sem deilt hefur verið um í ára­fjöld, verður 95 MW að afli. Áin verður stífluð með 350 metra langri og allt að 18 metra hárri jarð­vegs­stíflu og við hana mun mynd­ast fjög­urra fer­kíló­metra lón.

Hvammsvirkjun er stóru skrefi nær því að verða að veru­leika með virkj­un­ar­leyfi Orku­stofn­un­ar sem gefið var út í byrjun desember. Á aðfangadag var greint frá því að Landsvirkjun hefur sótt um fram­kvæmda­leyfi til sveit­ar­fé­lag­anna tveggja sem virkj­unin yrði inn­an; Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps og Rangár­þings ytra. Sam­hliða framkvæmdaleyfinu verða útboð fram­kvæmda­þátta und­ir­bú­in. Þá þarf einnig sam­þykki stjórnar Lands­virkj­unar fyrir fram­kvæmd­inni áður en hægt er að hefj­ast handa.

Ef öll þessi mál fá jákvæða umfjöllun gæti bygg­ing virkj­un­ar­innar, sem yrði sú sjö­unda á Þjórs­ár- og Tungna­ár­svæð­inu, haf­ist í sumar. Landsvirkjun vonast til að virkjunin verði komin í gagnið 2026. 

Tryggja þarf í lögum að nærumhverfi njóti efnahagsleg ávinnings

Í bókun sveitarstjórnarinnar er það gagnrýnt að ekkert samtal hefur átt sér stað á milli ríkis og sveitarfélaga sem þurfa að skipuleggja og heimila framkvæmdirnar. „Það er staðreynd að nærumhverfið þar sem orkan er framleidd nýtur mjög takmarkaðs ávinnings af henni.“ Sveitarstjórnin vill að tryggt verði með lögum að nærumhverfið þar sem orkan á uppsprettu sína njóti efnahagslegt ávinnings sem mun styrkja byggð þar sem orkan verður til um allt land. Einnig þurfi að breyta raforkulögum til að tryggja að dreifikostnaður raforku sé sá sami í dreifbýli og þéttbýli. 

Bókun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í heild sinni: 

Ríkisstjórn Íslands setti í stjórnarsáttmála sinn aðgerðir um orkuskipti og útfösun jarðefnaeldsneytis, þar sem grunnur er lagður að fullum orkuskiptum, að þeim verði náð eigi síðar en árið 2040 og að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða. Hvammsvirkjun er einungis fyrsta skrefið af mörgum í gríðarlegum áformuðum virkjanaframkvæmdum Landsvirkjunar í nærumhverfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps á næstu 17 árum.

Ekkert samtal hefur átt sér stað á milli ríkis og sveitarfélaga sem þurfa að skipuleggja og heimila allar þessar framkvæmdir. Það er staðreynd að nærumhverfið þar sem orkan er framleidd nýtur mjög takmarkaðs ávinnings af henni.

Tryggja þarf með lögum að nærumhverfið þar sem orkan á uppsprettu sína, njóti efnahagslegs ávinnings sem mun styrkja byggð þar sem orkan verður til um allt land. Einnig þarf að breyta raforkulögum til að tryggja að dreifikostnaður raforku sé sá sami í dreifbýli og þéttbýli.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hvetur öll sveitarfélög á landsbyggðinni sem hafa orkumannvirki í nærumhverfi sínu, eða eru með hugsanleg virkjanaáform í farvatninu til þess að staldra við í skipulagsmálum virkjana á meðan sanngjörn skipting auðlindarinnar verður fest í lög. Með öðrum kosti verða engin orkuskipti á Íslandi í náinni framtíð.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
5
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár