Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1054. spurningaþraut: Endurnar á Tjörninni, og fleira

1054. spurningaþraut: Endurnar á Tjörninni, og fleira

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er bærinn Baikonur?

2.  Og hvað er merkilegast að finna í bænum, eða rétt við hann?

3.  Systurnar Jakobína og Fríða Sigurðardætur voru báðar ... hvað?

4.  Í hvaða ríki ríkti Pétur 1. 1685-1725?

5.  Hver er algengasta andategundin á Tjörninni í Reykjavík?

6.  Af hverju er vatnið Wannsee í Þýskalandi frægt?

7.  Hvaða ár fæddist Björk Guðmundsdóttir? Hér má muna einu ári til eða frá.

8.  Tvítug dóttir Bjarkar er byrjuð að láta að sér kveða í bæði leiklist og tónlist en hún gaf í upphafi þessa árs út lagið Bergmál. Hvað heitir hin unga listakona?

9.  Hvaða Evrópulandi tilheyrir eyjan Korfu?

10.  Hversu margar tegundir kattardýra veiða saman í hóp?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá einkar vinsæla pizzu-tegund. Hvað nefnist hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Í Kasakstan.

2.  Geimferðastofnun Rússlands og áður Sovétríkjanna.

3.  Rithöfundar. Vitaskuld áttu þær systur fleira sameiginlegt en það liggur í augum uppi að spurt er um þetta og ekkert annað.

4.  Rússlandi.

5.  Stokkendur.

6.  Við vatnið var í byrjun árs 1942 haldin leynileg ráðstefna nasista um hvernig staðið skyldi að útrýmingu Gyðinga.

7.   1965, svo rétt telst vera 1964-1966.

8.  Ísadóra.

9.  Grikklandi.

10.  Aðeins ein — ljón.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Melania Trump.

Á neðri myndinni er Pizza Napoletana en það er enginn grundvallarmunur á henni og Pizza Margarita, svo hvorttveggja telst rétt.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár