Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1054. spurningaþraut: Endurnar á Tjörninni, og fleira

1054. spurningaþraut: Endurnar á Tjörninni, og fleira

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er bærinn Baikonur?

2.  Og hvað er merkilegast að finna í bænum, eða rétt við hann?

3.  Systurnar Jakobína og Fríða Sigurðardætur voru báðar ... hvað?

4.  Í hvaða ríki ríkti Pétur 1. 1685-1725?

5.  Hver er algengasta andategundin á Tjörninni í Reykjavík?

6.  Af hverju er vatnið Wannsee í Þýskalandi frægt?

7.  Hvaða ár fæddist Björk Guðmundsdóttir? Hér má muna einu ári til eða frá.

8.  Tvítug dóttir Bjarkar er byrjuð að láta að sér kveða í bæði leiklist og tónlist en hún gaf í upphafi þessa árs út lagið Bergmál. Hvað heitir hin unga listakona?

9.  Hvaða Evrópulandi tilheyrir eyjan Korfu?

10.  Hversu margar tegundir kattardýra veiða saman í hóp?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá einkar vinsæla pizzu-tegund. Hvað nefnist hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Í Kasakstan.

2.  Geimferðastofnun Rússlands og áður Sovétríkjanna.

3.  Rithöfundar. Vitaskuld áttu þær systur fleira sameiginlegt en það liggur í augum uppi að spurt er um þetta og ekkert annað.

4.  Rússlandi.

5.  Stokkendur.

6.  Við vatnið var í byrjun árs 1942 haldin leynileg ráðstefna nasista um hvernig staðið skyldi að útrýmingu Gyðinga.

7.   1965, svo rétt telst vera 1964-1966.

8.  Ísadóra.

9.  Grikklandi.

10.  Aðeins ein — ljón.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Melania Trump.

Á neðri myndinni er Pizza Napoletana en það er enginn grundvallarmunur á henni og Pizza Margarita, svo hvorttveggja telst rétt.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár