Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Bók einræðisherrans á íslensku kostuð af kínverska ríkinu

Ein af óvænt­ari bók­un­um sem komu út á ís­lensku fyr­ir síð­ustu jól var áróð­urs­rit Xi Jin­ping, ein­ræð­is­herra í Kína. Bóka­for­lag Jónas­ar Sig­ur­geirs­son­ar gaf út bók­ina út en hann er þekkt­ur frjáls­hyggju­mað­ur. Jón­as seg­ir að hann sé al­hliða út­gef­andi sem gefi út bæk­ur um allt milli him­ins og jarð­ar. Hann hrós­ar Kín­verj­un­um fyr­ir sam­starf­ið við út­gáf­una og úti­lok­ar ekki fleiri bæk­ur.

Bók einræðisherrans á íslensku kostuð af kínverska ríkinu

Jónas Sigurgeirsson, bókaútgefandi hjá Almenna bókafélaginu, gaf út bók eftir Xi Jinping, aðalritara Kínverska kommúnistaflokksins, síðastliðið haust að tilstuðlan kínverska sendiráðsins á Íslandi. Bókaforlag Jónasar fékk handritið sent í íslenskri þýðingu frá kínverskri ríkisstofnun sem heitir Foreign Languages Press co. „Ég fæ bókina þýdda, ég fæ bara handritið og svo fer það í gegnum próförk. Það er ekkert að þessari þýðingu enda var hún líka marglesin. Ég var aldrei í samskiptum við þýðandann.“ Enginn þýðandi er  tilgreindur í bókinni en í svari frá kínverska sendiráðinu kemur fram að hann heiti Ragnar Baldursson. 

Um er að ræða fyrsta bindið í bókaflokki eftir Xi Jinping sem komið hefur út í Kína á síðustu árum. Bókin kom fyrst út á kínversku árið 2014 og hefur síðan verið gefin út á mörgum tungumálum, meðal annars ensku, frönsku, arabísku og spænsku.

Kína hefur …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Tang-tímabilinu. Ópíum stríðið var árásarstríð Breta gegn Kína frá 1840 til 1842.Breska ríkisstjórnin sendi innrásarher til Kína í kjölfar andstöðu Kínverja gegn innflutningi Breskra kaupmanna á ópíum til Kína undir yfirskyni verndunar breskra viðskiptahagsmuna. Árið 1842 réðust Breskar hersveitir inn á árósasvæði Jangtsefljóts og þvinguðu Qing-keisaraættarinnar til að undirrita Nanking samningin, sem var fyrsti ójafni nauðungarsamningur útlendinga við Kínverja í nútímasögu Kína.
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Fór og náði í hana fæst í Eymundson kostar 5999kr. Formálin efnisyfirlitið og fyrstu 50 blaðsíðurnar lofa góðu. Kannski hefðu allir gott af að lesa hana áður en þeir gleipa allt hrátt úr íslenskum fjölmiðlum
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Þessa bók verður maður að skoða
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár