Jónas Sigurgeirsson, bókaútgefandi hjá Almenna bókafélaginu, gaf út bók eftir Xi Jinping, aðalritara Kínverska kommúnistaflokksins, síðastliðið haust að tilstuðlan kínverska sendiráðsins á Íslandi. Bókaforlag Jónasar fékk handritið sent í íslenskri þýðingu frá kínverskri ríkisstofnun sem heitir Foreign Languages Press co. „Ég fæ bókina þýdda, ég fæ bara handritið og svo fer það í gegnum próförk. Það er ekkert að þessari þýðingu enda var hún líka marglesin. Ég var aldrei í samskiptum við þýðandann.“ Enginn þýðandi er tilgreindur í bókinni en í svari frá kínverska sendiráðinu kemur fram að hann heiti Ragnar Baldursson.
Um er að ræða fyrsta bindið í bókaflokki eftir Xi Jinping sem komið hefur út í Kína á síðustu árum. Bókin kom fyrst út á kínversku árið 2014 og hefur síðan verið gefin út á mörgum tungumálum, meðal annars ensku, frönsku, arabísku og spænsku.
Kína hefur …
Athugasemdir (3)