Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1052. spurningakeppni: Hvað heitir litla álfastúlkan?

1052. spurningakeppni: Hvað heitir litla álfastúlkan?

Fyrri aukaspurning:

Hér er yfirlitsmynd af frægri sjóorrustu. Floti sem hér er sýndur með rauðu leggur úr höfn í firði einum og hyggst sigla sem leið liggur yfir að landinu hægra megin á myndinni og raunar lengra. En öðrum flota (hér sýndur með svörtu) hefur borist njósn af og mætir rauða flotanum á hafi úti og hófst þá harður slagur. Orrustunni lauk án þess að hvorugum flota tækist að vinna afgerandi sigur á hinum. Hvað kallast orrustan?

***

Aðalspurningar:

1.  Jennifer Aniston varð fræg fyrir að leika í ... hvaða sjónvarpsseríu?

2.  Hvaða ættarnafn ber breska konungsfjölskyldan?

3.  Dramb er ... hvað?

4.  Sauerkraut er víðfrægur þýskur réttur. Hvað er uppistaðan í honum?

5.  Hvaða viðurkenningu fékk veitingahúsið Dill árið 2017, fyrst íslenskra veitingahúsa?

6.  Hvað heitir hringtorgið stóra fyrir framan Hótel Sögu í Reykjavík?

7.  Hvernig fugl er langvía?

8.  Hvað heitir litla álfastúlkan sem kemur við sögu Péturs Pan — á íslensku?

9.  Hvaða svissneska súkkulaði var í áratugi tákn munaðar og framandleika á Íslandi af því eingöngu var hægt að kaupa það í fríhöfninni við komu frá útlöndum?

10.  Péturshorn er hæsti tindur á tilteknu fjalli, felli, jökli, gnúpi eða bjargi, 1.355 metra hátt. Hvar er Péturshorn?

***

Seinni aukaspurning:

Önnur sjóorrusta. Floti A (rauður) taldi sig hafa ráð flota B (blár) í hendi sér. Meginfloti A þokaði sér inn í sund þar sem floti B virtist í úlfakreppu. Á sama tíma hélt minnihluti flota A inn í sundið hinum megin frá til að stöðva (væntanlegan) flótta skipanna úr flota B. En allt snerist í höndum flota A. Skipin úr flota B voru mun liðugri og liprari og gjörsigruðu flota A á sundinu. Hvað kallast þessi sjóorrusta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Friends.

2.  Windsor.

3.  ... falli næst.

4.  Hvítkál.

5.  Michelin-stjörnu.

6.  Hagatorg.

7.  Svartfugl.

8.  Skellibjalla.

9.  Toblerone.

10.  Á Langjökli.

***

Svör við aukaspurningum:

Fyrra kortið sýnir orrustuna á Húnaflóa, sem kallast Flóabardagi. Suður snýr upp á þessari mynd.

Á neðra kortinu er yfirlit yfir orrustuna við Salamis 480 f.Kr. þar sem Grikkir gereyddu flota Persa.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár