Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslandsbanki gerir ráð fyrir stjórnvaldssekt vegna lögbrota í uppgjöri sínu

Í árs­reikn­ingi Ís­lands­banka kem­ur fram að bank­inn muni ljúka við að setja fram sjón­ar­mið sín vegna frummats fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem tel­ur hann hafi brot­ið gegn lög­um, fyr­ir miðj­an fe­brú­ar. Bank­inn hagn­að­ist um 24,5 millj­arða króna í fyrra og ætl­ar að greiða helm­ing­inn í arð til eig­enda.

Íslandsbanki gerir ráð fyrir stjórnvaldssekt vegna lögbrota í uppgjöri sínu
Bankastjóri Íslandsbanki birti ársreikning sinn vegna ársins 2022 í dag. Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Íslandsbanki gerir ráð fyrir því að greiða stjórnvaldssekt vegna brota á lögum og reglum í tengslum við framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut íslenskra ríkisins í bankanum sem fór fram í mars í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Íslandsbanka sem birtur var í dag.

Þar segir að þótt fjárhæð mögulegrar stjórnvaldssektar hafi ekki verið ákveðin hafi bankinn metið möguleg fjárhagsleg áhrif hennar og „fært skuldbindingu vegna málsins byggða á innra mati.“ Íslandsbanki greinir þó ekki frá fjárhæð skuldbindingarinnar og ekki er hægt að lesa hana út úr rekstrarreikningi bankans. 

Í skýringu með ársreikningnum er fjallað um frummat fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (FME) á ætluðum brotum Íslandsbanka í söluferlinu, en Heimildin greindi frá því fyrir tæpum tveimur vikum að rannsókn þess hafi fyrst og fremst snúið að þátttöku starfsmanna bankans og tengdra aðila í útboði á bréfum í Íslandsbanka. Íslandsbanki fékk frummatið afhent fyrir áramót og sendi frá sér tilkynningu 9. janúar þar sem fram kom að bankinn hefði óskað einhliða eftir viðræðum við eftirlitið um að ljúka málinu með sátt. 

Í ársreikningnum segir að Stjórnendur bankans taka frummat fjármálaeftirlitsins alvarlega. „Bankinn hefur sett fram hluta skýringa sinna og sjónarmiða við frummati FME og mun ljúka því fyrir miðjan febrúar og væntir viðbragða FME í kjölfar þess. Bankinn hefur þegar gert breytingar á innri reglum og ferlum í kjölfar útboðsins og mun halda slíkri vinnu áfram eftir því sem tilefni gefst til.“

Fengu að sækja um flokkun sem fagfjárfestar í söluferlinu

Hluturinn í Íslandsbanka var seldur í mars í fyrra í lokuðu útboði sem einungis þeir sem skilgreindir eru sem fagfjárfestar máttu taka þátt. Alls fengu 207 aðilar að kaupa. Af þeim voru átta starfsmenn Íslandsbanka, sem var einn söluráðgjafa íslenska ríkisins við framkvæmd útboðsins, eða makar þeirra. Bankinn hélt því fram í fjölmiðlum í apríl í fyrra að allir starfsmennirnir væru skilgreindir sem fagfjárfestar, sem var forsenda fyrir því að fá að kaupa. Við rannsókn fjármálaeftirlitsins hefur komið fram að Íslandsbanki hafi sjálfur skilgreint að minnsta kosti hluta þessara starfsmanna sem fagfjárfesta. Hann hefur þó ekki viljað svara því hversu margir fjárfestar fengu flokkun sem fagfjárfestar á þeim klukkutímum sem söluferlið stóð yfir. 

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið, sem birt var í nóvember, kom fram að fjárfestar, sem höfðu ekki verið í viðskiptum við Íslandsbanka fram að söludeginum, hafi haft möguleika á að sækja um og eftir atvikum fá flokkun hjá honum sem hæfir fjár­festar meðan á söl­unni stóð. Í skýrslunni segir: „Að auki var horft til full­yrð­inga frá fjár­fest­unum sjálfum um að þeir teld­ust hæfir fjár­festar en bank­inn þurfti að meta upp­lýs­ingar þess efnis sjálf­stætt.“ 

Í skýrslunni segir enn fremur að Bankasýslan hafi metið það svo að reglu­verk fjár­mála­mark­að­ar­ins væri með þeim hætti að slíkar innri reglur umsjón­ar­að­ila, sölu­ráð­gjafa og sölu­að­ila kæmu í veg fyrir hags­muna­á­rekstra í söl­unni. „Ljóst er að innri reglur Íslands­banka komu ekki í veg fyrir slíkt.“

Keyptu fyrir lágar upphæðir

Í frétt Heimildarinnar frá 27. janúar kom fram að sjaldgæft væri að fjármálaeftirlitið fari í eins stóra samtímarannsókn á máli sem tengist starfsemi banka. Fjölmargar ítarlegar rannsóknir á meintum fjármálaglæpum voru gerðar hér á landi eftir hrunið 2008 en þær snerust flestar um mál sem orðin voru nokkurra ára gömul. Rannsóknin á útboðinu í Íslandsbanka er því án hliðstæðu hér á landi á síðustu árum.

Miðað við það sem fyrir liggur að er undir í rannsókn fjármálaeftirlitsins þá er alls ekki ljóst að það hafi verið rétt mat hjá Íslandsbanka að skilgreina ætti alla þessa starfsmenn sem fagfjárfesta. Komið hefur fram að einstaka starfsmenn bankans hafi keypt hlutabréf í útboðinu fyrir tiltölulega lágar upphæðir, nokkrar milljónir króna. Það bendir til þess að Íslandsbanki og starfsmenn hans hafi gengið út frá því að listinn með kaupendum hlutabréfanna yrði ekki opinber, eins og síðar varð raunin. Komið hefur fram opinberlega að bankinn hafi vitað um þátttöku starfsmanna sinna í útboðinu þannig að hlutabréfakaupin áttu sér stað með vitund og vilja stjórnenda Íslandsbanka.

Hræðast opinberun

Í sömu umfjöllun kom fram að það er Íslandsbanki, ekki starfsmennirnir sem keyptu, sem Fjármálaeftirlitið rannsakaði, og er nú í viðræðum við um hversu háa sekt hann eigi að greiða vegna málsins. Ákvörðun um sektina, og eins hvernig greint verður frá rannsókninni opinberlega, er á hendi fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands. 

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar er það þó ekki möguleg fjársekt, eða upphæð hennar, sem Íslandsbanki hræðist mest í málinu heldur að fjármálaeftirlitið muni birta ítarlega skýrslu eða greinargerð með rannsóknarniðurstöðum sínum. 

Í slíkri skýrslu yrði atburðarásin í málinu teiknuð upp frá A til Ö og sýnt fram á með hvaða hætti Íslandsbanki er talinn hafa brotið lög og reglur. Birting slíkra upplýsinga gæti haft í för með sér orðsporsáhættu fyrir bankann og ýtt undir enn gagnrýnni umræðu um ábyrgð hans og einstakra stjórnenda. 

Vaxtatekjur jukust um 27 prósent

Rekstur Íslandsbanka gekk vel á síðasta ári og hagnaður hans var 24,5 milljarðar króna. Það er um 800 milljón króna meiri hagnaður en rekstur bankans skilaði ári áður. Arðsemi eiginfjár dróst hins vegar saman, úr 12,3 prósent árið 2021 í 11,8 prósent í fyrra. 

Stærsta tekjulindin voru vaxtagjöld sem skiluðu 43,1 milljarði króna í kassann á árinu 2022 og hækkuðu um 26,7 prósent á árinu. Sú hækkun skýrist af hærra vaxtaumhverfi annars vegar og auknum inn- og útlánum hins vegar. Vaxtamunur Íslandsbanka hækkaði úr 2,4 prósent árið 2021 í 2,7 prósent í fyrra þegar allt árið er tekið með í reikninginn. Ef horft er einvörðungu á vaxtamun á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var hann 3,1 prósent. 

Hreinar þóknanatekjur jukust líka, alls um 9,4 prósent milli ára, og voru 14,1 milljarðar króna á árinu 2022. 

Stjórn Íslandsbanka mun leggja til að 12,3 milljarðar króna verði greiddir í arð til hluthafa vegna frammistöðu síðasta árs, eða um helmingur hagnaðar bankans á árinu 2022. Stærsti eigandi Íslandsbanka er íslenska ríkið með 42,5 prósent eignarhlut. Gert er ráð fyrir því í fjárlögum að sá hlutur verði seldur í ár en það verður þó ekki endanlega ákveðið fyrr en niðurstaða í rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á síðasta söluferli í bankanum liggur fyrir.

Nýverið var greint frá því að stjórn Kviku hefði óskað eftir því við stjórn Íslandsbanka að hefja viðræður um samruna bankanna tveggja. Stjórn Íslandsbanka samþykkti að hefja viðræður á fundi sínum í dag. 

Báðir bankarnir eru skráðir á hlutabréfamarkað, en Íslandsbanki er miklu stærri en Kvika banki. Virði beggja hefur tekið stökk upp á við eftir að greint var frá beiðninni um samrunaviðræður.

Markaðsvirði Íslandsbanka er nú 257,2 milljarðar króna á meðan að markaðsvirði Kviku banka er um 99,2 milljarðar króna.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Greiningin er góð og þörf. Íal.banki á ekki von á stjórnvaldssekt vegna lögrots í uppgjöri sínu eins og kemur fram í fyrirsögn greinarinnar. Uppgjörið er áræðanlega löglegt. Bankinn gerir hins vegar ráð fyrir stjórnvaldssekt vegna lögbrota, sem hann verður líklega dæmduir fyrir. Vanda framsetningu og málfar.
    0
  • Jón Gunnar Borgþórsson skrifaði
    Góð umfjöllun að vanda - bara ein stutt ábending -> þegar verið er að tala um prósentur í vaxtartölum (s.s. varðandi aukningu eigin fjár, þjónustugjalda o.s.frv.) segir það ekki nema hálfa söguna! Ef eigið fé (sem dæmi) hækkaði úr 80 milljörðum í 100 á síðasta ári hækkaði það um 25% eða um 20 milljarða. Segjum að það hækki aftur um 20 milljarða í ár - þá nemur hækkunin "bara" 20% eða fimm prósentustigum minna. Það væri í mörgum tilfellum nær að tala frekar um rauntölurnar heldur en hlutfallstölurnar, til að auka upplýsingagildið (að mínu mati).
    0
  • Jón Ölver Magnússon skrifaði
    Sátt ? Þau sem ábyrgðina bera á þessum glæp gegn þjóðinni hljóta að verða dreginn til ábyrgðar fyrir glæp sinn.
    0
  • Monika Bereza skrifaði
    Hryllingur! Að slíkir einstaklingar skuli enn starfa. Engin ábyrgð, bara hreint vanhæfi.
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Bankastjórinn (Birna) vissi af innherjasvindlurunum, afhverju er EKKI búið að reka bankastjórann ? Afhverju er EKKI búið að reka innherjar-svindlarana ? Fjármálaglæpamenn fá sáttameðferð, en þjófur sem er að seðja hungur sitt fær fangelsisdóm. Það kemur ekki til greina nokkurntíma að fjárglæpamenn fái aðra og betri þjónustu hjá réttarríki-Sjálfstæðisflokksinns en aðrir þjófar !! Ég ætlast til þess sem skattgreiðandi og eigandi Íslandsbanka í gegnum ríkisjóð að svokallaðri sátta-meðferð verði hætt tafarlaust og málið sent til lögreglu og héraðs-saksóknara (fælingarmáttur fyrir aðra svindlara) Og gerum okkur ljóst að Birna-bankastjóri og innherja-svindlararnir eru EKKI að borga væntanlega stjórnvaldssekt úr eigin vasa, heldur þú skattgreiðandi og eigandi Íslandsbanka.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Þægilegt... þú greiðir smávægilega sekt... svona eins og Samherji fyrir skattaundanskotin og færð að velta þeim kostnaði yfir á aðra, ekki að sanna að þú gerir þetta ekki aftur og allt í gúddí... okkur íslendingum er ekki við bjargandi. Deutsche Bank hefur greitt yfir billjónir dollara ( $18,541,562,802) sektir síðustu ár.... samið sig út úr 79 brotamálum án þess að vera dæmdur ( https://violationtracker.goodjobsfirst.org/parent/deutsche-bank )... undirgengist yfir 246 sáttarferli ( þið þurfið að leita ólíkt brotamálunum ) og telst samt til heiðarlegra tilkynningarskyldra aðila sem ekki þarf að skoða nánar varðandi KYC eða SMT osf. skv. Seðló og öðrum íslenskum aðilum.. auðvitað er þetta bara brandari að horfa á.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár