Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sambýliskona mannsins á Sauðárkróki óttaðist um líf sitt

Lög­regl­an hef­ur þag­að þunnu hljóði vegna um­fangs­mik­illa að­gerða á Sauð­ar­ár­króki í gær þar sem sér­sveit­in var köll­uð til. Grip­ið var til að­gerð­anna eft­ir að karl­mað­ur sagð­ist vilja drepa fólk með skot­vopni.

Sambýliskona mannsins á Sauðárkróki óttaðist um líf sitt
Frá Sauðárkróki Sambýliskona mannsins flúði heimili þeirra á sunnudag.

Sambýliskona og barnsmóðir mannsins sem kom við sögu í lögregluaðgerðum á Sauðarkróki í gær er nú í felum eftir að hafa óttast um líf sitt. Hún fór af sameiginlegu heimili þeirra á sunnudag, og tók tvö börn þeirra með sér, en maðurinn mun áður hafa beitt hana ofbeldi.

Samkvæmt upplýsingum sem blaðamaður Heimildarinnar hefur aflað fór sambýliskonan til lögreglunnar í gær og gaf skýrslu vegna ofbeldis og hótana í garð hennar. Í framhaldi af því hafi lögreglan ákveðið að grípa til þeirra aðgerða sem áttu sér stað í gær. 

Sagðist vilja „frí í sextán ár á Hrauninu“

Maðurinn hafi þá verið búinn að senda fjölda fólks truflandi skilaboð, meðal annars um að hann vildi drepa „ákveðið fólk“ með skotvopni og að hann vilji fá „frí í sextán ár á Hrauninu,“ eins og heimildarmaður orðar það. Maðurinn hafi ekki nafngreint fólkið sem hann hafi viljað drepa en samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hafi fólk talið augljóst að hann ætti þar við sambýliskonu sína og fyrrverandi sambýliskonu sína, en hann á börn með þeim báðum.

Árið 2019 var maðurinn dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða umræddri fyrrverandi sambýliskonu sinni skaðabætur vegna þess að hann afhenti henni ekki búslóð hennar, í samræmi við úrskurð dómstólsins, eftir að konan fór af heimili þeirra og leitaði í Kvennaathvarfið með börn þeirra. Í því máli lágu fyrir útprentanir af Facebook-auglýsingum þar sem maðurinn auglýsti til sölu ýmsa muni í eigu fyrrverandi konunnar, sem sem ilmvötn, kvenmannsveski og snyrtivörur. 

Fór mikinn á samfélagsmiðlum

Maðurinn fór mikinn á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann meðal annars sakaði nafngreinda einstaklinga um refsiverða hluti. Um tíma voru þar einnig aðgengileg afrit af öllum skriflegum samskiptum hans og sérsveitarinnar. Af skrifunum að dæma var maðurinn í miklu andlegu ójafnvægi.

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur varist frétta af málinu og gaf eftirfarandi út á Facebook-síðu sinni í gær:

„Um miðjan dag í dag, 8. febrúar, bárust lögreglunni á Norðurlandi vestra upplýsingar sem gáfu tilefni til að lögregla greip til aðgerða á Sauðárkróki til að tryggja allsherjarreglu. Við þær aðgerðir naut embættið aðstoðar embættis ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Aðgerðum lögreglu er lokið. Enginn var handtekinn vegna málsins og ekki er grunur um ætlaða refsiverða háttsemi.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki var um „umsátur“ að ræða og harmar embættið slíkan fréttaflutning.

Lögreglan á Norðurlandi vestra mun ekki upplýsa frekar um málið vegna eðlis þess og viðkvæmni.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
6
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár