Ekki er nægjanlega horft til ofbeldis sem börn hafa verið beitt eða ofbeldi gegn foreldrum barnanna sem þau hafa orðið vitni að þegar teknar eru ákvarðanir í umgengnis- og forsjármálum hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu nefndar Evrópuráðsins, GREVIO, þar sem framkvæmd stjórnvalda á aðgerðum og baráttu gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum er metin.
Eftirlit GREVIO-nefndarinnar byggir á Istanbúl-samningnum sem Ísland varð fullur aðili að árið 2018. Skilaði nefndin skýrslu sinni í nóvember á síðasta ári og er það fyrsta skýrslan sem skilað er til Íslands.
Í skýrslunni kemur fram að gerendur ofbeldis séu ekki nægilega oft fjarlægðir af heimilum, sé miðað við þann fjölda tilkynninga sem berist um heimilisofbeldi árlega. Þá segir að að kerfi hérlendis séu ekki nægilega í stakk búin til að bregðast við ofbeldi gegn jaðarsettum hópum, …
Athugasemdir (2)