Tvær gamlar kassakvittanir fundust á dögunum. Önnur þeirra er frá verslunarferð í Bónus þann 22. janúar 2021 og hin er frá Krónunni þann 24. júní árið 2021. Með þessar kassakvittanir var farið í verslanir og fimmtán vörur valdar, sem voru einnig keypt árið 2021, átta vörur í Bónus og sjö í Krónunni. Þegar kassakvittanirnar runnu út úr sjálfsaðgreiðsluvélunum nú í vikunni kom í ljós að verð á þrettán af fimmtán vörum höfðu hækkað í verði og það um allt að 37 prósent. Verð á tveimur vörum hafði lækkað. Þess ber að geta að í innkaupaferðinni í vikunni var notast við sjálfsafgreiðslukassa en í janúar og júní 2021 var farið með vörurnar á kassa þar sem starfsmaður sá um afgreiðsluna.
Mesta hlutfallslega hækkunin er á appelsínum sem koma frá Spáni í Krónuna, en verðið hafði hækkað um tæp 37 prósent frá því sumarið 2021. Verð á appelsínum var vegið og metið …
Athugasemdir