Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ellefta stýrivaxtahækkunin staðreynd – Vextir komnir í 6,5 prósent

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands hef­ur enn og aft­ur ákveð­ið að hækka stýri­vexti. Vext­irn­ir hafa ekki ver­ið hærri síð­an á ár­inu 2010.

Ellefta stýrivaxtahækkunin staðreynd – Vextir komnir í 6,5 prósent
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Seðla­­­banki Íslands hefur hækkað stýrivexti sína upp í 6,5 prósent. Þetta er í ellefta sinn í röð sem bankinn hækkar vexti, en þeir voru 0,75 prósent í maí 2021. Fyrir vikið eru íbúða­lána­vextir hærri en þeir hafa verið í tólf ár, eða frá árinu 2010, skömmu eftir banka­hrunið þegar enn var verið að end­­­­ur­reisa föllnu bank­ana og íslenskt atvinn­u­líf, með tilheyrandi hærri greiðslubyrði fyrir heimili í landinu. Eftir nýjustu stýrivaxtahækkunina er viðbúið að slíkir vextir muni hækka enn á ný.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands segir að þótt tekið hafi að hægja á húsnæðismarkaði og alþjóðleg verðbólga hafi minnkað lítillega sé verðbólguþrýstingur enn mikill og verðhækkanir á breiðum grunni. Verðbólguhorfur hafi versnað frá síðasta fundi nefndarinnar og þótt verðbólga hafi líklega náð hámarki taki lengri tíma að ná henni niður í verðbólgumarkmið bankans en áður var talið. „Lakari horfur skýrast einkum af því að nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði fela í sér töluvert meiri launahækkanir en þá var gert ráð fyrir. Einnig hefur gengi krónunnar lækkað og útlit er fyrir meiri framleiðsluspennu á spátímanum. Við þetta bætist að útlit er fyrir að aðhald fjárlaga verði minna en gert var ráð fyrir í nóvemberspá bankans þrátt fyrir að dragi úr hallarekstri ríkissjóðs í ár. Verðbólguvæntingar til lengri tíma eru enn vel yfir markmiði og raunvextir bankans hafa lækkað frá síðasta fundi.“

Gefið til kynna að toppnum væri náð

Ásgeir Jóns­­son seðla­­banka­­stjóri lét hafa eftir sér þegar vextir voru hækkaðir í 5,75 prósent í október að toppnum á vaxtahækkunarferlinu væri mögulega náð. Mánuði síðar voru vextirnir hins vegar hækkaðir aftur, nú upp í sex prósent. Þá sagði Ásgeir að sú hækkun ætti að vera nóg til að ná verðbólgu niður í markmið, sem er 2,5 prósent, á ásættanlegum tíma. Boltinn væri hjá aðilum vinnumarkaðarins og ríkisvaldinu. 

Um 80 prósent af almenna vinnumarkaðnum, sem var með samninga lausa í fyrrahaust, samdi til skamms tíma við Samtök atvinnulífsins um kjarasamninga sem gilda út janúar 2024. Fjárlög voru hins vegar afgreidd með 120 milljarða króna halla, sem var umtalsvert meiri halli en gert hafði verið ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu þegar það var lagt fram í september 2022. Þá var hallinn áætlaður 89 milljarðar króna. 

Verðbólgan jókst í útsölumánuði

Vísi­tala neyslu­verðs, sem mælir verðbólgu, hækk­­aði um 0,85 pró­­sent milli desember og janúarmán­aða. Tólf mán­aða verð­­bólga mældist því 9,9 pró­­sent í janúar eftir að hafa mælst 9,6 pró­­sent í desembermán­uði og  9,3 prósent í nóvember 2022. Þetta var í annað sinn á nokkrum mánuðum sem tólf mánaða verðbólga mælist 9,9 prósent. Það gerðist síðast í júlí síðastliðnum. Þar áður þarf að leita aftur til september 2009 til að finna jafn mikla verðbólgu á Íslandi.  

Tólf mán­aða verð­­bólga var 5,7 pró­­sent í jan­ú­ar í fyrra og hefur því auk­ist veru­lega síðastliðið ár. 

Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu Hag­­stofu Íslands voru helstu ástæður þess að vísi­talan hækk­­aði á milli októ­ber og nóv­­em­ber þær að verð á mat­vörum hækk­­aði um tvö pró­­sent, en hluti af þeirri hækkun skýrist af hækkun á mjólk, ostum og eggjum um 4,4 prósent. Áfengi og tóbak hækkaði um 5,5 prósent vegna hækkana á gjöldum sem renna í ríkissjóð, hitaveita hækkaði um sex prósent,  nýir bílar hækkuðu um 9,8 prósent, að mestu vegna hækkana á opinberum gjöldum, og veitingar um 2,4 prósent.

Ýmislegt lækkaði einnig í verði líkt og oftast í janúar, þegar vetrarútsölur eru í gangi í kjölfar jólavertíðarinnar. Þannig lækkaði verð á fötum og skóm um 8,4 prósent, húsgögn og heimilisbúnaður um 4,4 prósent og raftæki um 6,2 prósent. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu líka marktækt, eða um 9,4 prósent.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hér eru skrif Marinós Njálssonar :

    ,,Var að hlusta á upptöku af fundi um ákvörðun Peningastefnunefndar. Erna Björk Sverrisdóttir, Arion banka, grillaði seðlabankafólkið með spurningum sínum og hef ég ALDREI séð eins beinskeittum spurningum beint að seðlabankastjóra og aðalhagfræðingi. Hef þó fylgst með þessum málum í ansi mörg ár. Þriðji fulltrúi Seðlabankans á fundinum var Rannveig Sigurðardóttir og lét hún þá félaga sína líta heldur illa út. Svör hennar skýr, beint að efninu og ekkert tafs.
    Maður hálf vorkenndi Þórarni G. Péturssyn og Ásgeiri Jónssyni, þegar þeir voru að umla sig í gegn um svörin sín. Þórarinn svaraði fyrst, sagði lítið og sendi heitu kartöfluna eins fljótt og hann gat til Ásgeirs. Spurning Ernu til Þórarins var þó ekki flókin: Hver væru áhrif verri upphafsstöðu á ákvörðun nefndarinnar? (Verulega stytt.)
    Svar Þórarins var þvílík steypa, að annað eins hefur bara ekki heyrst. Hann hélt því fram "að margar af þessum opinberu hækkunum væru að koma vegna launa hækkananna" (ekki alveg orðrétt). Hvaða bull er þetta? Hækkanir á bifreiðagjöldum tengjast launabreytingum EKKERT! Hækkun á bensíngjaldi tengist launahækkunum EKKERT! Hækkun áfengisgjalds tengist launahækkunum EKKERT! Þessi þrjú atriði vega um 0,7% af 0,85% af hækkun vísitölu neysluverðs milli desember og janúar.
    Ásgeir roðnaði, eins og ég hef ekki séð hann síðan Max Keiser spurði hann óþægilegra spurninga fyrir hrun og svaraði svo rogginn: "Þetta er svo sem ekkert flókið" og kom svo með "af því bara" svar. Þeim hluta spurningarinnar, að hann hefði talið kjarasamningana í byrjun desember vera mjög jákvæða, svaraði hann: "Það er rétt að kjarasamningarnir voru jákvæðir fyrir fjármálastöðugleika, en á þessum fundi erum við að tala um verðstöðugleika!" Fattararnir í mér virka stundum illa og núna fóru þeir í kleinu. Er ekki verðstöðugleiki ein af grundvallarforsendum fjármálastöðugleika og öfugt? Fæst annað án hins?
    Ásgeir opinberaði þarna hvað stjórnhættir og -skipan Seðlabankans er vitlaust og óskilvirk. Innan bankans eru minnst tvær nefndir sem taka áhrifaríkar ákvarðanir fyrir hagkerfið, þ.e. Peningastefnunefnd og Fjármálastöðugleikanefnd. Þær virðast ekki starfa saman, þó seta Ásgeirs í þeim báðum eigi að tryggja eitthvað samræmi. Peningastefnunefnd ákvarðar vexti, en hefur ekki áhrif á útlánagetu bankanna. Það er nú samt þannig, að útgáfa bankanna á nýjum peningum samhliða útlánum er ein helsta ástæða aukinnar verðbólgu. Með því að setja sífellt fleiri peninga í umferð hækkar t.d. húsnæðisverð. Fáar aðgerðir hafa líklegast haft meiri áhrif á að húsnæðisverð hætti að hækka eins hratt og það gerði og þegar Fjármálastöðugleikanefnd þrengdi lánþegaskilyrðin s.l. haust. Ég legg til að þessar nefndir vinni mikið saman og séu samstíga í sínum aðgerðum.
    Síðan spurði Erna spurningarinnar, sem ég hef oft spurt, þ.e. um það hve mikið af vaxtahækkunum bankans væru þegar búnar að koma fram í áhrifum á verðbólguna. Það tæki, jú, 6-18 mánuði fyrir breytingar á vöxtum bankans að koma fram.
    Rannveig svaraði þessum hluta og loksins kom skýrt svar, en það vantaði bara mestan hluta þess.
    Jón Bjarki spurði um flótta fólks yfir í verðtryggð lán og áhrif á Peningastefnuna. Ásgeir kom þá með skýringu sem hann ætti að skammast sín fyrir. Hann er hagfræðingur, seðlabankastjóri og situr í Peningastefnunefnd og heldur því blákalt fram að verðmæti peninga ráðist af því hvort áfengisgjald sé krónunni meira eða minna. Það er enginn að græða á því að borga 7,5% nafnvexti í 9,9% verðbólgu í staðinn fyrir að borga 3,5% nafnvexti í 2% verðbólgu. Ég hefði haldið að tap lánþegans nemi 4% af lánsfjárhæðinni. Svo er hitt, sem hann greinilega skilur ekki. Í öllum löndum heims (nema á Íslandi) er litið svo á, að verðbólga sé tækifæri til að leiðrétta skuldastöðu almennings. Þá er gert ráð fyrir, að í kjölfar hækkandi verðbólgu komi launahækkun og eftirstöðvar lána verði því lægra hlutfall launa en áður.
    Erna kom aftur inn með áhugaverða spurning: Hvað þarf að gerast til að vextir hækki ekki í mars?
    Rannveig svaraði og byrjaði á einstaklega áhugaverðum punkti: Hækkun vaxtanna núna er EKKI vegna verðbólgumælingarinnar í janúar! Þá vitum við það. Ætli spekingar greiningadeilda bankanna hafi vitað þetta? Síðan sagði hún, að til þess að vextir hækki ekki í mars, þá mega kostnaðarhækkanir kjarasamninga ekki fara út í verðlagið! Sem sagt verðbólgumælingin í janúar hefur ekki áhrif núna, en verðbólgumæling í febrúar mun hafa áhrif á ákvörðun nefndarinnar í mars! Það vita allir að breyting á vísitölu neysluverðs milli janúar og febrúar er nánast undantekningarlaust meiri en milli desember og janúar. Búið ykkur því undir að vextir hækki aftur um 0,25-0,5% í mars.
    Merkilegt er samt það sem vantaði í þessa umræðu og svör seðlabankafólks, en það er að ein helsta ógn við kaupmátt og verðstöðugleika er kröfur um hagnað og arðgreiðslur fyrirtækja. Að hagnaður hækki ár eftir ár og mönnum finnst ekkert tiltökumál að flagga 15-20% hagnaði, er meiri ógn við verðstöðugleika, en að launakostnaður hækki úr 25% í 28% eða er það 50% í 55%. Báðar þessar hækkanir eru brot af hagnaðinum og hafa því minni áhrif til breytinga á verðlagi, en arðsemiskröfur eigenda fyrirtækjanna ! "
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
2
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár