Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Olíubílstjórar og fleiri hótelstarfsmenn úr Eflingu á leið í verkfall

Yf­ir 80 pró­sent þeirra sem greiddu at­kvæði um frek­ari verk­falls­að­gerð­ir Efl­ing­ar síð­ustu daga sam­þykktu að­gerð­irn­ar. Um er að ræða bíl­stjóra hjá Sam­skip­um, Ol­íu­dreif­ingu og Skelj­ungi og starfs­menn tveggja hót­elkeðja.

Olíubílstjórar og fleiri hótelstarfsmenn úr Eflingu á leið í verkfall
Í verkfall Sólveig Anna Jónsdóttir sést hér með olíubílstjórum innan Eflingar eftir fund með þeim í síðasta mánuði. Mynd: Efling

Verkfallsaðgerðir félagsmanna Eflingar munu skella á hjá tveimur hótelkeðjum og hjá starfsmönnum sem starfa við akstur vörubifreiða og olíudreifingu í næstu viku. Þetta liggur fyrir eftir að yfir 80 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um aðgerðirnar samþykktu þær í kosningu sem lauk fyrr í dag.

Um er að ræða verkfall á hótelkeðjunni Berjaya Hotels og nær það til um fjögur hundruð Eflingarfélaga. Að auki verður verkfall á hótelinu Reykjavík Edition þar sem starfa á annað hundrað félagsmenn í Eflingu.

Þá var samþykkt verkfall hjá Samskipum, sem tekur til alls vörubifreiðaaksturs frá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Sundahöfn, og hjá Olíudreifingu og Skeljungi, bæði vegna aksturs en einnig annarra starfa. Þau fyrirtæki sjá um allan flutning frá stærstu olíubirgðastöð landsins, í Örfirisey.

Í tilkynningu á vef Eflingar segir að á meðal bílstjóra hjá Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi hafi 57 greitt atkvæði, eða 77 prósent af þeim 74 Eflingarfélögum sem voru á kjörskrá. 48 greiddu atkvæði með, sjö á móti og tvier tóku ekki afstöðu. Verkfallsboðunin var því samþykkt með rúmlega 84 prósent atkæða.

Á Edition hótelinu og hjá Berjaya hótelkeðjunni voru 487 á kjörskrá. Þar af greiddu 255 atkvæði eða rúm 52 prósent. 209 samþykktu, 40 höfnuðu og sex tóku ekki afstöðu. Verkfallsboðun er því samþykkt með rétt tæplega 82 prósent atkvæða.

Atkvæðagreiðslurnar voru auglýstar 31. janúar eftir að samninganefnd samþykkti þær á fundi sínum. Þær hófust klukkan tólf á hádegi föstudaginn 3. febrúar og lauk þeim klukkan sex í eftirmiðdaginn í dag, 7. febrúar. Verkföll félagsmann Eflingar sem vinna á Íslandshótelum hófust einmitt í dag, en félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í gær að þau væru lögleg.

Verkföll á hinum hótelunum og hjá bílstjórunum hefjast 15. febrúar, eða eftir viku.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár