Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sjálfsskaði unglinga orðinn algengari - „Þau fela þetta fyrir foreldrum eins og þau geta“

Nýj­ustu rann­sókn­ir sýna að um 18% ung­linga stunda sjálfsskaða. Þre­falt al­geng­ara er að stúlk­ur stundi sjálfsskaða en dreng­ir. Sér­fræð­ing­ur í geð­hjúkr­un barna og ung­linga seg­ir mik­il­vægt að kenna börn­um að tak­ast á við mót­læti.

Sjálfsskaði unglinga orðinn algengari - „Þau fela þetta fyrir foreldrum eins og þau geta“

Kristín Inga Grímsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun barna og unglinga, segir að fyrir nokkrum árum hafi verið talað um að tíðni sjálfsskaða hjá unglingum væri 10-18% en nú sýni nýjustu rannsóknir að tíðnin er komin að þessum efri mörkum. 

Kristín Inga GrímsdóttirSérfræðingur í geðhjúkrun barna og unglinga.

Hún segir bestu forvörnina vera að kenna börnum að takast á við erfiðar tilfinningar og efla seiglu þeirra. „Við upplifum öll ástarsorg eða upplifum mótlæti í skólanum. Ef börn hafa lært snemma að takast á við mótlæti og höfnun eru minni líkur á að þau grípi til ógagnlegra aðferða í vanlíðan sinni,“ segir Kristín.

Tilraun til að lina andlega vanlíðan

Sjálfsskaði felst í því að einstaklingur skaðar sig viljandi, til að mynda með því að veita sér áverka á húð, svo sem skera sig eða brenna, eða með inntöku efna. Algengasti tilgangur sjálfsskaða er að lina andlega vanlíðan.

„Þetta er augljóslega að aukast. Við finnum það líka hjá okkur í viðtölum,“ segir Kristín sem starfar á göngudeild BUGL og á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá heldur hún einnig námskeið um sjálfskaðahegðun unglinga sem ætluð eru fagfólki í heilsugæslu, skólum, þjónustumiðstöðvum, barnavernd, félagsþjónustu og öðrum aðilum sem starfa með unglingum. Hún segir eftirspurnina eftir þessari fræðslu sömuleiðis vera að aukast. 

„Þetta er tvennt ólíkt. Sjálfsskaði er í raun leið til að lifa af á meðan sjálfsvígshugsanir eru sprottnar út frá því að vilja ekki lifa.“
Kristín Inga Grímsdóttir
sérfræðingur í geðhjúkrun barna og unglinga

Sjálfsskaði unglinga er vaxandi vandi á Vesturlöndum og er víða farið að skilgreina hann sem lýðheilsuvanda. Kristín segir mikilvægt að greina á milli sjálfsskaða annars vegar og hins vegar sjálfsvígshugsana og sjálfsvígstilrauna. „Þetta er tvennt ólíkt. Sjálfsskaði er í raun leið til að lifa af á meðan sjálfsvígshugsanir eru sprottnar út frá því að vilja ekki lifa. Þó þarf að hafa í huga að sjálfsskaðahegðun er áhættuþáttur fyrir sjálfsvígi en það er ekki stór breyta,“ segir hún. Kristín bendir á að þessi munur sé einmitt eitt af því sem kemur þeim sem ekki þekkja til hvað mest á óvart og margir setji ranglega samasemmerki á milli sjálfsskaða og sjálfsvígstilrauna. 

Sjálfsskaðahegðun hefst yfirleitt á aldursbilinu tólf til til átján ára en Kristín segist vita um yngri börn sem hafa veitt sér sjálfsskaða þó það sé sjaldgæft. Í flestum tilfellum felst sjálfsskaðinn í því að veita sér áverka á húð.

Tengist óstöðugum tilfinningum unglingsáranna

Þegar allir aldurshópar eru skoðaðir er tíðni sjálfsskaða 0,5% heilt yfir. Kristín bendir á að þessi hegðun tengist helst þeim óstöðugu tilfinningum sem fylgja unglingsárunum. 

„Líklega er sjaldgæft að þetta hefjist á fullorðinsárum. Um 5-10% þeirra sem byrja að skaða sig eiga erfitt með að hætta. Allir þurfa eitthvað inngrip, hvort sem það er stuðningur við foreldra svo þau geti stutt við börnin sín eða þá meðferð hjá fagaðila. Oft er gott að foreldrar leiti fyrst aðstoðar á heilsugæslu ef þeir verða varir við þennan vanda. Það er ekki algengt að þessi hegðun haldi áfram fram á fullorðinsár sem sýnir okkur hvað þessar óstöðugu tilfinningar, sem við þekkjum öll frá unglingsárunum, hafa stór áhrif,“ segir hún.

„Fyrir foreldra er gott að vera vakandi fyrir breytingum á hegðun, andlegri vanlíðan eða hvort barnið er farið að ganga meira í langerma bolum.“
Kristín Inga Grímsdóttir
sérfræðingur í geðhjúkrun barna og unglinga

Og sjálfsskaðinn getur verið vel falinn. „Þau fela þetta fyrir foreldrum eins og þau geta. Fyrir foreldra er gott að vera vakandi fyrir breytingum á hegðun, andlegri vanlíðan eða hvort barnið er farið að ganga meira í langerma bolum.“ Þá segir Kristín mikilvægt að spyrja barnið hreint út ef grunur leikur á sjálfsskaða.

Kristín vekur athygli á því að sjálfsskaði er flokkað sem hegðun en ekki sem geðsjúkdómur. „Þetta er hegðun sem er afleiðing af einhverju öðru og það þarf ekki að vera geðrænn vandi. Þarna er um að ræða unglinga sem eiga erfitt með að takast á við erfiðar tilfinningar sem valda því að þeir fara að skaða sig.“

Smitáhrif þekkt

Þekkt eru ákveðin smitáhrif þegar kemur að sjálfsskaða. „Það var eftir því tekið þegar netnotkun var orðin almennari og sömuleiðis notkun samfélagsmiðla að tíðni sjálfsskaða jókst gríðarlega. Ungmennin eru að segja hvert öðru á netinu hvaða aðferðir þau nota. Í unglingahópnum er líka oft hjarðhegðun. Unglingur sem skaðar sig segir kannski vini sínum frá því að honum finnist það hjálpa sér að veita sér skaða og þau styðja hvert annað í þessari hegðun.“

Kristín leggur hins vegar áherslu á að unglingur sem líður vel grípur ekki til þess allt í einu að skaða sig vegna smitáhrifa. „Unglingurinn þarf að upplifa óstöðugar tilfinningar eða vera með undirliggjandi geðræn einkenni sem hafa áhrif á einhvern af þeim áhættuþáttum sem þarf að horfa til varðandi sjálfsskaða og þá eru alltaf líkur á smitáhrifum, en alls ekki þegar kemur að ungmennum sem eru á góðum stað.“

Góð tengls foreldra og barna lykilatriði

Hún segir forvarnir skipta miklu þegar kemur að því að vinna gegn sjálfsskaðahegðun. „Þegar við skoðum forvarnarleiðir er mikilvægt að þekkja bæði áhættuþætti og verndandi þætti. Félagslegar aðstæður hafa mikil áhrif, bæði á heimilinu og vinahópurinn. Ef unglingur á erfitt í félagahópnum er það áhættuþáttur en ef hann á gott bakland heima er það verndandi þáttur sem vegur þar upp á móti. Þroskafrávik, fötlun, lágt sjálfsmat og áföll eru meðal áhættuþátta. Stærsta forvörnin er að foreldrar séu í góðum tengslum við börnin og að þau upplifi að þau geti leitað til foreldra sinna. Það er svo mikilvægur verndandi þáttur. Ef barn upplifir vanlíðan í skóla þarf það að geta leitað til foreldra sem geta hjálpað því í gegn um tilfinningar sínar frekar en að það fari að skaða sig.“

Kristín segir mikilvægt að kenna börnum að þola erfiðar tilfinningar og efla seiglu þeirra. „Við mætum öll mótlæti á einhverjum tímapunkti í lífinu og ýmsir verða fyrir áföllum. Við getum ekki stýrt því en ef börn hafa ákveðna seiglu og mótlætaþol, og hafa frá unga aldri lært að takast á við erfiðar tilfinningar eru minni líkur á því að óstöðugar tilfinningar á unglingsárum leiði til sjálfsskaða.“

Eðlilegt að upplifa alls konar tilfinningar

Þá bendir hún á að foreldar þurfi að tryggja að börnin þeirra viti að þau geti alltaf leitað til þeirra. „Stundum þarf hreinlega að setjast niður og segja þetta upphátt. Börnin þurfa líka að vita að það er eðlilegt að upplifa alls konar tilfinningar, bæði gleði og sorg, og að allir eiga eftir að upplifa mótlæti.“

„25% hættu að skaða sig því þau upplifðu að einhverjum þætti vænt um þau“
Kristín Inga Grímsdóttir
sérfræðingur í geðhjúkrun barna og unglinga

Krístín vísar til rannsóknar þar sem ungt fólk sem hafði skaðað sig á unglingsárum var spurt af hverju það hefði hætt því. Hún segir að 40% hafi hætt að skaða sig því þeir hafi áttað sig á því að þau gætu tekist á við erfiðar tilfinningar og þær  myndu líða hjá, 27% þroskuðust upp úr þessari hegðun og 25% hættu að skaða sig því þau upplifðu að einhverjum þætti vænt um þau. „Þetta voru stærstu breyturnar,“ segir Kristín.


Stundar þú sjálfsskaða eða ert aðstandandi einstaklings sem stundar sjálfsskaða? Hjálparsími Rauða krossins er 1717. Hann er alltaf opinn, trúnaði og nafnleynd er heitið og hann er ókeypis. Einnig er hægt að tala við ráðgjafa í netspjalli á vefnum.

Peta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Píetasíminn 552 2218 er opinn allan sólarhringinn. 

Í neyðartilvikum skal ávallt hringja í 112.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár