Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

256 tonn af gömlu kjöti í frystinum

Starfs­fólk danska mat­væla­eft­ir­lits­ins rak í rogastans þeg­ar það opn­aði frystigeymslu fyr­ir­tæk­is á Suð­ur-Jótlandi, skömmu fyr­ir síð­ustu jól og skoð­aði kjöt­fjall sem þar var að finna. Stimpl­arn­ir sýndu að kjöt­ið var 10 ára gam­alt eða eldra.

256 tonn af gömlu kjöti í frystinum
Frosið kjöt Skare í Danmörku hefur margsinnis orðið uppvíst af vafasömum vinnubrögðum. Mynd: AFP

Danska matvælaeftirlitið (Fødevarestyrelsen) hefur, í stuttu máli sagt, eftirlit með framleiðslu og geymslu matvæla. Þar er í mörg horn að líta en starfsmenn eru rúmlega 1.500. Stofnunin skiptist í fimm deildir, ein þeirra nefnist Kødkontrol og hefur, eins og nafnið gefur til kynna, eftirlit með sláturdýrum og slátrun ásamt hollustuháttum í sláturhúsum og kjötvinnslum. 

Starfsfólk matvælaeftirlitsins heimsækir reglulega fyrirtæki um allt land og heimsóknirnar eru yfirleitt ekki tilkynntar fyrir fram.

Meðal þeirra fyrirtækja sem starfsfólk kjöteftirlitsins hefur heimsótt á mörgum undanförnum árum er kjötvinnslufyrirtækið Skare í bænum Vejen á Suður-Jótlandi. 

Skare Meat Packers, eins og fyrirtækið heitir fullu nafni, var stofnað árið 1972. Stofnandinn var Kurt Skare og hann var jafnframt framkvæmdastjóri fyrirtækisins í 50 ár. Dóttir hans, Gitte, tók þá við sem framkvæmdastjóri en Kurt er enn þá stjórnarformaður, „á gólfinu“ eins og hann komst að orði í viðtali fyrir skömmu.  

SkareSkare Group …
Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefán Hallur Ellertsson skrifaði
    SKARE fékkst í NETTO fyrir nokkrum árum.Viðbjóður !
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu