Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Kannski er löggan að fara að mæta á skrifstofur Eflingar“

Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar ber ekki traust til Að­al­steins Leifs­son­ar rík­is­sátta­semj­ara seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur. Hún fagn­ar nið­ur­stöðu Fé­lags­dóms en seg­ir úr­skurð Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur rang­an og ósann­gjarn­an.

„Kannski er löggan að fara að mæta á skrifstofur Eflingar“
Fagnar niðurstöðu Félagsdóms Sólveig Anna fagnar niðurstöðunni í máli SA á hendur Eflingu en telur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í aðfararbeiðni ríkissaksóknara rangan og ósanngjarnan. Mynd: Bára Huld Beck

Efling hefur sett fram kröfu um að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari víki sæti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Segir hún Aðalstein ekki njóta trausts samninganefndar stéttarfélagsins.

Fyrr í dag kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð í aðfararbeiðni ríkissáttasemjara á hendur Eflingu, þar sem stéttarfélagið var krafið um að afhenda kjörskrá sína í þeim tilgangi að ríkissáttasemjari geti látið fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um miðlunartillögu sína. Þeim úrskurði hefur Efling áfrýjað til Landsréttar.

„Um leið og dómsorð var upp kveðið gekk lögmaður Eflingar eftir því að fá staðfest hvort réttaráhrifum úrskurðarins væri frestað eða ekki. Þeim er ekki frestað og þá samstundis sagði hann að dómnum yrði áfrýjað til Landsrétt. Við munum krefjast flýtimeðferðar þar og teljum að meðan að málið er fyrir æðra dómstigi eigum við ekki að afhenda kjörskránna. Það er okkar afstaða,“ segir Sólveig Anna.

Í dómsorði segir að hafna beri þeim rökum Eflingar að með því að afhenda kjörskrá sé verið að vega að rétti einstakra félagsmanna til friðhelgi einkalífs. Þvert á móti sé allsherjar atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu í samræmi við lýðræðishefðir og eðlilegt að leggja slíka tillögu undir sem flesta.

„Kannski er löggan bara að fara að mæta hérna á skrifstofur Eflingar“
Sólveig Anna Jónsdóttir
um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur

Sólveig Anna segir að niðurstaðan í héraðsdómi hafi ekki komið henni á óvart. „Mér fannst þau rök sem lögmaður Eflingar setti fram mjög afdráttarlaust góð og skýr. Ég er mjög ósátt við þessa niðurstöðu, ég tel hana ranga og ósanngjarna, en ég ætla ekki að segja að hún komi mér á óvart. Nú veit ég hins vegar ekkert hvað mun gerast, kannski er löggan bara að fara að mæta hérna á skrifstofur Eflingar.“

Spurð hvað hún, eða Eflingarfólk, muni gera ef lögreglan mætir á skrifstofur Eflingar til að sækja kjörskrá félagsins vildi Sólveig Anna ekki tjá sig um það.

Var orðin svartsýn

En fleiri dómar voru uppkveðnir í dag. Þannig féll dómur í máli Samtaka atvinnulífsins á hendur Eflingu fyrir Félagsdómi í dag, þar sem verkföll Eflingar voru dæmd lögmæt. Sólveig Anna fagnar niðurstöðunni mjög. „Ég var alveg farin að búa mig undir að við myndum tapa í Félagsdómi líka, ég var orðin nokkuð svartsýn. En það var þó, og er, mín afdráttarlausa afstaða að málatilbúnaður Samtaka atvinnulífsins í málinu hafi verið, og sé, svo fjarstæðukenndur, svo fráleitur og ósvífinn, að hefði Félagsdómur dæmt þeim í vil þá hefði það fært alla verkalýðshreyfinguna, öll samskipti aðila á vinnumarkaði og allt umhverfið sem við störfum innan á einhvern nýjan og hræðilegan stað. Og ég fagna því af öllu hjarta að við höfum ekki verið færð á þann skelfilega stað.“

„Ég fagna því af öllu hjarta að við höfum ekki verið færð á þann skelfilega stað“
Sólveig Anna Jónsdóttir
um niðurstöðu Félagsdóms

Verkföll Eflingarfólks á Íslandshótelum hefjast á hádegi á morgun. Sólveig Anna segir að fólk sé í baráttuhug. Samninganefnd muni hitta Eflingarfólk sem er í vinnustöðvun í Iðnó á hádegi til að fara yfir stöðu mála.

Þá lýkur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðanir Eflingarstarfsmanna á Berjaya hótelkeðjunni, á Reykjavík Edition hótelinu, hjá Skeljungi og Olíudreifingu og bílstjóra hjá Samskipum, annað kvöld klukkan sex. Búast má við að niðurstöður atkvæðagreiðslnanna liggi fyrir þegar líður á kvöldið. Verði verkfallsboðanirnar samþykktar hefjast verkföll á þessum vinnustöðum 15. febrúar næstkomandi, hafi miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki verið samþykkt í millitíðinni.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár