Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Kannski er löggan að fara að mæta á skrifstofur Eflingar“

Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar ber ekki traust til Að­al­steins Leifs­son­ar rík­is­sátta­semj­ara seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur. Hún fagn­ar nið­ur­stöðu Fé­lags­dóms en seg­ir úr­skurð Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur rang­an og ósann­gjarn­an.

„Kannski er löggan að fara að mæta á skrifstofur Eflingar“
Fagnar niðurstöðu Félagsdóms Sólveig Anna fagnar niðurstöðunni í máli SA á hendur Eflingu en telur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í aðfararbeiðni ríkissaksóknara rangan og ósanngjarnan. Mynd: Bára Huld Beck

Efling hefur sett fram kröfu um að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari víki sæti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Segir hún Aðalstein ekki njóta trausts samninganefndar stéttarfélagsins.

Fyrr í dag kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð í aðfararbeiðni ríkissáttasemjara á hendur Eflingu, þar sem stéttarfélagið var krafið um að afhenda kjörskrá sína í þeim tilgangi að ríkissáttasemjari geti látið fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um miðlunartillögu sína. Þeim úrskurði hefur Efling áfrýjað til Landsréttar.

„Um leið og dómsorð var upp kveðið gekk lögmaður Eflingar eftir því að fá staðfest hvort réttaráhrifum úrskurðarins væri frestað eða ekki. Þeim er ekki frestað og þá samstundis sagði hann að dómnum yrði áfrýjað til Landsrétt. Við munum krefjast flýtimeðferðar þar og teljum að meðan að málið er fyrir æðra dómstigi eigum við ekki að afhenda kjörskránna. Það er okkar afstaða,“ segir Sólveig Anna.

Í dómsorði segir að hafna beri þeim rökum Eflingar að með því að afhenda kjörskrá sé verið að vega að rétti einstakra félagsmanna til friðhelgi einkalífs. Þvert á móti sé allsherjar atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu í samræmi við lýðræðishefðir og eðlilegt að leggja slíka tillögu undir sem flesta.

„Kannski er löggan bara að fara að mæta hérna á skrifstofur Eflingar“
Sólveig Anna Jónsdóttir
um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur

Sólveig Anna segir að niðurstaðan í héraðsdómi hafi ekki komið henni á óvart. „Mér fannst þau rök sem lögmaður Eflingar setti fram mjög afdráttarlaust góð og skýr. Ég er mjög ósátt við þessa niðurstöðu, ég tel hana ranga og ósanngjarna, en ég ætla ekki að segja að hún komi mér á óvart. Nú veit ég hins vegar ekkert hvað mun gerast, kannski er löggan bara að fara að mæta hérna á skrifstofur Eflingar.“

Spurð hvað hún, eða Eflingarfólk, muni gera ef lögreglan mætir á skrifstofur Eflingar til að sækja kjörskrá félagsins vildi Sólveig Anna ekki tjá sig um það.

Var orðin svartsýn

En fleiri dómar voru uppkveðnir í dag. Þannig féll dómur í máli Samtaka atvinnulífsins á hendur Eflingu fyrir Félagsdómi í dag, þar sem verkföll Eflingar voru dæmd lögmæt. Sólveig Anna fagnar niðurstöðunni mjög. „Ég var alveg farin að búa mig undir að við myndum tapa í Félagsdómi líka, ég var orðin nokkuð svartsýn. En það var þó, og er, mín afdráttarlausa afstaða að málatilbúnaður Samtaka atvinnulífsins í málinu hafi verið, og sé, svo fjarstæðukenndur, svo fráleitur og ósvífinn, að hefði Félagsdómur dæmt þeim í vil þá hefði það fært alla verkalýðshreyfinguna, öll samskipti aðila á vinnumarkaði og allt umhverfið sem við störfum innan á einhvern nýjan og hræðilegan stað. Og ég fagna því af öllu hjarta að við höfum ekki verið færð á þann skelfilega stað.“

„Ég fagna því af öllu hjarta að við höfum ekki verið færð á þann skelfilega stað“
Sólveig Anna Jónsdóttir
um niðurstöðu Félagsdóms

Verkföll Eflingarfólks á Íslandshótelum hefjast á hádegi á morgun. Sólveig Anna segir að fólk sé í baráttuhug. Samninganefnd muni hitta Eflingarfólk sem er í vinnustöðvun í Iðnó á hádegi til að fara yfir stöðu mála.

Þá lýkur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðanir Eflingarstarfsmanna á Berjaya hótelkeðjunni, á Reykjavík Edition hótelinu, hjá Skeljungi og Olíudreifingu og bílstjóra hjá Samskipum, annað kvöld klukkan sex. Búast má við að niðurstöður atkvæðagreiðslnanna liggi fyrir þegar líður á kvöldið. Verði verkfallsboðanirnar samþykktar hefjast verkföll á þessum vinnustöðum 15. febrúar næstkomandi, hafi miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki verið samþykkt í millitíðinni.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
5
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár