Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verkföll Eflingar lögleg

Fé­lags­dóm­ur féllst ekki á mála­til­bún­að Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Að óbreyttu munu verk­föll um 300 Efl­ing­ar­fé­laga sem starfa á sjö hót­el­um Ís­lands­hót­ela því hefjast á há­degi á morg­un.

Verkföll Eflingar lögleg
Ekki fallist á rök SA Félagsdómur féllst ekki á röksemdir Samtaka atvinnulífsins og dæmdi verkföll Eflingar lögmæt. Ekki náðist í Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA til að fá hans viðbrögð. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Félagsdómur kvað upp dóm sinn í máli Samtaka atvinnulífsins fyrir skemmstu. Samkvæmt dómnum eru verkföll félagsfólks Eflingar á Íslandshótelum lögleg. Verkföllin munu því hefjast á hádegi á morgun. Um þrjú hundruð félagsmenn Eflingar leggja þá niður störf. Efling hefur þegar hafið atkvæðagreiðslur um verkfallsboðanir fleiri félagsmanna sinna.

Samtök atvinnulífsins stefndu Eflingu fyrir félagsdóm með þeim rökum að vinnustöððvanir á sjö hótelum Íslandshótela væru ólögmætar, enda hefði miðlunartillaga verið lögð fram af ríkissáttasemjar í kjaradeildu samtakanna og Eflingar. Óheimilt væri að boða og hefja vinnustöðvun eftir Efling hefði með ólögmætum hætti hindrað að atkvæðagreiðsla færi fram um miðlunartillöguna, með því að neita að afhenda félagatal sitt. að miðlunartillaga hafi verið lögð fram, hún væri í kynningu og síðann í atkvæðagreiðslu.

Þessu hafnaði Efling með öllu í greinargerð sinni fyrir Félgasdómi sem lögð var fram síðasta föstudag. Þá hélt Efling því á lofti að ríkissáttasemjari hefði brotið lög með framlagningu miðluartillögunnar, því það hefði hann gert án þess að bera hana undir samninganefnd Eflingar.

Fyrr í dag kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð sinn í aðfararbeiðni ríkissáttasemjara. Niðurstaðan var sú að Eflingu bæri að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína, í því skyni að hægt yrði að greiða atkvæði um miðlunartillögu í kjaradeilunni. Þá niðurstöðu mun Efling kæra til Landsréttar.

Ekki náðist í Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, til að fá hans viðbrögð við niðurstöðunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafði þá ekki tök á að veita viðtal að sinni.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • S
    skalp skrifaði
    Þa sem þessi pistill er flokkaður sem FRÉTT, hefði farið betur á því að láta þess getið að Félagsdómur skiptist í þessu máli 3/2.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár