Félagsdómur kvað upp dóm sinn í máli Samtaka atvinnulífsins fyrir skemmstu. Samkvæmt dómnum eru verkföll félagsfólks Eflingar á Íslandshótelum lögleg. Verkföllin munu því hefjast á hádegi á morgun. Um þrjú hundruð félagsmenn Eflingar leggja þá niður störf. Efling hefur þegar hafið atkvæðagreiðslur um verkfallsboðanir fleiri félagsmanna sinna.
Samtök atvinnulífsins stefndu Eflingu fyrir félagsdóm með þeim rökum að vinnustöððvanir á sjö hótelum Íslandshótela væru ólögmætar, enda hefði miðlunartillaga verið lögð fram af ríkissáttasemjar í kjaradeildu samtakanna og Eflingar. Óheimilt væri að boða og hefja vinnustöðvun eftir Efling hefði með ólögmætum hætti hindrað að atkvæðagreiðsla færi fram um miðlunartillöguna, með því að neita að afhenda félagatal sitt. að miðlunartillaga hafi verið lögð fram, hún væri í kynningu og síðann í atkvæðagreiðslu.
Þessu hafnaði Efling með öllu í greinargerð sinni fyrir Félgasdómi sem lögð var fram síðasta föstudag. Þá hélt Efling því á lofti að ríkissáttasemjari hefði brotið lög með framlagningu miðluartillögunnar, því það hefði hann gert án þess að bera hana undir samninganefnd Eflingar.
Fyrr í dag kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð sinn í aðfararbeiðni ríkissáttasemjara. Niðurstaðan var sú að Eflingu bæri að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína, í því skyni að hægt yrði að greiða atkvæði um miðlunartillögu í kjaradeilunni. Þá niðurstöðu mun Efling kæra til Landsréttar.
Ekki náðist í Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, til að fá hans viðbrögð við niðurstöðunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafði þá ekki tök á að veita viðtal að sinni.
Athugasemdir (1)