Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkissáttasemjari: Lagði tillöguna fram og kynnti hana sem ákvörðun án kosts á samráði

Í grein­ar­gerð Efl­ing­ar fyr­ir Fé­lags­dómi er því hald­ið fram að Efl­ingu hafi aldrei gef­ist tæki­færi á að ræða miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara held­ur hafi hún ver­ið kynnt sem ákvörð­un sem bú­ið væri að taka. Efl­ing tel­ur það í and­stöðu við lög um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur.

<span>Ríkissáttasemjari:</span> Lagði tillöguna fram og kynnti hana sem ákvörðun án kosts á samráði
Mótmælti harðlega Sólveig Anna mótmælti framgöngu Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara harðlega þegar á fundinum þar sem hann kynnti henni að hann myndi leggja fram miðlunartillögu. Mynd: Bára Huld Beck

Efling-stéttarfélag segir rangt að ríkissáttasemjari hafi kynnt áform um framlagningu miðlunartillögu á fundi með samninganefnd félagsins, og þá hafi enginn kostur á ábendingum eða athugasemdum verið gefinn. Ekkert slíkt samtal hafi átt sér stað heldur hafi ríkissáttasemjari lagt fram ákvörðun sína um framlagningu tillögunnar, strax í upphafi fundar að morgni 26. janúar.

Samkvæmt lýsingu í greinargerð Eflingar fyrir Félagsdómi, vegna stefnu Samtaka atvinnulífsins á hendur stéttarfélaginu, afhenti Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari tvö skrifleg og undirrituð skjöl, annars vegar skjal sem bar heitið Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar-stéttarfélag og Samtaka atvinnulífsins, og hins vegar skjal sem bar heitið Framkvæmd og fyrirkomulag atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjari. „Um leið upplýsti ríkissáttasemjari að í skjölunum fælust ákvarðanir sem hann hefði þegar tekið,“ segir í greinargerðinni.

Þetta, heldur Efling fram, er í andstöðu við lög. Samkvæmt lögum im stéttarfélög og vinnudeilur er sáttasemjara skyld að ráðgast við samninganefndir aðila áður en hann ber fram miðlunartillögu. Það hafi hann ekki gert, í það minnsta ekki gagnvart Eflingu.

„Um leið upplýsti ríkissáttasemjari að í skjölunum fælust ákvarðanir sem hann hefði þegar tekið“
úr greinargerð Eflingar fyrir Félagsdómi

Samkvæmt því sem rakið er í greinargerðinni mótmælti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og formaður samninganefndar stéttarfélagsins, ákvörðunum ríkissáttasemjara á fundinum. Taldi hún þær ólögmætar, ósanngjarnar og að þær myndu ekki skapa sátt. Þá mótmæli Sólveig Anna því sérstaklega að miðlunartillagan væri samhljóða þeim samningi sem Samtök atvinnulífsins vildu gera en ekkert tillit væri tekið til sjónarmiða Eflingar.

Boðaði til blaðamannafundar áður en fundað var með deiluaðilum

Þá er tilgreint að ríkissáttasemjari hafi boðað blaðamenn til fundar við sig klukkan 11:00 sama dag og það hafi hann gert áður en fundir hófust með Eflingu og Samtökum atvinnulífsins. „Þannig hafði ríkissáttasemjari tilkynnt blaðamönnum að tíðinda væri að vænta áður en stefnda [Eflingu] var tilkynnt um ákvörðun ríkissáttasemjara um miðlunartillögu.“

Efling mótmælti sem fyrr segir framlagningu miðlunartillögunnar á fundinum og einnig með tilkynningu að honum loknum. Í samskiptum sem síðar fóru fram milli aðila mótmælti Efling því að lagaákvæði stæðu til þess að ríkissáttasemjari annaðist framkvæmd kosninga um miðlunartillöguna, að ekki væru til staðar lög sem skylduðu stéttarfélög til að afhenda kjörskrá og að ekki væri sýnt fram á að til staðar væru lagaskilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga félagsmanna Eflingar.

Í bréfi ríkissáttasemjara 27. janúar kom fram, samkvæmt því sem segir í greinargerðinni, breytt afstaða hans. Þar mun hann hafa haldið því fram að embætti ríkissáttasemjara hafi aldrei ætlað sér að framkvæma kosningu um miðlunartillöguna heldur hafi hann gert ráð fyrir því að Efling gerði það. Efling hefði átt að vera ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga. Þá sagði í bréfi ríkissáttasemjara að hann hefði gert ráð fyrir að Advania yrði vinnsluaðili, fyrir hönd embættisins, og að lokum hafi ríkissáttasemjari gert ráð fyrir að Efling og Advania gerðu vinnslusamning sín á milli.

„Þrátt fyrir þessa lýsingu ríkissáttasemjara á því hvernig hann hefði ráðgert atkvæðagreiðsluna, barst stefnda nánast í beinu framhaldi fyrirkall frá Héraðsdómi Reykjavíkur vegna kröfu ríkissáttasemjara um að kjörskrá félagsins miðað við 26. janúar yrði afhent honum með beinni aðfararaðgerð,“ segir svo í greinargerð Eflingar.

Ræddi við aðra en ekki Eflingu

Í greinargerðinni er vísað til þess að í fjölmiðlum hafi komið fram að ríkissáttasemjari hafi rætt miðlunartillöguna við aðra en Eflingu áður en hún var kynnt stéttarfélaginu. Er væntanlega verið að vísa til fréttar Heimildarinnar frá 27. janúar þar sem greint var frá því að Sólveig Anna hefði fengið vitneskju 25. janúar um að ríkissáttasemjari hefði þá verið að ræða við aðila ótengda Eflingu um að hann væri að vinna að miðlunartillögu í kjaradeilunni. Í ofanálag, segir í greinargerðinni, hafi Efling haft af því spurnir að ríkissáttasemjari hafi rætt tillöguna við mun fleiri, meðal annar fulltrúa annarra aðila vinnumarkaðarins.

Efling krefst þess að kröfum Samtaka atvinnulífsins verði vísað frá dómi sökum þess að hún sé ótæk. Næði hún fram að ganga myndi krafan koma í veg fyrir að Eflingarfélagar gætu nýtt sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn, að grípa til verkfalla í kjaradeilu, þar til niðurstaða læti fyrir í atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. Grundvöllur málatilbúnaðar Samtakanna sé að með því að miðlunartillaga hafi verið lögð fram sé ólögmætt að boða vinnustöðvun. Á það fellst Efling ekki og segir slíka reglu hvergi koma fram í lögum eða lögskýringargögnum.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • ÁH
  Ásmundur Harðarson skrifaði
  Það er augljóst að miðlunartillagan er lögbrot enda var ekkert samráð haft eins og tilskilið er í lögum.
  Auk þess er með tillögunni verið að taka af Eflingu réttinn til að semja og til að fara í verkfall. Einnig er ljóst að tillagan er ekki miðlunartillaga þar sem hún fer eingöngu eftir vilja SA en vilji Eflingar er algjörlega hunsaður.
  Nú er spurning hvort dómarar láti réttlætið eða flokksskírteinið ráða dómsniðurstöðunni.
  1
 • Ingibjörg Ottesen skrifaði
  Ríkissáttasemjari hefur auglýst sinn innri mann, Hann er í liði með elítunni sem stjórnar hér.

  Er það þjóðhagslega hagkvæmt að viðhalda fátækt. Þeir félagar AL og HBÞ vinna alla vega skv. því.
  3
 • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
  Ríkinu er stjórnað af Sjálfstæðismönnum. Sjálfstæðismenn eru glæpalýður.
  4
 • Sigurður Sigurðsson skrifaði
  Óbreytt en kallar það miðlunartillögu?
  6
 • Guðjón Halldórsson skrifaði
  Kannski ruglaðist bara Aðalsteinn á orðum;
  Varast skyldi að rugla saman sögnunum ráðgast og ráðskast.
  1) Sögnin ráðgast merkir: leita ráða. Ráðgast við einhvern, þ.e. leita ráða hjá einhverjum.
  2) Sögnin ráðskast merkir: stjórna, ráða. Ráðskast með einhvern, þ.e. stjórna einhverjum.
  6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Illugi Jökulsson
5
Pistill

Illugi Jökulsson

Sagði Kissin­ger að ban­vænt væri að vera vin­ur Banda­ríkj­anna?

Gam­all prest­ur (sem kall­ar sig reynd­ar „pastor emer­it­us“) skrif­ar grein í Morg­un­blað­ið til stuðn­ings stríði Pút­ins Rúss­lands­for­seta í Úkraínu. Hann kenn­ir Banda­ríkja­mönnum­um um það stríð eins og fleira í heimi hér; þeir hafi att Úkraínu­mönn­um út í stríð­ið og vitn­ar í því sam­bandi við orða Henry Kissin­gers:„Það má vera hættu­legt að eiga Banda­rík­in að óvini en að eiga þau að...
„Áhyggjuefni hvað langtímaveikindi innan blaðamannastéttarinnar hafa aukist mikið“
8
Fréttir

„Áhyggju­efni hvað lang­tíma­veik­indi inn­an blaða­manna­stétt­ar­inn­ar hafa auk­ist mik­ið“

Til þess að rétta af bága fjár­hags­stöðu Styrkt­ar­sjóðs blaða­manna hef­ur Blaða­manna­fé­lag­ið ákveð­ið að breyta út­hlut­un­ar­regl­um sjóðs­ins. Halla­rekst­ur­inn er rak­inn til fjölg­un­ar um­sókna um sjúkra­daga­pen­inga. Í til­kynn­ingu seg­ir að fé­lag­ið hafi mikl­ar áhyggj­ur af aukn­um lang­tíma­veik­ind­um með­al blaða­manna sem rekja megi til óvið­un­andi starfs­að­stæðna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jesús Kristur breytti lífinu
2
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
4
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
7
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
10
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu