Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þóra Arnórsdóttir hætt í Kveik

Þóra hætt­ir í frétta­skýr­inga­þætt­in­um til að taka við öðru starfi ut­an RÚV. Ingólf­ur Bjarni Sig­fús­son tek­ur við sem rit­stjóri fram á vor­ið.

Þóra Arnórsdóttir hætt í Kveik
Hverfur til annarra starfa Þóra Arnórsdóttir er hætt sem ritstjóri Kveiks. Mynd: Pressphotos

Þóra Arnórsdóttir er hætt sem ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks og mun Ingólfur Bjarni Sigfússon taka við starfi ritstjóra þáttarins. Þóra sagði upp störfum fyrir síðustu mánaðamót en það var fyrst í morgun sem ákvörðunin var tilkynnt. Ástæða uppsagnarinnar er að Þóra er að taka við öðru starfi, utan RÚV.

Ekki náðist í Þóru en Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV staðfestir þetta. „Þetta er að hennar frumkvæði og það er engin dramatík þarna, hún er bara að fara að skipta um starf.“

Heiðar segir að styrkja eigi Kveik eftir brotthvarf Þóru. „María Sigrún Hilmarsdóttir kemur inn í Kveiks-teymið, alla vega til að byrja með.“

Þóra hefur verið ritstjóri Kveiks frá upphafi, frá haustinu 2017, en tók þó eitt ár í frí. Heiðar segir hana hafa unnið gríðarlega mikið og gott verk á þeim tíma. 

„Við þökkum henni gríðarlega gott og mikið og fórnfúst starf. Hún hefur unnið mjög gott verk í þættinum og við munum að sjálfsögðu sakna hennar úr ritstjórninni en við skiljum þá ákvörðun hennar að prófa eitthvað annað, eftir allan þennan tíma í fjölmiðlum, hún er búin að vera í þeim í 25 ár,“ segir Heiðar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
5
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár