Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þóra Arnórsdóttir hætt í Kveik

Þóra hætt­ir í frétta­skýr­inga­þætt­in­um til að taka við öðru starfi ut­an RÚV. Ingólf­ur Bjarni Sig­fús­son tek­ur við sem rit­stjóri fram á vor­ið.

Þóra Arnórsdóttir hætt í Kveik
Hverfur til annarra starfa Þóra Arnórsdóttir er hætt sem ritstjóri Kveiks. Mynd: Pressphotos

Þóra Arnórsdóttir er hætt sem ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks og mun Ingólfur Bjarni Sigfússon taka við starfi ritstjóra þáttarins. Þóra sagði upp störfum fyrir síðustu mánaðamót en það var fyrst í morgun sem ákvörðunin var tilkynnt. Ástæða uppsagnarinnar er að Þóra er að taka við öðru starfi, utan RÚV.

Ekki náðist í Þóru en Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV staðfestir þetta. „Þetta er að hennar frumkvæði og það er engin dramatík þarna, hún er bara að fara að skipta um starf.“

Heiðar segir að styrkja eigi Kveik eftir brotthvarf Þóru. „María Sigrún Hilmarsdóttir kemur inn í Kveiks-teymið, alla vega til að byrja með.“

Þóra hefur verið ritstjóri Kveiks frá upphafi, frá haustinu 2017, en tók þó eitt ár í frí. Heiðar segir hana hafa unnið gríðarlega mikið og gott verk á þeim tíma. 

„Við þökkum henni gríðarlega gott og mikið og fórnfúst starf. Hún hefur unnið mjög gott verk í þættinum og við munum að sjálfsögðu sakna hennar úr ritstjórninni en við skiljum þá ákvörðun hennar að prófa eitthvað annað, eftir allan þennan tíma í fjölmiðlum, hún er búin að vera í þeim í 25 ár,“ segir Heiðar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár