Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi – Tala látinna hækkar

Jarð­skjálfti 7,8 að stærð sem átti upp­tök sín í suð­ur­hluta Tyrk­lands reið yf­ir í nótt með af­drifa­rík­um af­leið­ing­um. Yf­ir 1.700 eru lát­in – bæði í Tyrklandi og ná­granna­rík­inu Sýr­landi.

Hamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi – Tala látinna hækkar
Jarðskjálftinn í Tyrklandi Ungt barn var meðal þeirra sem bjargað var í dag í bænum Jandaris í Sýrlandi. Mynd: AFP/Rami al

Að minnsta kosti 1.700 manns létu lífið í jarðskjálfta sem reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Upptökin voru nálægt borginni Gaziantep í Tyrklandi, 97 kílómetra norðan við Aleppo í Sýrlandi. 

Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands sagði í morgun að yfir 900 væru látnir og 5.000 slasaðir þar í landi og erfitt væri að áætla hversu margir hefðu látið lífið, samkvæmt fréttaveitunni Reuters. Hann sagði jafnframt að 45 lönd hefðu hingað til boðið fram aðstoð en talið er að mörg hundruð manns séu enn föst í rústum og grjótmulningi eftir jarðskjálftann. 

Í Sýrlandi var tala látinna klukkan 11 í morgun komin yfir 320 og 1.000 voru slasaðir. Talið er að sú tala muni hækka til muna á næsta klukkutímum. 

Fólk hjálpast aðBjörgunarfólk leitar í rústum að eftirlifendum.
Jarðskjálfti 7,8 að stærðMikil eyðilegging er á Hatay-svæðinu í Tyrklandi.
GrunnskóliLjóst er að afleiðingarnar eru miklar víða í suðurhluta Tyrklands.

Forsætisráðherra sendir samúðarkveðjur

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands hefur tjáð sig um hamfarirnar en á Twitter sendir hún fyrir hönd Íslendinga samúðarkveðjur til allra sem hafa orðið fyrir áhrifum af þessum „skelfilega harmleik“. 

Forsætisráðherra tjáir sig

Yfir 17.000 létust árið 1999

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tyrknesta þjóðin verður fyrir áfalli sem þessu en árið 1999 reið yfir landið stór jarðskjálfti þar sem yfir 17.000 létust og meira en 250.000 manns urðu heimilislaus.

Margra er enn saknaðÁ Hatay-svæðinu í Tyrklandi er enn leitað að fólki í rústum.
Mikil eyðileggingBorgin Osmaniye í suðurhluta Tyrklands fór illa út úr hamförunum í nótt.

Fréttin var uppfærð klukkan 14:00. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár