Hamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi – Tala látinna hækkar

Jarð­skjálfti 7,8 að stærð sem átti upp­tök sín í suð­ur­hluta Tyrk­lands reið yf­ir í nótt með af­drifa­rík­um af­leið­ing­um. Yf­ir 1.700 eru lát­in – bæði í Tyrklandi og ná­granna­rík­inu Sýr­landi.

Hamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi – Tala látinna hækkar
Jarðskjálftinn í Tyrklandi Ungt barn var meðal þeirra sem bjargað var í dag í bænum Jandaris í Sýrlandi. Mynd: AFP/Rami al

Að minnsta kosti 1.700 manns létu lífið í jarðskjálfta sem reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Upptökin voru nálægt borginni Gaziantep í Tyrklandi, 97 kílómetra norðan við Aleppo í Sýrlandi. 

Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands sagði í morgun að yfir 900 væru látnir og 5.000 slasaðir þar í landi og erfitt væri að áætla hversu margir hefðu látið lífið, samkvæmt fréttaveitunni Reuters. Hann sagði jafnframt að 45 lönd hefðu hingað til boðið fram aðstoð en talið er að mörg hundruð manns séu enn föst í rústum og grjótmulningi eftir jarðskjálftann. 

Í Sýrlandi var tala látinna klukkan 11 í morgun komin yfir 320 og 1.000 voru slasaðir. Talið er að sú tala muni hækka til muna á næsta klukkutímum. 

Fólk hjálpast aðBjörgunarfólk leitar í rústum að eftirlifendum.
Jarðskjálfti 7,8 að stærðMikil eyðilegging er á Hatay-svæðinu í Tyrklandi.
GrunnskóliLjóst er að afleiðingarnar eru miklar víða í suðurhluta Tyrklands.

Forsætisráðherra sendir samúðarkveðjur

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands hefur tjáð sig um hamfarirnar en á Twitter sendir hún fyrir hönd Íslendinga samúðarkveðjur til allra sem hafa orðið fyrir áhrifum af þessum „skelfilega harmleik“. 

Forsætisráðherra tjáir sig

Yfir 17.000 létust árið 1999

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tyrknesta þjóðin verður fyrir áfalli sem þessu en árið 1999 reið yfir landið stór jarðskjálfti þar sem yfir 17.000 létust og meira en 250.000 manns urðu heimilislaus.

Margra er enn saknaðÁ Hatay-svæðinu í Tyrklandi er enn leitað að fólki í rústum.
Mikil eyðileggingBorgin Osmaniye í suðurhluta Tyrklands fór illa út úr hamförunum í nótt.

Fréttin var uppfærð klukkan 14:00. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár