Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi – Tala látinna hækkar

Jarð­skjálfti 7,8 að stærð sem átti upp­tök sín í suð­ur­hluta Tyrk­lands reið yf­ir í nótt með af­drifa­rík­um af­leið­ing­um. Yf­ir 1.700 eru lát­in – bæði í Tyrklandi og ná­granna­rík­inu Sýr­landi.

Hamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi – Tala látinna hækkar
Jarðskjálftinn í Tyrklandi Ungt barn var meðal þeirra sem bjargað var í dag í bænum Jandaris í Sýrlandi. Mynd: AFP/Rami al

Að minnsta kosti 1.700 manns létu lífið í jarðskjálfta sem reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Upptökin voru nálægt borginni Gaziantep í Tyrklandi, 97 kílómetra norðan við Aleppo í Sýrlandi. 

Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands sagði í morgun að yfir 900 væru látnir og 5.000 slasaðir þar í landi og erfitt væri að áætla hversu margir hefðu látið lífið, samkvæmt fréttaveitunni Reuters. Hann sagði jafnframt að 45 lönd hefðu hingað til boðið fram aðstoð en talið er að mörg hundruð manns séu enn föst í rústum og grjótmulningi eftir jarðskjálftann. 

Í Sýrlandi var tala látinna klukkan 11 í morgun komin yfir 320 og 1.000 voru slasaðir. Talið er að sú tala muni hækka til muna á næsta klukkutímum. 

Fólk hjálpast aðBjörgunarfólk leitar í rústum að eftirlifendum.
Jarðskjálfti 7,8 að stærðMikil eyðilegging er á Hatay-svæðinu í Tyrklandi.
GrunnskóliLjóst er að afleiðingarnar eru miklar víða í suðurhluta Tyrklands.

Forsætisráðherra sendir samúðarkveðjur

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands hefur tjáð sig um hamfarirnar en á Twitter sendir hún fyrir hönd Íslendinga samúðarkveðjur til allra sem hafa orðið fyrir áhrifum af þessum „skelfilega harmleik“. 

Forsætisráðherra tjáir sig

Yfir 17.000 létust árið 1999

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tyrknesta þjóðin verður fyrir áfalli sem þessu en árið 1999 reið yfir landið stór jarðskjálfti þar sem yfir 17.000 létust og meira en 250.000 manns urðu heimilislaus.

Margra er enn saknaðÁ Hatay-svæðinu í Tyrklandi er enn leitað að fólki í rústum.
Mikil eyðileggingBorgin Osmaniye í suðurhluta Tyrklands fór illa út úr hamförunum í nótt.

Fréttin var uppfærð klukkan 14:00. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár