Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Formaður fjárlaganefndar kannast ekki við söluheimild á TF-SIF í fjárlögum

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur fjár­laga­nefnd­ar, hef­ur boð­að dóms­mála­ráð­herra og full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar á fund fjár­laga­nefnd­ar á morg­un, föstu­dag til að ræða ákvörð­un dóms­mála­ráð­herra að selja TF-SIF, einu eft­ir­lits- og björg­un­ar­flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Formaður fjárlaganefndar kannast ekki við söluheimild á TF-SIF í fjárlögum
Formaður fjárlaganefndar „Ég man svo sem ekki eftir söluheimild á þessari flugvél í fjárlögunum,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að láta selja TF-SIF, einu eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar. Mynd: Bára Huld Beck

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, kannast ekki við að söluheimild á eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sé að finna í fjárlögum. Hún hefur boðað til fundar í fjárlaganefnd á morgun til að ræða ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að láta selja vélina. 

Dómsmálaráðuneytið greindi frá því í gær að selja eigi TF-SIF í hagræðingarskyni. Ákvörðun var kynnt Landhelgisgæslunni með bréfi sem barst fyrr í vikunni, samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni.  Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að í ákvörðuninni felist mikil afturför í viðbragðs- og eftirlitsgetu þjóðarinnar, en TF-SIF er eina flugvélin sem Gæslan hefur til umráða.

Bjarkey sagði áform dómsmálaráðherra hafa komið á óvart, ekki síst í ljósi þess að aðeins eru sex vikur síðan fjárlög voru samþykkt. „Ég hefði nú gjarnan, eins og svo margir aðrir hér, viljað vita af þessari stöðu, að þetta væri eitthvað sem væri á döfinni og hvort að við hefðum þá getað tekið ákvörðun um það á Alþingi að bregðast við því,“ sagði Bjarkey við upphaf þingfundar í morgun.  

Bjarkey hefur óskað eftir að dómsmálaráðherra og fulltrúar Landhelgisgæslunnar verði viðstaddir fund fjárlaganefndar á morgun þar sem farið verður yfir ákvörðunina. „Ég held að það sé mjög nauðsynlegt, þetta er alltof stórt til þess að það fari í gegn og ég man svo sem ekki eftir söluheimild á þessari flugvél í fjárlögunum.“

Í fjárlögum 2023 er ekki minnst á heimild ráðherra til að selja TF-SIF. Þegar kemur að málum sem tengjast Landhelgisgæslunni er fjármála- og efnahagsráðherra hins vegar heimilt að selja fyrrum fasteign Landhelgisgæslunnar við Seljaveg 32 í Reykjavík ásamt lóð við Mýrargötu og Ánanaust, að kaupa eða leigja húsnæði vegna stækkunar og endurbóta á flugskýli fyrir Landhelgisgæsluna á Reykjavíkurflugvelli og kaupa eða leigja þrjár nýjar björgunarþyrlur fyrir Landhelgisgæsluna og selja eldri þyrlu, TF-LIF.  

„Til hamingju Ísland“

Þingmenn Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu dómsmálaráðherra undir liðnum fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar í dag fyrir ákvörðun hans um að fela Landhelgisgæslunni að selja eftirlits- og björgunarflugvélina TF-SIF án þess að ræða það á Alþingi. 

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði það óboðlegt að ríkisfjármálastefna ríkisstjórnarinnar leiði til þess að nauðsynleg öryggistæki, grunninnviðir, séu seld til að hægt sé að halda úti öðrum rekstri. „Hlutverk vélarinnar er að hafa eftirlit með lögsögu, fiskveiðieftirlit, og vera liður í almannavörnum og við erum með stríð í Evrópu á sama tíma. Öll ríki eru að byggja upp sínar varnir en ríkisstjórnin heldur svo ótrúlega illa á fjármálum ríkisins að í stað þess að sækja fjármagn þar sem hægt væri að sækja það þá fer hún í að selja grunninnviði, öryggistæki. Til hamingju, Ísland,“ sagði Helga Vala.  

ÓboðlegtHelga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það óboðslegt að ríkisfjármálastefna ríkisstjórnarinnar leiði til þess að nauðsynleg öryggistæki séu seld til að hægt sé að halda úti öðrum rekstri.

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, benti þingmönnum á að umræðuefnið ætti ekki heima undir liðnum fundarstjórn forseta. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var ósammála því og sagði sveltistefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Landhelgisgæslunni auðvitað eiga erindi undir umræddum lið.   

„Ef það er eitthvað sem er stjórnlaust í þessu samfélagi þá er það hæstvirtur dómsmálaráðherra“

Helga Vala og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, furðuðu sig á því að ákvörðunin hafi hvorki verið rædd í allsherjar- og menntamálanefnd eða utanríkismálanefnd. Arndís Anna vísaði í orð dómsmálaráðherra sem hefur sagt ástandið í útlendingamálum stjórnlaust. „Ég held að þetta sé bara enn eitt dæmið um stjórnleysi. Hæstvirtur dómsmálaráðherra tekur hverja ákvörðunina á fætur annarri sem hefur afdrifarík áhrif inn í samfélagið án þess að minnast á það við nokkurn mann. Ef það er eitthvað sem er stjórnlaust í þessu samfélagi þá er það hæstvirtur dómsmálaráðherra.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindi frá því að hún hefur óskað eftir því að Landhelgisgæslan og dómsmálaráðuneytið komi fyrir utanríkismálanefnd á mánudag til að skýra ákvörðunina. Þjóðaröryggisstefna verður á dagskrá fundarins.

„Á þetta hefur aldrei verið minnst. Það hefur aldrei verið farið í einhverja áhættugreiningu á því hvaða áhrif þessi ákvörðun ráðherra ríkisstjórnarinnar hefur á öryggi og varnir í landinu, líka almannavarnir. Það hefur hvergi verið farið yfir þetta. Þetta er bara ákvörðun sem er tekin,“ sagði Þorgerður. 

Helga Vala óskaði þá eftir því að nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar fái einnig að sitja fundinn á mánudag. „Þetta er grafalvarlegt. Við höfum horft á eldgos og jarðskjálfta og jarðhræringar hér töluvert undanfarin ár. Við höfum leitað að fólki á hafi úti og þetta er ótrúleg ráðstöfun. Ótrúleg ráðstöfun.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EM
    Eyjólfur Magnússon skrifaði
    Það er einfaldlega ekki rétt sem dómsmálaráðherra hélt fram í hádegisfréttum útvarps að TF-SIF hefði aldrei verið kölluð heim vegna yfirstandandi náttúruvár. Í upphafi umbrotanna í Bárðarbungu 2014 var vélin í verkefnum erlendis. Á fundi vísindaráðs vegna skjálfta í Bárðarbungu kom þá fram ósk um að TF-SIF yrði kölluð heim. Almannavarnir lögðu það fyrir þáverandi innanríkisráðherra sem samþykkti þá beiðni. Í atburðarrásinni í kjölfarið nýttist vélin mjög mikið í bæði í aðdraganda gossins í Holuhrauni, þegar verulegar líkur voru taldar á stóru gosi undir jökli sem og í gosinu sjálfu. TF-SIF spilaði þá, líkt og í Eyjafjallajökulsgosinu, lykilhlutverk út frá sjónarhóli almannavarna.

    Eyjólfur Magnússon,
    Vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
3
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár