Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1020. spurningaþraut: Tungumál eru viðfangsefnið í þessari þemaþraut

1020. spurningaþraut: Tungumál eru viðfangsefnið í þessari þemaþraut

Hér eru tungumál viðfangsefnið.

Fyrri aukaspurning:

Hér má sjá útlínur landlukts ríkis sem er nærri tíu sinnum stærra en Ísland. Þar búa ekki nema um 12 milljónir manna en þó eru þar 37 opinber tungumál, fleiri en í nokkru öðru ríki. Hvaða ríki er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Í landi einu í Evrópu eru fjögur opinber mál, hvorki meira né minna. Eitt þessara tungumála er þó aðeins talað af rúmu hálfu prósenti landsmanna og kallast rómanska. Hvaða land er þetta?

2.  ¿Í hvaða tungumáli eru notuð öfug spurningamerki og upphrópunarmerki í upphafi setninga (þar sem það á við) en „rétt“ spurningamerki og upphrópunarmerki í lok setninga?

3.  Hvað þykir sérstaklega merkilegt við tungumálið súmersku?

4.  Occitanska heitir tungumál eitt í Evrópu sem nú er talað af nokkur hundruð þúsund manns en var áður nokkuð útbreitt í fáeinum löndum, aðallega þó einu. Megintungan í því landi náði yfirhöndinni yfir occitönsku og fór nærri því að útrýma henni þar, en hún skrimtir þó enn. Nokkrar undirdeildir þekkjast af occitönsku, svo sem limúsína (já!) og próvenska. Hvaða tungumál var það sem nærri útrýmdi occitönsku? 

5.  Flest tungumál í Evrópu teljast, eins og við vitum, til indó-evrópskra mála. En hver er útbreiddasta tungan í Evrópu sem er EKKI af indó-evrópskri rót? Það hjálpar kannski til að nefna að þessi tunga er töluð af um 17 milljónum manna.

6.  Úrdú (og mállýskur) er móðurmál meira en 70 milljóna manna og auk þess tala 150-200 milljónir málið sem annað tungumál. Þetta er indó-evrópsk tunga, rétt eins og íslenska, en tungumálin eiga þó fátt sameiginlegt á yfirborðinu. Úrdú er fyrst og fremst talað í tveimur ansi fjölmennum nágrannaríkjum sem eru ... hver? Hér verður að nefna þau bæði.

7.  Aðeins í þremur ríkjum Bandaríkjanna eru fleiri en eitt opinbert mál. Hvaða ríki eru það? Hér dugar að nefna eitt.

8.  Sú var tíð að tungumálið quechua var að líkindum eitt af þeim algengustu í heilli heimsálfu. Það var til dæmis megintunga í einu heilmiklu stórveldi. Fyrir nokkrum öldum varð quechua hins vegar fyrir miklum hnekki en dó þó ekki út. Það er nú talað af tæplega 8 milljónum manna, og er meðal opinberra tungumála í þremur ríkjum. Í hvaða heimsálfu er quechua talað?

9.  Hvað er þýska opinbert tungumál í mörgum löndum? Hér má skeika einu til eða frá.

10.  Það kemur líklega fáum á óvart að Bandaríkin eru það land í heiminum þar sem flestir tala ensku. En í hvaða landi skyldu NÆSTFLESTIR eiga ensku að móðurmáli?

***

Seinni aukaspurning:

Hvern af þessum fjórum bókstöfum má finna í gríska stafrófinu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sviss.

2.  Í spænsku.

3.  Það er eftir því sem best er vitað fyrsta ritmálið.

4.  Franska

5.  Ungverska.

6.  Indland og Pakistan.

7.  Havaí, Alaska og Suður-Dakóta (enska og O'ceti Sakowin). Franska er ekki opinbert mál í Louisana þótt brúka megi það upp að vissu marki í stjórnsýslu.

8.  Suður-Ameríku.

9.  Þýska er opinbert tungumál í sex ríkjum (Þýskalandi, Austurríki, Belgíu, Sviss, Liechtenstein og Luxembúrg) svo rétt telst vera 5-7.

10.  Á Indlandi (um 125 milljónir).

***

Svör við aukaspurningum:

Ríkið með öll opinberu málin er Bólivía.

Gríski bókstafurinn beta er annar frá hægri. Lengst til hægri er þýski stafurinn Eszett en hinir bókstafirnir eru úr georgísku (lengst til vinstri) og kyrillísku.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár