Hér eru tungumál viðfangsefnið.
Fyrri aukaspurning:
Hér má sjá útlínur landlukts ríkis sem er nærri tíu sinnum stærra en Ísland. Þar búa ekki nema um 12 milljónir manna en þó eru þar 37 opinber tungumál, fleiri en í nokkru öðru ríki. Hvaða ríki er þetta?
***
Aðalspurningar:
1. Í landi einu í Evrópu eru fjögur opinber mál, hvorki meira né minna. Eitt þessara tungumála er þó aðeins talað af rúmu hálfu prósenti landsmanna og kallast rómanska. Hvaða land er þetta?
2. ¿Í hvaða tungumáli eru notuð öfug spurningamerki og upphrópunarmerki í upphafi setninga (þar sem það á við) en „rétt“ spurningamerki og upphrópunarmerki í lok setninga?
3. Hvað þykir sérstaklega merkilegt við tungumálið súmersku?
4. Occitanska heitir tungumál eitt í Evrópu sem nú er talað af nokkur hundruð þúsund manns en var áður nokkuð útbreitt í fáeinum löndum, aðallega þó einu. Megintungan í því landi náði yfirhöndinni yfir occitönsku og fór nærri því að útrýma henni þar, en hún skrimtir þó enn. Nokkrar undirdeildir þekkjast af occitönsku, svo sem limúsína (já!) og próvenska. Hvaða tungumál var það sem nærri útrýmdi occitönsku?
5. Flest tungumál í Evrópu teljast, eins og við vitum, til indó-evrópskra mála. En hver er útbreiddasta tungan í Evrópu sem er EKKI af indó-evrópskri rót? Það hjálpar kannski til að nefna að þessi tunga er töluð af um 17 milljónum manna.
6. Úrdú (og mállýskur) er móðurmál meira en 70 milljóna manna og auk þess tala 150-200 milljónir málið sem annað tungumál. Þetta er indó-evrópsk tunga, rétt eins og íslenska, en tungumálin eiga þó fátt sameiginlegt á yfirborðinu. Úrdú er fyrst og fremst talað í tveimur ansi fjölmennum nágrannaríkjum sem eru ... hver? Hér verður að nefna þau bæði.
7. Aðeins í þremur ríkjum Bandaríkjanna eru fleiri en eitt opinbert mál. Hvaða ríki eru það? Hér dugar að nefna eitt.
8. Sú var tíð að tungumálið quechua var að líkindum eitt af þeim algengustu í heilli heimsálfu. Það var til dæmis megintunga í einu heilmiklu stórveldi. Fyrir nokkrum öldum varð quechua hins vegar fyrir miklum hnekki en dó þó ekki út. Það er nú talað af tæplega 8 milljónum manna, og er meðal opinberra tungumála í þremur ríkjum. Í hvaða heimsálfu er quechua talað?
9. Hvað er þýska opinbert tungumál í mörgum löndum? Hér má skeika einu til eða frá.
10. Það kemur líklega fáum á óvart að Bandaríkin eru það land í heiminum þar sem flestir tala ensku. En í hvaða landi skyldu NÆSTFLESTIR eiga ensku að móðurmáli?
***
Seinni aukaspurning:
Hvern af þessum fjórum bókstöfum má finna í gríska stafrófinu?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Sviss.
2. Í spænsku.
3. Það er eftir því sem best er vitað fyrsta ritmálið.
4. Franska
5. Ungverska.
6. Indland og Pakistan.
7. Havaí, Alaska og Suður-Dakóta (enska og O'ceti Sakowin). Franska er ekki opinbert mál í Louisana þótt brúka megi það upp að vissu marki í stjórnsýslu.
8. Suður-Ameríku.
9. Þýska er opinbert tungumál í sex ríkjum (Þýskalandi, Austurríki, Belgíu, Sviss, Liechtenstein og Luxembúrg) svo rétt telst vera 5-7.
10. Á Indlandi (um 125 milljónir).
***
Svör við aukaspurningum:
Ríkið með öll opinberu málin er Bólivía.
Gríski bókstafurinn beta er annar frá hægri. Lengst til hægri er þýski stafurinn Eszett en hinir bókstafirnir eru úr georgísku (lengst til vinstri) og kyrillísku.
Athugasemdir