Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segist ekki taka efnislega afstöðu til miðlunartillögu sáttasemjara

„Aug­ljós­lega eru það dóm­stól­ar sem eiga síð­asta orð­ið,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra um fram­gang miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara í deilu Efl­ing­ar og SA. Hún hafði áð­ur sagt að hún gæti ekki bet­ur séð en að sátta­semj­ari væri inn­an þeirra heim­ilda sem er að finna í lög­um.

Segist ekki taka efnislega afstöðu til miðlunartillögu sáttasemjara
Katrín Jakobsdóttir Hún segir að það sé ekki hlutverk forsætisráðherra að úrskurða í kjaradeilum eða dómsmálum tengdum þeim. „Augljóslega eru það dómstólar sem eiga síðasta orðið.“ Mynd: Davíð Þór

Forsætisráðherrann, Katrín Jakobsdóttir, segist ekki taka efnislega afstöðu til miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Aðilar sem eiga hlut að máli eigi að leita til dómstóla – hún úrskurði ekki í málum sem þessum. 

Þetta kom fram í svörum hennar við óundirbúinni fyrirspurn frá Eyjólfi Ármannssyni þingmanni Flokks fólksins á Alþingi í dag. Katrín sagði í samtali við RÚV í fyrradag að hún gæti ekki betur séð en að sáttasemjari væri innan þeirra heimilda sem er að finna í lögum. „Ef aðilar eru ósammála því mati þá geta þau auðvitað leitað til dómstóla,“ sagði hún við RÚV. 

Eyjólfur hóf mál sitt á því að spyrja hvort Katrín væri sátt „við það ofbeldi“ sem fælist í miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 

„Er hæstvirtur ráðherra sammála ákvörðun ríkissáttasemjara um að leggja fram miðlunartillögu áður en félagsmenn Eflingar kjósa um verkfallsboðun? Hvað finnst ráðherra um það að ríkissáttasemjari skuli leggja fram miðlunartillögu án þess að ráðgast við samninganefndir aðila líkt og honum ber skylda til að gera lögum samkvæmt? Er það boðlegt að sáttasemjari sé að leggja fram miðlunartillögu fyrir félagsmenn Eflingar sem í raun er samningur Starfsgreinasambandsins, samningur sem stjórn og samninganefnd Eflingar hafa þegar hafnað? Er sáttasemjari ekki að virða vilja forystumanna Eflingar að vettugi og grafa undan þeirra lýðræðislega umboði með því að fara til félagsmanna Eflingar með tillögu sem forystumenn Eflingar hafa þegar hafnað?“ spurði hann og sagði að augljóst væri að með miðlunartillögu sinni væri sáttasemjari ekki bara að grafa undan samningarétti stéttarfélags með algerlega ótímabærri miðlunartillögu heldur einnig verkfallsrétti þeirra.

Eyjólfur ÁrmannssonÞingmaðurinn var harðorður í gagnrýni sinni á viðbrögð forsætisráðherra við miðlunartillögu sáttasemjara.

„Hér má jafnframt minna á að félagsmenn innan Eflingar eru þeir tekjulægstu í okkar samfélagi, og eru að stærstum hluta konur, tekjulægstu launþegar íslensks samfélags,“ sagði hann og las upp texta úr skýringum við frumvarpið sem lögfesti gildandi lagaheimildir um miðlunartillögur: „Í gildandi lögum eru mjög rúmar heimildir fyrir sáttasemjara til að setja fram miðlunartillögur. Þeim hefur hins vegar lítið verið beitt. Gerð er tillaga um að sáttasemjari haldi þessum heimildum en með nokkrum takmörkunum sem eiga að tryggja að miðlunartillaga verði ekki borin fram nema áður hafi reynt á samningsleiðir til þrautar.“

Eyjólfur sagði að slíkt væri ekki gert. „Þessi orð og lagaskylda sáttasemjara til að ráðgast til samningsaðila fela í sér eitt. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara stenst ekki skoðun. Hæstvirtur forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Með því er hæstvirtur forsætisráðherra að taka afstöðu til deilunnar. Svo einfalt er það.“

Best ef aðilar gætu leyst málin sín á milli við samningaborðið

Katrín kom í pontu og sagði að ef Eyjólfur hefði fylgst með orðum hennar í fjölmiðlum þá vissi hann að hún hefði ítrekað sagt þar – ekki einungis í þessari deilu heldur öllum þeim kjaradeilum sem hafa komið upp frá því hún tók við embætti – að það væri alltaf best ef aðilar gætu leyst málin sín á milli við samningaborðið. „Það er hin eðlilega leið og almenn afstaða mín er sú að stjórnvöld eigi helst ekki að beita sér í slíkum málum.“

Hún vildi hins vegar í þessu máli rifja það upp að þegar málum er vísað til sáttasemjara þá væru þau þegar komin á erfiðan stað. „Það er ekki sjálfgefið að kjaradeilum sé vísað til sáttasemjara. Það er algerlega hægt að ganga til samninga án þess að sáttasemjari komi þar að. En ríkissáttasemjari hefur leitt þessar sáttaumleitanir frá 7. desember síðastliðnum. Hann tekur sjálfstæða ákvörðun um að nýta heimild sína til að leggja fram miðlunartillögu og eftir að hafa skoðað þetta mál út frá minni bestu getu get ég ekki séð betur en að sáttasemjari sé innan þeirra heimilda sem er að finna í lögum.“

Katrín sagði jafnfram að hún hefði greint frá því í fjölmiðlum að ef aðilar væru ósammála því mati þá gætu þeir leitað til dómstóla og raunar væri það nú svo að Efling hefði kært þessa ákvörðun til félagsmálaráðuneytis. „Sáttasemjari hefur kært ákvörðun Eflingar um að afhenda ekki félagatalið til héraðsdóms og nýjustu fregnir herma að Samtök atvinnulífsins hafi vísað verkfallsboðunum til Félagsdóms. Mér sýnist því að ýmis stjórnvöld og dómstólar munu hafa ærinn starfa á næstu dögum við að leysa úr þessum deilum, því að þarna er deilt um lagatúlkun.“

Hún vildi sérstaklega taka það fram að augljóslega væri hún ekki að taka afstöðu til efnis miðlunartillögunnar. „Það er algjörlega fráleit túlkun hjá háttvirtum þingmanni. Það sem ég er að taka afstöðu til er að sáttasemjari hafi þessa heimild og hann eigi að vera sjálfstæður í sínum störfum, hann eigi ekki að vera háður afskiptum stjórnmálamanna um það hvernig hann metur stöðuna. Það er alltaf mat sáttasemjara, sem við sem sitjum ekki við samningaborðið eigum mjög erfitt með að leggja sjálf, hvenær er reynt til þrautar. Það er alltaf mat sáttasemjara og þeirra sem sitja við samningaborðið.“

 „Alveg klárt mál“ að forsætisráðherra væri þegar búinn að segja sína skoðun

Eyjólfur sagði aftur á móti að forsætisráðherra væri búinn að segja í fjölmiðlum að sáttatillaga ríkissáttasemjara stæðist skoðun. „Nú er stéttarfélagið búið að kæra miðlunartillögu ríkissáttasemjara til ráðherra í hennar ríkisstjórn. Er einhver að halda því fram að sá ráðherra muni segja að miðlunartillagan standist ekki skoðun, þegar sjálfur forsætisráðherra, forystumaður í ríkisstjórninni, er búinn að segja að hún standist skoðun? Það er alveg augljóst mál að hér erum við farin að tala um ákveðið vanhæfi ráðherrans til að fjalla um þessa kæru, svo það liggi fyrir. 

Það er klárt mál að félags- og vinnumarkaðsráðherra getur ekki sagt, hann á mjög erfitt með að segja það, að miðlunartillagan standist ekki skoðun þegar sjálfur forsætisráðherra er búinn að segja að hún standist skoðun. Hér má líka taka fram að hér er samningafrelsi í landinu fyrir stéttarfélög og verkfallsréttur er eina tæki stéttarfélaga til að fá betri kjör. Vissulega er kominn einn samningur frá Starfsgreinasambandinu en það þýðir ekki að eitt eigi yfir alla að ganga. Þetta stéttarfélag er í sinni kjarabaráttu og er í henni á sínum forsendum. Það er alveg klárt mál að forsætisráðherra er þegar búinn að segja sína skoðun og styður þessa tillögu ríkissáttasemjara, bæði að efni og formi,“ sagði hann. 

Dómstólar eigi síðasta orðið

Katrín sagði að hún og Eyjólfur skildu stjórnskipan landsins með gerólíkum hætti. „Það sem ég hef sagt er að samkvæmt minni skoðun, takandi fram að ég er ekki lögfræðingur eins og háttvirtur þingmaður, þeir eru nú margir hér á þingi, þá sýnist mér tillagan vera innan þeirra heimilda sem afmarkaðar eru í lögum. Þar með tek ég enga efnislega afstöðu til tillögunnar, augljóslega, ef háttvirtur þingmaður skilur mælt mál, og í öðru lagi kom það skýrt fram að aðilar eiga að leita til dómstóla. 

Það er ekki þannig stjórnskipan hér að ráðherra, forsætisráðherra taki afstöðu til þess hvort þetta standist lög. Augljóslega eru það dómstólar sem eiga síðasta orðið. Það á hv. þingmaður að vita, löglærður sem hann er, og þar liggur málið núna. Við erum í þeirri flóknu stöðu núna að við getum séð þá stöðu fyrir í næstu viku að það verði hafið verkfall, að við bíðum enn niðurstöðu héraðsdóms, að við bíðum niðurstöðu ráðherra um það hvort stjórnsýslukæra verður tekin til efnismeðferðar og að við bíðum niðurstöðu Félagsdóms. En það verður ekki forsætisráðherra sem úrskurðar í neinu af þeim málum,“ sagði hún að lokum. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Sáttasejari á að hafa samráð við báða aðaila en ekki bara annan áður en hann leggur fram miðlunartillögu.
    0
  • Siggi Rey skrifaði
    Katrīn er margföld í roðinu! Svona fer þegar fólk selur sál sīna, æru og heiður fyrir stólræfil! Er svo valdlaus með öllu. Jú Vellýgni Bjarni stjórnar!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Lögregla í átaksverkefni við eftirlit á leigubifreiðum
6
Fréttir

Lög­regla í átaks­verk­efni við eft­ir­lit á leigu­bif­reið­um

Frá því um síð­ustu helgi hef­ur lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­ið í sér­stöku átaks­verk­efni ásamt Sam­göngu­stofu og Skatt­in­um þar sem haft er eft­ir­lit með leigu­bif­reið­um ak­andi um göt­ur borg­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir að rúmt ár sé lið­ið frá því að ný lög um leigu­bif­reiða­akst­ur tóku gildi virð­ist ekki hafa orð­ið fjölg­un á heild­ar­fjölda leigu­bif­reiða­stjóra.
Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
9
Viðtal

Nátt­úr­an er skóla­stofa fram­tíð­ar­inn­ar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
5
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
7
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár