Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1019. spurningaþraut: Frá íþróttaliði til fjöldamorða

1019. spurningaþraut: Frá íþróttaliði til fjöldamorða

Fyrri aukaspurning, hver er persónan sem starir út?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver lék aðalhlutverkið í bíómyndinni Sound of Music?

2.  Hvað hét forsprakki hljómsveitarinnar Dire Straits?

3.  Trevor Noah heitir karl einn. Hvað fæst hann við í lífinu?

4.  Hvaða dýr fann fyrst þurrt land úr örkinni hans Nóa?

5.  Piet Mondrian hét listamaður einn, fæddur 1872, dáinn 1944. Hver var hans listgrein?

6.  Þjóðskrá birti nýlega tölur um fjölda íslenskra ríkisborgara sem búa í útlöndum. Í hvaða erlendu landi búa flestir Íslendingar?

7.  New York Yankees er víðfrægt íþróttalið í samnefndri heimsborg. Í hvaða íþróttagrein keppa Yankees?

8.  Adolf Hitler hafði víst ekki miklar áhyggjur af því að morð Þjóðverja á Gyðingum myndu vekja hneykslun til langframa. Þau myndu gleymast fljótt. Og hann mun hafa spurt: „Hver man svosem nú eftir ...“ — ja, til hvaða gleymdu fórnarlamba fjöldamorða var hann að vísa?

9.  Sannleikurinn er þó sá að Hitler leitaði þarna langt yfir skammt. Á árunum 1904-1908 stóðu Þjóðverjar sjálfir fyrir þjóðarmorðum á Herero og Nama-þjóðunum og þau gleymdust fljótt í Evrópu. Í hvaða núverandi ríki bjuggu þær þjóðir?

10.  Hvaða dýraheiti úrskurðaði mannanafnanefnd á dögunum að væri ekki nógu virðulegt til að leyfa mætti það sem mannanafn?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi kona var eitt sinn vinsælasta filmstjarna heims. Hvað hét hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Julie Andrews.

2.  Knopfler.

3.  Hann er skemmtikraftur og sjónvarpsmaður.

4.  Dúfa.

5.  Mondrian var málari.

6.  Danmörku.

7.  Hafnabolta, baseball.

8.  Armenum. Hér vísaði Hitler til þjóðarmorðs sem Tyrkir stóðu fyrir gegn Armenum í fyrri heimsstyrjöld.

9.  Namibíu.

10.  Kisa.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Lúsí úr Smáfólkinu.

Á neðri myndinni er Mary Pickford.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár