Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1019. spurningaþraut: Frá íþróttaliði til fjöldamorða

1019. spurningaþraut: Frá íþróttaliði til fjöldamorða

Fyrri aukaspurning, hver er persónan sem starir út?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver lék aðalhlutverkið í bíómyndinni Sound of Music?

2.  Hvað hét forsprakki hljómsveitarinnar Dire Straits?

3.  Trevor Noah heitir karl einn. Hvað fæst hann við í lífinu?

4.  Hvaða dýr fann fyrst þurrt land úr örkinni hans Nóa?

5.  Piet Mondrian hét listamaður einn, fæddur 1872, dáinn 1944. Hver var hans listgrein?

6.  Þjóðskrá birti nýlega tölur um fjölda íslenskra ríkisborgara sem búa í útlöndum. Í hvaða erlendu landi búa flestir Íslendingar?

7.  New York Yankees er víðfrægt íþróttalið í samnefndri heimsborg. Í hvaða íþróttagrein keppa Yankees?

8.  Adolf Hitler hafði víst ekki miklar áhyggjur af því að morð Þjóðverja á Gyðingum myndu vekja hneykslun til langframa. Þau myndu gleymast fljótt. Og hann mun hafa spurt: „Hver man svosem nú eftir ...“ — ja, til hvaða gleymdu fórnarlamba fjöldamorða var hann að vísa?

9.  Sannleikurinn er þó sá að Hitler leitaði þarna langt yfir skammt. Á árunum 1904-1908 stóðu Þjóðverjar sjálfir fyrir þjóðarmorðum á Herero og Nama-þjóðunum og þau gleymdust fljótt í Evrópu. Í hvaða núverandi ríki bjuggu þær þjóðir?

10.  Hvaða dýraheiti úrskurðaði mannanafnanefnd á dögunum að væri ekki nógu virðulegt til að leyfa mætti það sem mannanafn?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi kona var eitt sinn vinsælasta filmstjarna heims. Hvað hét hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Julie Andrews.

2.  Knopfler.

3.  Hann er skemmtikraftur og sjónvarpsmaður.

4.  Dúfa.

5.  Mondrian var málari.

6.  Danmörku.

7.  Hafnabolta, baseball.

8.  Armenum. Hér vísaði Hitler til þjóðarmorðs sem Tyrkir stóðu fyrir gegn Armenum í fyrri heimsstyrjöld.

9.  Namibíu.

10.  Kisa.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Lúsí úr Smáfólkinu.

Á neðri myndinni er Mary Pickford.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár