Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1018. spurningaþraut: Hver orti um hina rósfingruðu morgungyðju?

1018. spurningaþraut: Hver orti um hina rósfingruðu morgungyðju?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ár er þessi ljósmynd tekin?

***

Aðalspurningar:

1.  Kona nokkur gekk ung í hjónaband, meira að segja töluvert of ung myndum við flestöll telja nú. Hún var svo líklega aðeins 19 ára þegar hún missti eiginmanninn, en helgaði sig upp frá því því hlutverki að breiða út skoðanir hans og styrkja þær á alla lund. Hún lifði í sínum ekkjudómi 44 ár en dó þá. Hún er æ síðan virt vel meðal fylgismanna eiginmannsins. Hvað hét hún?

2.  En hvað hét eiginmaðurinn?

3.  Á Óskarsverðlaunahátíðinni eru veitt verðlaun fyrir bestu erlendu myndina. Myndir gerðar í hvaða landi hafa oftast unnið þau verðlaun?

4.  Hver skrifaði um hina „fagurbrynhosuðu Akkea“ og „hina rósfingruðu morgungyðju“?

5.  En hver þýddi þetta á íslensku?

6.  Hin kaþólska munkaregla Dominíkana er stundum kennd við ákveðið dýr, það vill segja að munkarnir eru kallaðir [dýr]. guðs. Hvaða dýr?

7.  Hversu mörg tónverk af öllu tagi eru til eftir Ludwig van Beethoven? Eru þau 27 — 72 — 177 — 722 eða 1.272?

8.  Hvar á landinu er Dynjandisheiði?

9.  Baltasar Kormákur er nú að leggja síðustu hönd á kvikmyndun skáldsögu eftir íslenskan höfund. Myndin heitir Snerting en hver er höfundurinn?

10.  Hvaða íslenski leikari stofnaði nýlega framleiðslufyrirtækið ACT4 ásamt nokkrum öðrum?

***

Seinni aukaspurning:

Þarna má sjá leikkonuna Önnu Gunn. En hvað heitir persónan sem hún er að leika þarna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Aísha.

2.  Múhameð spámaður.

3.  Ítalíu.

4.  Hómer.

5.  Sveinbjörn Egilsson.

6.  Hundar guðs.

7.  722.

8.  Á Vestfjörðum.

9.  Ólafur Jóhann.

10.  Ólafur Darri.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin á fyrsta degi Surtseyjargossins 1963. Myndin er á Héraðsskjalasafni Austur-Húnavatnssýslu.

Persónan á neðri myndinni er Skyler White úr Breaking Bad.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár