Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1017. spurningaþraut: „Gutti aldrei gegnir þessu ...“ ormurinn!

1017. spurningaþraut: „Gutti aldrei gegnir þessu ...“ ormurinn!

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir fullorðna leikkonan á myndinni?

Og svo er bíóstig fyrir að átta sig á í hvaða mynd hún er að leika þarna.

***

Aðalspurningar:

1.  Kýrin Búkolla galdraði þrennt með hárum úr hala sínum. Hvaða þrennt? Hér þarf að nefna tvennt til að fá stig.

2.  Hversu margar voru skessurnar sem eltu Búkollu og bóndason?

3.  Hvað er stærsta húsið á Íslandi sem er með kúpt þak?

4.  Hvaða hljómsveit sendi frá sér plötuna Dark Side of the Moon fyrir 50 árum?

5.  Þann 27. janúar 1945 var 322. rifflaherdeild Rauða hersins á ferð um Pólland og lagði þá undir sig smábæ einn. Þetta hefði vart verið talið til tíðinda í hinu stóra samhengi sögu heimsstyrjaldarinnar síðari, nema vegna þess að smábærinn hét ... hvað?

6.  Lesotho og Eswatini eru lítil Afríkuríki sem eru bæði nær landlukt í öðru ríki stærra. Hvaða ríki er það?

7.  Eswatini á reyndar líka stutt landamæri að enn öðru ríki. Hvaða ríki er það? Þess má geta að Bob Dylan hefur samið allvinsælt lag um þetta ríki.

8.  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var ráðherra 2003-2009. Hvaða ráðherraembætti gegndi hún þá?

9.  Hann var skólastjóri á Akranesi en var kosinn á þing 2007. Þremur árum seinna varð hann ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og gegndi ráðherrastörfum til 2013. Tveimur árum síðar lést hann, 65 ára að aldri. Hvað hét hann? 

10.  „Gutti aldrei gegnir þessu ...“ heldur hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Til vinstri er Angela Merkel á spjalli við evrópskan stjórnmálamann 2011. Hvað heitir konan til hægri?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Vatn, eld og fjall.

2.  Tvær.

3.  Laugardalshöllin.

4.  Pink Floyd.

5.  Auschwitz.

6.  Suður-Afríka.

7.  Mósambik.

8.  Menntamálaráðherra.

9   Guðbjartur Hannesson.

10.  „... grettir sig og bara hlær.“

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Meryl Streep. Bíómyndin var Sophie's Choice frá 1982.

Á neðri myndinni er Merkel ásamt Yuliu Timoshenko frá Úkraínu.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár