Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í minnihlutanum Ölfusi, segir í viðtali við Heimildina að útgerðar- og athafnamaðurinn, Einar Sigurðsson, hafi hótað sér vegna gagnrýni á hafnarframkvæmdir í Þorlákshöfn. Hún hafði gagnrýnt framkvæmdir við svokallaða Suðurvararbryggju í Þorlákshöfn þaðan sem fyrirtæki í eigu Einars, Jarðefnaiðnaður ehf., hefur flutt út vikur úr Heklu.
Gagnrýnina á framkvæmdirnar við höfnina setti Ása inn á íbúasíðu Þorlákshafnarbúa á Facebook og spunnust miklar umræður um innlegg hennar, segir hún. Einar Sigurðsson hafi í kjölfarið hringt og viljað ræða málin. „Hann hringir í mig. Ég hélt fyrst að hann ætlaði bara svona að fara að ræða þetta og allt í lagi. Ég átti bara ágætis samtal við hann til að byrja með. Nema svo segir hann við mig: En þú veist það að þú hefur verið ágætlega liðin í þessu samfélagi fram …
Athugasemdir (3)