Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1015. spurningaþraut: Lárviðarstig fyrir rómverskan keisara!

1015. spurningaþraut: Lárviðarstig fyrir rómverskan keisara!

Fyrri aukaspurning:

Hvað má finna í þessu rammlega húsi í Reykjavík?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er borgin Limerick?

2.  Hvaða fyrirbæri er kennt við þessa borg og nefnist því „limerick“ á ensku?

3.  Karlmaður einn átti óvenju fjölbreyttan starfsferil. Hann var hagfræðingur Alþýðusambands Íslands og síðan forseti ASÍ. Á þeim árum sat hann á þingi um tíma sem varamaður. Síðan gerðist hann framkvæmdastjóri í banka og þar næst ríkissáttasemjari í allnokkur ár. Hann endaði svo sem bankastjóri Landsbankans áður en hann fór á eftirlaun 2010. Hvar heitir hann?

4.  Árið 1977 var frumsýnd kvikmynd sem varð geysivinsæl. Þar má segja að diskó-tónlistin og diskó-dansar hafi fyrst komist rækilega í sviðsljósið. Myndin var bandarísk. Hvað hét hún?

5.  Hver lék aðal karlrulluna í þeirri kvikmynd?

6.  Tónlistin í myndinni var flutt af fjölda listamanna en mest bar þó á gamalreyndri gleðihljómsveit sem varð í kjölfar myndarinnar ein sú vinsælasta í heimi næstu árin. Hvaða hljómsveit var það?

7.  Hvar er Disko-flói?

8.  Háskóli einn hélt fyrir skemmstu upp á aldarfjórðungsafmæli sitt. Hvaða skóli var það?

9.  Sú var tíð að Hjemmet, Alt for damerene og Familie journal gengu undir sameiginlegu nafni á Íslandi. Hvað voru þessi fyrirbæri kölluð?

10.  Keisarar tóku við stjórn í Rómaveldi nokkru fyrir upphaf tímatals okkar. Fyrstu 99 árin var ein og sama ættin við völd en árið 68 svipti síðasti keisarinn af þeirri ætt sig lífi, þegar hann var rúinn stuðningi, og þar með var ættin úr sögunni. Hvað nefndist þessi síðasti keisari fyrstu keisaraættarinnar? — Svo fæst lárviðarstig fyrir að vita hvað sá keisari hét sem þá tók við. 

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Írlandi.

2.  Sérstakur bragarháttur, tegund af vísum.

3.  Ásmundur Stefánsson.

4.  Saturday Night Fever.

5.  Travolta.

6.  Bee Gees.

7.  Á Grænlandi.

8.  Háskólinn í Reykjavík.

9.  Dönsku blöðin.

10.  Nero hét sá sem svipti sig lífi, Galba sá sem við tók.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er hús bandaríska sendiráðsins í Reykjavík.

Á neðri myndinni er Lady Gaga söngstjarna.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Ásmundur Stefánsson var bankastjóri Íslandsbanka, ekki Landsbanka.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
4
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár