Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1014. spurningaþraut: Hve stór er Júpíter?

1014. spurningaþraut: Hve stór er Júpíter?

Fyrri aukaspurning:

Hvar er letrið á skjáskotinu hér að ofan fyrst og fremst notað?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða verðlaun fékk Vala Flosadóttir á ólympíuleikum?

2.  Hvaða ár vann hún þau verðlaun?

3.  Hversu margar systur (alsystur og hálfsystur) á Kim Kardashian?

4.  Hver samdi og syngur lagið Fyrrverandi?

5.  Þær Erla Ruth Harðardóttir og Linda Ásgeirsdóttir eru báðar leikkonur og hafa tekist á við ýmis verkefni gegnum tíðina. Veturinn 1998-99 voru þær einu konurnar sem unnu með ákveðnum hópi karla, sem kölluðu sig ... hvað?

6.  Arthur Hastings er talinn hafa fæðst um 1886, hann gekk í breska herinn og mun hafa staðið sig með miklum sóma í fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir styrjöldina er hann kunnastur fyrir margvíslega aðstoð sem hann veitti vini sínum og samstarfsmanni, sem þótti raunar honum snjallari á flesta lund. Hvað hét þessi vinur?

7.  Hvaða ár var háð fræg orrusta við Hastings á Englandi?

8.  Fyrir hvaða land keppir Novak Djokovic í tennis?

9.  Hvar á Íslandi er Breiðdalur? (Ef þeir skyldu vera fleiri en einn, þá er hér spurt um þann stærri!)

10.  Hvaða fræga leikrit endar á þann hátt að ein persóna segir við aðra: „Jæja, eigum við að fara?“ Og hin persónan segir: „Já, förum.“ En svo hreyfa persónurnar sig ekki. — Svo fæst Foxrock-stig fyrir að muna hvað persónurnar heita, en nefna verður báðar rétt.

***

Seinni aukaspurning:

Júpíter er stærsta pláneta sólkerfisins. En hve.. stór er Júpíter miðað við sólina? Er hinn rétti Júpíter A, B, C, D eða E?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Brons.

2.  Árið 2000.

3.  Fjórar.

4.  Una Torfadóttir.

5.  Spaugstofuna.

6.  Hercule Poirot, einkaspæjari Agötu Christie.

7.  1066.

8.  Serbíu.

9.  Á Austfjörðum, Austurlandi.

10.  Leikritið Beðið eftir Godot endar á þennan hátt. — Persónurnar heita Vladimir og Estragon.

***

Svör við aukaspurningum:

Letrið á fyrri mynd er notað á Indlandi. Nákvæmara þarf svarið ekki að vera.

Hinn rétti Júpíter á seinni myndinni er C.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
4
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár