Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1014. spurningaþraut: Hve stór er Júpíter?

1014. spurningaþraut: Hve stór er Júpíter?

Fyrri aukaspurning:

Hvar er letrið á skjáskotinu hér að ofan fyrst og fremst notað?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða verðlaun fékk Vala Flosadóttir á ólympíuleikum?

2.  Hvaða ár vann hún þau verðlaun?

3.  Hversu margar systur (alsystur og hálfsystur) á Kim Kardashian?

4.  Hver samdi og syngur lagið Fyrrverandi?

5.  Þær Erla Ruth Harðardóttir og Linda Ásgeirsdóttir eru báðar leikkonur og hafa tekist á við ýmis verkefni gegnum tíðina. Veturinn 1998-99 voru þær einu konurnar sem unnu með ákveðnum hópi karla, sem kölluðu sig ... hvað?

6.  Arthur Hastings er talinn hafa fæðst um 1886, hann gekk í breska herinn og mun hafa staðið sig með miklum sóma í fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir styrjöldina er hann kunnastur fyrir margvíslega aðstoð sem hann veitti vini sínum og samstarfsmanni, sem þótti raunar honum snjallari á flesta lund. Hvað hét þessi vinur?

7.  Hvaða ár var háð fræg orrusta við Hastings á Englandi?

8.  Fyrir hvaða land keppir Novak Djokovic í tennis?

9.  Hvar á Íslandi er Breiðdalur? (Ef þeir skyldu vera fleiri en einn, þá er hér spurt um þann stærri!)

10.  Hvaða fræga leikrit endar á þann hátt að ein persóna segir við aðra: „Jæja, eigum við að fara?“ Og hin persónan segir: „Já, förum.“ En svo hreyfa persónurnar sig ekki. — Svo fæst Foxrock-stig fyrir að muna hvað persónurnar heita, en nefna verður báðar rétt.

***

Seinni aukaspurning:

Júpíter er stærsta pláneta sólkerfisins. En hve.. stór er Júpíter miðað við sólina? Er hinn rétti Júpíter A, B, C, D eða E?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Brons.

2.  Árið 2000.

3.  Fjórar.

4.  Una Torfadóttir.

5.  Spaugstofuna.

6.  Hercule Poirot, einkaspæjari Agötu Christie.

7.  1066.

8.  Serbíu.

9.  Á Austfjörðum, Austurlandi.

10.  Leikritið Beðið eftir Godot endar á þennan hátt. — Persónurnar heita Vladimir og Estragon.

***

Svör við aukaspurningum:

Letrið á fyrri mynd er notað á Indlandi. Nákvæmara þarf svarið ekki að vera.

Hinn rétti Júpíter á seinni myndinni er C.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár