Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1014. spurningaþraut: Hve stór er Júpíter?

1014. spurningaþraut: Hve stór er Júpíter?

Fyrri aukaspurning:

Hvar er letrið á skjáskotinu hér að ofan fyrst og fremst notað?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða verðlaun fékk Vala Flosadóttir á ólympíuleikum?

2.  Hvaða ár vann hún þau verðlaun?

3.  Hversu margar systur (alsystur og hálfsystur) á Kim Kardashian?

4.  Hver samdi og syngur lagið Fyrrverandi?

5.  Þær Erla Ruth Harðardóttir og Linda Ásgeirsdóttir eru báðar leikkonur og hafa tekist á við ýmis verkefni gegnum tíðina. Veturinn 1998-99 voru þær einu konurnar sem unnu með ákveðnum hópi karla, sem kölluðu sig ... hvað?

6.  Arthur Hastings er talinn hafa fæðst um 1886, hann gekk í breska herinn og mun hafa staðið sig með miklum sóma í fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir styrjöldina er hann kunnastur fyrir margvíslega aðstoð sem hann veitti vini sínum og samstarfsmanni, sem þótti raunar honum snjallari á flesta lund. Hvað hét þessi vinur?

7.  Hvaða ár var háð fræg orrusta við Hastings á Englandi?

8.  Fyrir hvaða land keppir Novak Djokovic í tennis?

9.  Hvar á Íslandi er Breiðdalur? (Ef þeir skyldu vera fleiri en einn, þá er hér spurt um þann stærri!)

10.  Hvaða fræga leikrit endar á þann hátt að ein persóna segir við aðra: „Jæja, eigum við að fara?“ Og hin persónan segir: „Já, förum.“ En svo hreyfa persónurnar sig ekki. — Svo fæst Foxrock-stig fyrir að muna hvað persónurnar heita, en nefna verður báðar rétt.

***

Seinni aukaspurning:

Júpíter er stærsta pláneta sólkerfisins. En hve.. stór er Júpíter miðað við sólina? Er hinn rétti Júpíter A, B, C, D eða E?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Brons.

2.  Árið 2000.

3.  Fjórar.

4.  Una Torfadóttir.

5.  Spaugstofuna.

6.  Hercule Poirot, einkaspæjari Agötu Christie.

7.  1066.

8.  Serbíu.

9.  Á Austfjörðum, Austurlandi.

10.  Leikritið Beðið eftir Godot endar á þennan hátt. — Persónurnar heita Vladimir og Estragon.

***

Svör við aukaspurningum:

Letrið á fyrri mynd er notað á Indlandi. Nákvæmara þarf svarið ekki að vera.

Hinn rétti Júpíter á seinni myndinni er C.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár