Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Jörðin eftir 250 milljón ár: Reykjavík í næsta nágrenni við Dakar í Senegal

Jörðin eftir 250 milljón ár: Reykjavík í næsta nágrenni við Dakar í Senegal
Kort gert af Coffete sem birti það á Reddit.

Fyrir 250 milljónum ára voru öll meginlönd Jarðar samankomin í einni tröllaukinni heimsálfu sem við köllum Pangeu. Sú hafði verið við lýði í tæp 100 milljón ár og var reyndar byrjuð að trosna svolítið í sundur. Enn liðu þó tugir milljóna ára áður en Pangea klofnaði endanlega í tvær minni risaálfur, Lárasíu og Gondwanaland, sem löngu síðar leystust upp í þær dreifðu heimsálfur sem við þekkjum nú.

Pangea fyrir 250 milljónum ára. Hið mikla úthaf sem farið var að kljúfa risaheimsálfuna í tvennt úr austri köllum við Tethys-haf en Miðjarðarhafið er nú einu leifar þess.

Einhverjar miklar náttúruhamfarir urðu á þessum tíma — við lokin á hinu svonefnda Permtímabili — og meirihluti allra lífvera á Jörðinni dó út í þeim hamförum, en nægilega margar tegundir lifðu til að lífið náði sér aftur á strik, risaeðlurnar tóku þá fljótlega að þróast og löngu seinna (eftir aðra fjöldaútrýmingu) við spendýrin og við sjálf.

Þegar Jörðin hafði tekið á sig núverandi mynd.

En hvernig mun Jörðin líta út eftir önnur 250 milljón ár?

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og vísindamenn eru nú að leggja síðustu hönd á kort af Jörðinni eins og hún mun líta út þá. Og sjá — þeir boða ykkur heilmiklar breytingar.

Í fyrsta lagi verður þá orðin til ný risaheimsálfa. Öll meginlöndin munu þá hafa safnast saman í eitt og ný Pangea verður til orðin. Þið skuluð líta á hana á meðfylgjandi korti en helstu breytingarnar verða á þennan hátt.

Atlantshafið heldur áfram að víkka og lokum verður það orðið svo vítt að sjálf Afríka smeygir sér inn á það og tekur á „rás“ norður eftir uns Afríka fyllir upp í Norður-Atlantshafið og Atlantshafið skreppur þá saman uns það verður ekki annað en stöðuvatn.

Býsna stórt stöðuvatn vissulega en bara stöðuvatn samt.

Á jöðrum Norður-Ameríku og syðsta hluta Afríku verður núningur mikill og þar mun hlaðast upp mikill fjallgarður og eflaust verður nýr hátindur Jarðar á þeim slóðum.

Því þá verða Himalæja-fjöllin fyrir löngu farin að molast ansi mikið niður og gætu verið orðin frekur lágreistur fjallgarður líkt og kannski Úralfjöllin í Rússlandi eru núna. 

Antartíka verður á meðan runnin saman við Suður-Ameríku og mynda þær í sameiningu suðvesturhluta risaálfunnar. Austar hefur Ástralía farið á sannkölluðu spani norður á bóginn og rekist á Asíu. Ástralía og Suðaustur-Asía verða þá í sameiningu mikið landflæmi en milli þeirra og Suður-Ameríku/Antartíku heldur Indlandshafið enn velli sem geysimikið innhaf.

Það gæti verið orðið nokkuð þröngt allra syðst en ætti þó enn að ná saman við úthafið umhverfis, Kyrrahafið í æðra veldi.

Í norðurátt frá Indlandshai verður Miðjarðarhafið orðið að nokkrum stöðuvötnum inni í miklu flæmi. 

Asíuflæmið mikla verður nefnilega runnið saman við Afríku í norðri og Ástralíu í suðri. Japan verður vafalaust orðið hluti af meginlandi þegar hleðst upp nýr fjallgarður í kjölfar áreksturs Ástralíu við Asíu.

Hvað með Ísland? Fyrir 250 milljónum ára var Ísland ekki til, heldur fór það að hlaðast upp á flekaskilum þar sem Norður-Ameríka sagði skilið við Evrópu/Asíu þegar Pangea fór að klofna.

Dinogorgonvar toppurinn á tilverunni fyrir 250 milljónum ára, helsta kjötæta heimsins. Hann var á stærð við mjög stóran hund en öllu betur tenntur. Af Dinogorgon (eða frænkum hans) eru bæði risaeðlur og spendýr sprottin.

Eftir önnur 250 milljón ár gæti Ísland hafa malast niður í sjóinn á ný en líklegra verður þó að telja að Ísland — eða að minnsta kosti vesturhluti landsins — skrimti enn einhvers staðar langt inni í landi þar sem Norður-Ameríka og Afríka hafa runnið saman.

Fari svo verður Reykjavík — eða sá staður sem eitt sinn var Reykjavík — mjög sennilega í ekki nema 100 kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem Dakar höfuðborg Senegals er núna. 

Og kannski varla það.

Þessa stundina telst Dakar vera 5.515 kílómetra frá Reykjavík.

Hugsanlega mun austurhluti Íslands á hinn bóginn fylgja Evrópu/Asíu-flekanum þegar hann þrýstist austur á bóginn undan ásókn Afríku. Ein eða fleiri smáeyjar norður af Evrópu gætu þá verið leifar Austurlands.

Þær verða þó ekki nógu norðarlega til að ná inn á raunverulegt pólsvæði og á þessari Jörð verður heimskautaís óþekkt og væntanlega óskiljanlegt fyrirbæri.

En hver verða íbúar þessarar nýju Pangeu eftir 250 milljón ár? Það er engin leið að segja en svo mikið er þó víst að mennirnir verða ekki til lengur. Þeir verða löngu horfnir, hvort sem þeir hafa einfaldlega orðið útdauðir eða þróast yfir í eitthvað annað — og hugsanlega allt öðruvísi lífverur.

Allt dýralíf hefur umturnast svo gjörsamlega síðustu 250 milljón árin að það er einfaldlega útilokað að spá hvað muni hafa þróast hér á jörð næstu 250 milljón árin.

Við munum aldrei sjá þau dýr, ekki frekar en það áreiðanlega ótrúlega tilkomumikla landslag sem í boði verður í þessari nýju Pangeu eftir 250 milljón ár.

Og heldur ekki jurtirnar sem þá verða á dögum. Fyrir 250 milljónum ára voru blómjurtir ekki til. Svo næstu 250 milljón árin gætu þróast einhverjar alveg splunkunýjar jurtategundir sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur núna.

Næstum synd að fá ekki að njóta þess.

En við höfum nóg að njóta hér og nú.

Ef við skemmum ekki of mikið í kringum okkur — og gætum þess að skrimta enn um sinn.

Hér er svo kortið yfir Jörðina eftir 250 ár sem ég tók traustataki á síðunni Simon shows you maps en ég breytti örlítið.

Hér eru merkt inn borgarstæði nokkurra nútímaborgaþótt auðvitað verði þær löngu orðnar að dufti eftir 250 milljón ár.
Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Flækjusagan

Tví­kynja hér­ar tákn páska — og Maríu guðs­móð­ur líka?

„Af hverju er kan­ín­ur, nú eða frænd­ur þeirra hér­ar, tákn pásk­anna?“ Svar­ið við þeirri spurn­ingu er í aðra rönd­ina mjög ein­falt. Pásk­arn­ir eru í grunn­inn vor­há­tíð sem hald­in er til að fagna því að líf er að kvikna í jörð­inni eft­ir (mis)lang­an vet­ur. Í krist­inni trú er það túlk­að með dauða en síð­an upprisu guðs­son­ar­ins. En líf kvikn­ar ekki að­eins...

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
6
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu