Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Jörðin eftir 250 milljón ár: Reykjavík í næsta nágrenni við Dakar í Senegal

Jörðin eftir 250 milljón ár: Reykjavík í næsta nágrenni við Dakar í Senegal
Kort gert af Coffete sem birti það á Reddit.

Fyrir 250 milljónum ára voru öll meginlönd Jarðar samankomin í einni tröllaukinni heimsálfu sem við köllum Pangeu. Sú hafði verið við lýði í tæp 100 milljón ár og var reyndar byrjuð að trosna svolítið í sundur. Enn liðu þó tugir milljóna ára áður en Pangea klofnaði endanlega í tvær minni risaálfur, Lárasíu og Gondwanaland, sem löngu síðar leystust upp í þær dreifðu heimsálfur sem við þekkjum nú.

Pangea fyrir 250 milljónum ára. Hið mikla úthaf sem farið var að kljúfa risaheimsálfuna í tvennt úr austri köllum við Tethys-haf en Miðjarðarhafið er nú einu leifar þess.

Einhverjar miklar náttúruhamfarir urðu á þessum tíma — við lokin á hinu svonefnda Permtímabili — og meirihluti allra lífvera á Jörðinni dó út í þeim hamförum, en nægilega margar tegundir lifðu til að lífið náði sér aftur á strik, risaeðlurnar tóku þá fljótlega að þróast og löngu seinna (eftir aðra fjöldaútrýmingu) við spendýrin og við sjálf.

Þegar Jörðin hafði tekið á sig núverandi mynd.

En hvernig mun Jörðin líta út eftir önnur 250 milljón ár?

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og vísindamenn eru nú að leggja síðustu hönd á kort af Jörðinni eins og hún mun líta út þá. Og sjá — þeir boða ykkur heilmiklar breytingar.

Í fyrsta lagi verður þá orðin til ný risaheimsálfa. Öll meginlöndin munu þá hafa safnast saman í eitt og ný Pangea verður til orðin. Þið skuluð líta á hana á meðfylgjandi korti en helstu breytingarnar verða á þennan hátt.

Atlantshafið heldur áfram að víkka og lokum verður það orðið svo vítt að sjálf Afríka smeygir sér inn á það og tekur á „rás“ norður eftir uns Afríka fyllir upp í Norður-Atlantshafið og Atlantshafið skreppur þá saman uns það verður ekki annað en stöðuvatn.

Býsna stórt stöðuvatn vissulega en bara stöðuvatn samt.

Á jöðrum Norður-Ameríku og syðsta hluta Afríku verður núningur mikill og þar mun hlaðast upp mikill fjallgarður og eflaust verður nýr hátindur Jarðar á þeim slóðum.

Því þá verða Himalæja-fjöllin fyrir löngu farin að molast ansi mikið niður og gætu verið orðin frekur lágreistur fjallgarður líkt og kannski Úralfjöllin í Rússlandi eru núna. 

Antartíka verður á meðan runnin saman við Suður-Ameríku og mynda þær í sameiningu suðvesturhluta risaálfunnar. Austar hefur Ástralía farið á sannkölluðu spani norður á bóginn og rekist á Asíu. Ástralía og Suðaustur-Asía verða þá í sameiningu mikið landflæmi en milli þeirra og Suður-Ameríku/Antartíku heldur Indlandshafið enn velli sem geysimikið innhaf.

Það gæti verið orðið nokkuð þröngt allra syðst en ætti þó enn að ná saman við úthafið umhverfis, Kyrrahafið í æðra veldi.

Í norðurátt frá Indlandshai verður Miðjarðarhafið orðið að nokkrum stöðuvötnum inni í miklu flæmi. 

Asíuflæmið mikla verður nefnilega runnið saman við Afríku í norðri og Ástralíu í suðri. Japan verður vafalaust orðið hluti af meginlandi þegar hleðst upp nýr fjallgarður í kjölfar áreksturs Ástralíu við Asíu.

Hvað með Ísland? Fyrir 250 milljónum ára var Ísland ekki til, heldur fór það að hlaðast upp á flekaskilum þar sem Norður-Ameríka sagði skilið við Evrópu/Asíu þegar Pangea fór að klofna.

Dinogorgonvar toppurinn á tilverunni fyrir 250 milljónum ára, helsta kjötæta heimsins. Hann var á stærð við mjög stóran hund en öllu betur tenntur. Af Dinogorgon (eða frænkum hans) eru bæði risaeðlur og spendýr sprottin.

Eftir önnur 250 milljón ár gæti Ísland hafa malast niður í sjóinn á ný en líklegra verður þó að telja að Ísland — eða að minnsta kosti vesturhluti landsins — skrimti enn einhvers staðar langt inni í landi þar sem Norður-Ameríka og Afríka hafa runnið saman.

Fari svo verður Reykjavík — eða sá staður sem eitt sinn var Reykjavík — mjög sennilega í ekki nema 100 kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem Dakar höfuðborg Senegals er núna. 

Og kannski varla það.

Þessa stundina telst Dakar vera 5.515 kílómetra frá Reykjavík.

Hugsanlega mun austurhluti Íslands á hinn bóginn fylgja Evrópu/Asíu-flekanum þegar hann þrýstist austur á bóginn undan ásókn Afríku. Ein eða fleiri smáeyjar norður af Evrópu gætu þá verið leifar Austurlands.

Þær verða þó ekki nógu norðarlega til að ná inn á raunverulegt pólsvæði og á þessari Jörð verður heimskautaís óþekkt og væntanlega óskiljanlegt fyrirbæri.

En hver verða íbúar þessarar nýju Pangeu eftir 250 milljón ár? Það er engin leið að segja en svo mikið er þó víst að mennirnir verða ekki til lengur. Þeir verða löngu horfnir, hvort sem þeir hafa einfaldlega orðið útdauðir eða þróast yfir í eitthvað annað — og hugsanlega allt öðruvísi lífverur.

Allt dýralíf hefur umturnast svo gjörsamlega síðustu 250 milljón árin að það er einfaldlega útilokað að spá hvað muni hafa þróast hér á jörð næstu 250 milljón árin.

Við munum aldrei sjá þau dýr, ekki frekar en það áreiðanlega ótrúlega tilkomumikla landslag sem í boði verður í þessari nýju Pangeu eftir 250 milljón ár.

Og heldur ekki jurtirnar sem þá verða á dögum. Fyrir 250 milljónum ára voru blómjurtir ekki til. Svo næstu 250 milljón árin gætu þróast einhverjar alveg splunkunýjar jurtategundir sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur núna.

Næstum synd að fá ekki að njóta þess.

En við höfum nóg að njóta hér og nú.

Ef við skemmum ekki of mikið í kringum okkur — og gætum þess að skrimta enn um sinn.

Hér er svo kortið yfir Jörðina eftir 250 ár sem ég tók traustataki á síðunni Simon shows you maps en ég breytti örlítið.

Hér eru merkt inn borgarstæði nokkurra nútímaborgaþótt auðvitað verði þær löngu orðnar að dufti eftir 250 milljón ár.
Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár