Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Meirihluti íbúa telur stórfyrirtækið reyna að kaupa sér velvild með fjárstyrkjum

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið ver pen­ing­um í styrk­veit­ing­ar í Ölfusi til að reyna að auka vel­vild íbúa í sinn garð í að­drag­anda bygg­ing­ar möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn. Þetta er mat meiri­hluta íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu, sam­kvæmt könn­un sem Maskína gerði fyr­ir Heim­ild­ina. Tals­mað­ur Heidel­bergs, Þor­steinn Víg­lunds­son. hef­ur lýst and­stæðri skoð­un í við­töl­um um styrk­ina og sagt að það sé af og frá að þetta vaki fyr­ir þýska fyr­ir­tæk­inu.

Meirihluti íbúa telur stórfyrirtækið reyna að kaupa sér velvild með fjárstyrkjum
Meirihlutinn ósammála Þorsteini og Heidelberg Meirihluti íbúa í Ölfusi telur að þýska sementsfyrirtækið Heidelberg reyni að kaupa sér velvild íbúa í sveitarfélaginu með fjárstyrkjum til félagasamtaka og líknkarfélaga. Þorsteinn Víglundsson, talsmaður fyrirtækisins á Íslandi, hefur sagt að þetta sé af og frá markmið félagsins.

Meirihluti íbúa í Ölfusi telur að þýska sementsfyrirtækið Heidelberg sé að reyna að kaupa sér velvild íbúa í sveitarfélaginu með því að veita félagasamtökum þar fjárstyrki. Þetta er niðurstaðan úr könnun sem Maskína vann fyrir Heimildina. Heidelberg veitti 3,5 milljóna króna styrki til slíkra félaga í Ölfusi fyrir jól, meðal annars til björgunarsveitarinnar Mannbjargar.  Heimildin fjallaði um styrkina nú í janúar. 

Heidelberg ætlar að byggja verksmiðju í Þorlákshöfn sem á að mala móberg til útflutnings. Móbergsmulninginn á svo að nota í sementsgerð.  Bygging verksmiðjunnar er umdeild í Þorlákshöfn og Ölfusi og sýnir viðhorfskönnun Maskínu til dæmis að rúmlega tvöfalt fleiri íbúar eru á móti verksmiðjunni en eru fylgjandi henni. Áður en af byggingu verksmiðjunnar verður ákveðin mun fara fram íbúakosning um hana. Heidelberg þarf því á endanum að stóla á stuðning íbúa Ölfuss ef verksmiðjan á að verða byggð. 

„Mér dettur ekki í hug að styrkir okkar til samfélagslegra verkefna í Þorlákshöfn breyti nokkru um það hvort fólk vilji hafa þessa verksmiðju þarna eða ekki.“
Þorsteinn Víglundsson,
talsmaður Heidelberg á Íslandi

Meirihluti bæjarbúa ósammála Þorsteini

Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelbergs á Íslandi og fyrrverandi ráðherra, steig fram í kjölfar fréttaflutnings Heimildarinnar um styrkina og sagði að það væri af og frá að fyrirtækið væri að reyna að kaupa sér velvild með styrkjunum. „Fyrirtækið hafnar alfarið grófum aðdróttunum um nokkurs konar mútustarfsemi eða óeðlileg samskipti í því skyni að kaupa sér velvild eða fyrirgreiðslu.“

Miðað við svör íbúa í Ölfusi um styrkveitingar Heidelbergs í könnun Maskínu telur meirihluti þeirra hins vegar að þýska fyrirtækið sé að reyna að kaupa sér velvild íbúa með styrkjunum. 52,5 prósent þeirra sem svöruðu voru fremur eða mjög sammála því að Heidelberg væri að reyna að kaupa sér velvild íbúa í Ölfusi á meðan 24,3 prósent voru mjög eða fremur ósammála því að sementsfyrirtækið væri að reyna að kaupa sér velvild íbúanna. 

Þorsteinn segir í viðtali við Heimildina í dag að honum þyki sú túlkun „súr að Heidelberg sé að reyna að kaupa sér stuðning íbúa: „Bara svo það sé skýrt, og það var þetta sem mér misbauð í ykkar fréttaflutningi, að það að líta á samfélagslega styrki sem tilraun til að bera fé á fólk og hafa áhrif á umræðuna í samfélaginu finnst mér algjörlega fjarstæðukennt. Mér dettur ekki í hug að styrkir okkar til samfélagslegra verkefna í Þorlákshöfn breyti nokkru um það hvort fólk vilji hafa þessa verksmiðju þarna eða ekki.

Miðað við svör íbúa Ölfuss í könnun Maskínu er meirihluti þeirra ósammála þessari túlkun Þorsteins og Heidelbergs á tilgangi fjárstyrkjanna.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sævar Helgason skrifaði
    Ibúar Hafnarfjarðar höfnuðu, meira en tvöföldun stækkunnar Ísal , fyrir einum og hálfum áratug-í íbúakosningu . Fólki hugnaðist ekki svoleiðis risaverksmiðja inni í bænum. Þó átti og á ÍSAL mikla velvild í bænum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Velgjörðarmenn Elliða hafa bæði hagsmuni af námum í sjó og á landi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Vel­gjörð­ar­menn Ell­iða hafa bæði hags­muni af nám­um í sjó og á landi

Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son námu­fjár­fest­ar hafa fjöl­þættra hags­muna að gæta af því að möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg rísi í Ölfusi og að fyr­ir­tæk­ið fái að vinna efni af hafs­botni við Land­eyj­ar. Elliði Vign­is­son seg­ir til­gát­ur um hags­muna­árekstra tengda námu­fjár­fest­un­um lang­sótt­ar. Harð­ar deil­ur eru um verk­smiðj­una og efnis­tök­una.
Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Stór­iðja og land­eldi tak­ast á í eitr­uðu andrum­slofti í Ölfusi

Mikl­ar deil­ur eru komn­ar upp í við­skipta- og stjórn­mála­líf­inu í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi um möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg. Íbúa­kosn­ingu um möl­un­ar­verk­smiðj­una hef­ur ver­ið frest­að vegna gagn­rýni frá land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu First Water sem tel­ur verk­smiðj­una skað­lega fyr­ir starf­semi þess.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
5
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
„Sjálfsagt verða báðir jafn óánægðir með niðurstöðuna“
6
Fréttir

„Sjálfsagt verða báð­ir jafn óánægð­ir með nið­ur­stöð­una“

Eini stjórn­ar­mað­ur­inn í stjórn Vatna­jök­uls­þjóð­garðs sem lagð­ist gegn opn­un Von­ar­skarðs fyr­ir vél­knúna um­ferð seg­ir mál­ið hafa ver­ið keyrt í gegn nú rétt fyr­ir kosn­ing­ar af for­manni og vara­for­manni sem skip­að­ir voru af um­hverf­is­ráð­herra sem stend­ur í kosn­inga­bar­áttu. Formað­ur stjórn­ar­inn­ar hafn­ar þessu al­far­ið og seg­ir að eng­inn póli­tísk­ur þrýst­ing­ur hafi ver­ið til stað­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
4
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár