Nokkrir fjárfestar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði flugfélagsins WOW air síðsumars árið 2018 telja sig hafa verið blekkta í útboðinu og vilja sækja rúmlega 2,8 milljarða króna skaðabætur til æðstu stjórnenda félagsins. Skaðabótamál þeirra gegn fyrrverandi stjórnendum WOW air er nú fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Fjárfestarnir telja að WOW air hafi verið ógjaldfært um mitt ár 2018 og hefði þar af leiðandi átt að vera gefið upp til gjaldþrotaskipta þá. Þetta byggja fjárfestarnir meðal annars á skýrslu sem endurskoðendafyrirtækið Deloitte vann fyrir þrotabú flugfélagsins.
Stefna fjárfestanna beinist að forstjóra og stærsta hluthafa WOW air, Skúla Mogensen, og fjórum stjórnarmönnum í félaginu. Þetta eru þau Liv Bergþórsdóttir, Davíð Másson, Helga Hlín Hákonardóttir og Basil Ben Baldanza. Stefnendurnir telja að þessir stjórnendur WOW air hafi beitt blekkingum um fjárhagsstöðu flugfélagsins í aðraganda skuldabréfaútboðsins og séu því skaðabótaskyld. Skaðabæturnar sem krafist er nema þeirri upphæð sem fjárfestarnir lögðu í skuldabréf WOW, auk vaxta. …
Athugasemdir