Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1009. spurningaþrautin: Afar bölsýnn heimspekingur og fleira

1009. spurningaþrautin:  Afar bölsýnn heimspekingur og fleira

Fyrri aukaspurning:

Flugvélin á myndinni hér að ofan er endurgerð frægrar flugvélar. Hver var frægasti flugmaður þeirrar upprunalegu?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er fjölmennasti þéttbýlisstaður á Íslandi sem stendur ekki við sjó? Athugið að hér er spurt um þéttbýlisstaði, ekki sameinaða kaupstaði eða stjórnsýslueiningar.

2.  Hvað snertir íbúafjölda er svo lítill munur á næstu tveim þéttbýlisstöðum, sem ekki eru við sjó, að vart má á milli sjá. Hvaða tveir staðir eru þetta? Og nefna þarf báða.

3.  Þýsk kvikmynd fékk á dögunum 9 tilnefningar til Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin. Hvað heitir myndin?

4.  Myndin gerist í tiltekinni styrjöld. Hvaða stríð er það?

5.  Í hvaða sæti lenti Ísland á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í handbolta?

6.  Hvaða landsliðsmaður lýsti því yfir í miðju móti að hann væri að hugsa um að bjóða sig fram til forseta Íslands?

7.  Hvaða ráðherra hefur að undanförnu talað fyrir því að opinberir starfsmenn og valdamiklir aðilar í samfélaginu sitji námskeið í hatursorðræðu?

8.  Arndís Þórarinsdóttir fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin á dögunum fyrir barnabók sína sem heitir ... hvað?

9.  Hver er næstminnst af reikistjörnunum átta?

10.  Í sagnabálki einum kemur við sögu afar bölsýnn heimspekingur sem gengur undir nafninu Bísamrottan. Heimspeki Bísamrottunnar er svo svartsýn að hún var ekki höfð með í þekktri teiknimyndaseríu eftir bálkinum. Hvaða sagnabálkur er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi karl virðist fremur óttasleginn. Hvaða nýju ábyrgð gæti hann hugsanlega óttast um þessar mundir?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Selfoss.

2.  Hveragerði og Egilsstaðir.

3.  Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum, Im Westen nichts Neues, All Quiet on the Western Front.

4.  Fyrri heimsstyrjöld.

5.  Tólfta.

6.  Björgvin Páll.

7.  Katrín Jakobsdóttir.

8.  Kollhnís.

9.  Mars.

10.  Bækurnar um múmínálfana.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er vélin sem Charles Lindbergh flaug yfir Atlantshafið 1927.

Karlinn á neðri myndinni (Chris Hipkins) gæti verið smeykur við ábyrgð sína sem nýr forsætisráðherra Nýja Sjálands.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár