Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1009. spurningaþrautin: Afar bölsýnn heimspekingur og fleira

1009. spurningaþrautin:  Afar bölsýnn heimspekingur og fleira

Fyrri aukaspurning:

Flugvélin á myndinni hér að ofan er endurgerð frægrar flugvélar. Hver var frægasti flugmaður þeirrar upprunalegu?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er fjölmennasti þéttbýlisstaður á Íslandi sem stendur ekki við sjó? Athugið að hér er spurt um þéttbýlisstaði, ekki sameinaða kaupstaði eða stjórnsýslueiningar.

2.  Hvað snertir íbúafjölda er svo lítill munur á næstu tveim þéttbýlisstöðum, sem ekki eru við sjó, að vart má á milli sjá. Hvaða tveir staðir eru þetta? Og nefna þarf báða.

3.  Þýsk kvikmynd fékk á dögunum 9 tilnefningar til Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin. Hvað heitir myndin?

4.  Myndin gerist í tiltekinni styrjöld. Hvaða stríð er það?

5.  Í hvaða sæti lenti Ísland á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í handbolta?

6.  Hvaða landsliðsmaður lýsti því yfir í miðju móti að hann væri að hugsa um að bjóða sig fram til forseta Íslands?

7.  Hvaða ráðherra hefur að undanförnu talað fyrir því að opinberir starfsmenn og valdamiklir aðilar í samfélaginu sitji námskeið í hatursorðræðu?

8.  Arndís Þórarinsdóttir fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin á dögunum fyrir barnabók sína sem heitir ... hvað?

9.  Hver er næstminnst af reikistjörnunum átta?

10.  Í sagnabálki einum kemur við sögu afar bölsýnn heimspekingur sem gengur undir nafninu Bísamrottan. Heimspeki Bísamrottunnar er svo svartsýn að hún var ekki höfð með í þekktri teiknimyndaseríu eftir bálkinum. Hvaða sagnabálkur er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi karl virðist fremur óttasleginn. Hvaða nýju ábyrgð gæti hann hugsanlega óttast um þessar mundir?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Selfoss.

2.  Hveragerði og Egilsstaðir.

3.  Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum, Im Westen nichts Neues, All Quiet on the Western Front.

4.  Fyrri heimsstyrjöld.

5.  Tólfta.

6.  Björgvin Páll.

7.  Katrín Jakobsdóttir.

8.  Kollhnís.

9.  Mars.

10.  Bækurnar um múmínálfana.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er vélin sem Charles Lindbergh flaug yfir Atlantshafið 1927.

Karlinn á neðri myndinni (Chris Hipkins) gæti verið smeykur við ábyrgð sína sem nýr forsætisráðherra Nýja Sjálands.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár