Fyrri aukaspurning:
Flugvélin á myndinni hér að ofan er endurgerð frægrar flugvélar. Hver var frægasti flugmaður þeirrar upprunalegu?
***
Aðalspurningar:
1. Hver er fjölmennasti þéttbýlisstaður á Íslandi sem stendur ekki við sjó? Athugið að hér er spurt um þéttbýlisstaði, ekki sameinaða kaupstaði eða stjórnsýslueiningar.
2. Hvað snertir íbúafjölda er svo lítill munur á næstu tveim þéttbýlisstöðum, sem ekki eru við sjó, að vart má á milli sjá. Hvaða tveir staðir eru þetta? Og nefna þarf báða.
3. Þýsk kvikmynd fékk á dögunum 9 tilnefningar til Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin. Hvað heitir myndin?
4. Myndin gerist í tiltekinni styrjöld. Hvaða stríð er það?
5. Í hvaða sæti lenti Ísland á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í handbolta?
6. Hvaða landsliðsmaður lýsti því yfir í miðju móti að hann væri að hugsa um að bjóða sig fram til forseta Íslands?
7. Hvaða ráðherra hefur að undanförnu talað fyrir því að opinberir starfsmenn og valdamiklir aðilar í samfélaginu sitji námskeið í hatursorðræðu?
8. Arndís Þórarinsdóttir fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin á dögunum fyrir barnabók sína sem heitir ... hvað?
9. Hver er næstminnst af reikistjörnunum átta?
10. Í sagnabálki einum kemur við sögu afar bölsýnn heimspekingur sem gengur undir nafninu Bísamrottan. Heimspeki Bísamrottunnar er svo svartsýn að hún var ekki höfð með í þekktri teiknimyndaseríu eftir bálkinum. Hvaða sagnabálkur er þetta?
***
Seinni aukaspurning:
Þessi karl virðist fremur óttasleginn. Hvaða nýju ábyrgð gæti hann hugsanlega óttast um þessar mundir?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Selfoss.
2. Hveragerði og Egilsstaðir.
3. Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum, Im Westen nichts Neues, All Quiet on the Western Front.
4. Fyrri heimsstyrjöld.
5. Tólfta.
6. Björgvin Páll.
7. Katrín Jakobsdóttir.
8. Kollhnís.
9. Mars.
10. Bækurnar um múmínálfana.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri mynd er vélin sem Charles Lindbergh flaug yfir Atlantshafið 1927.
Karlinn á neðri myndinni (Chris Hipkins) gæti verið smeykur við ábyrgð sína sem nýr forsætisráðherra Nýja Sjálands.
Athugasemdir