Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1009. spurningaþrautin: Afar bölsýnn heimspekingur og fleira

1009. spurningaþrautin:  Afar bölsýnn heimspekingur og fleira

Fyrri aukaspurning:

Flugvélin á myndinni hér að ofan er endurgerð frægrar flugvélar. Hver var frægasti flugmaður þeirrar upprunalegu?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er fjölmennasti þéttbýlisstaður á Íslandi sem stendur ekki við sjó? Athugið að hér er spurt um þéttbýlisstaði, ekki sameinaða kaupstaði eða stjórnsýslueiningar.

2.  Hvað snertir íbúafjölda er svo lítill munur á næstu tveim þéttbýlisstöðum, sem ekki eru við sjó, að vart má á milli sjá. Hvaða tveir staðir eru þetta? Og nefna þarf báða.

3.  Þýsk kvikmynd fékk á dögunum 9 tilnefningar til Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin. Hvað heitir myndin?

4.  Myndin gerist í tiltekinni styrjöld. Hvaða stríð er það?

5.  Í hvaða sæti lenti Ísland á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í handbolta?

6.  Hvaða landsliðsmaður lýsti því yfir í miðju móti að hann væri að hugsa um að bjóða sig fram til forseta Íslands?

7.  Hvaða ráðherra hefur að undanförnu talað fyrir því að opinberir starfsmenn og valdamiklir aðilar í samfélaginu sitji námskeið í hatursorðræðu?

8.  Arndís Þórarinsdóttir fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin á dögunum fyrir barnabók sína sem heitir ... hvað?

9.  Hver er næstminnst af reikistjörnunum átta?

10.  Í sagnabálki einum kemur við sögu afar bölsýnn heimspekingur sem gengur undir nafninu Bísamrottan. Heimspeki Bísamrottunnar er svo svartsýn að hún var ekki höfð með í þekktri teiknimyndaseríu eftir bálkinum. Hvaða sagnabálkur er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi karl virðist fremur óttasleginn. Hvaða nýju ábyrgð gæti hann hugsanlega óttast um þessar mundir?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Selfoss.

2.  Hveragerði og Egilsstaðir.

3.  Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum, Im Westen nichts Neues, All Quiet on the Western Front.

4.  Fyrri heimsstyrjöld.

5.  Tólfta.

6.  Björgvin Páll.

7.  Katrín Jakobsdóttir.

8.  Kollhnís.

9.  Mars.

10.  Bækurnar um múmínálfana.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er vélin sem Charles Lindbergh flaug yfir Atlantshafið 1927.

Karlinn á neðri myndinni (Chris Hipkins) gæti verið smeykur við ábyrgð sína sem nýr forsætisráðherra Nýja Sjálands.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotaþolinn tekur skellinn
6
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár