Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1009. spurningaþrautin: Afar bölsýnn heimspekingur og fleira

1009. spurningaþrautin:  Afar bölsýnn heimspekingur og fleira

Fyrri aukaspurning:

Flugvélin á myndinni hér að ofan er endurgerð frægrar flugvélar. Hver var frægasti flugmaður þeirrar upprunalegu?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er fjölmennasti þéttbýlisstaður á Íslandi sem stendur ekki við sjó? Athugið að hér er spurt um þéttbýlisstaði, ekki sameinaða kaupstaði eða stjórnsýslueiningar.

2.  Hvað snertir íbúafjölda er svo lítill munur á næstu tveim þéttbýlisstöðum, sem ekki eru við sjó, að vart má á milli sjá. Hvaða tveir staðir eru þetta? Og nefna þarf báða.

3.  Þýsk kvikmynd fékk á dögunum 9 tilnefningar til Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin. Hvað heitir myndin?

4.  Myndin gerist í tiltekinni styrjöld. Hvaða stríð er það?

5.  Í hvaða sæti lenti Ísland á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í handbolta?

6.  Hvaða landsliðsmaður lýsti því yfir í miðju móti að hann væri að hugsa um að bjóða sig fram til forseta Íslands?

7.  Hvaða ráðherra hefur að undanförnu talað fyrir því að opinberir starfsmenn og valdamiklir aðilar í samfélaginu sitji námskeið í hatursorðræðu?

8.  Arndís Þórarinsdóttir fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin á dögunum fyrir barnabók sína sem heitir ... hvað?

9.  Hver er næstminnst af reikistjörnunum átta?

10.  Í sagnabálki einum kemur við sögu afar bölsýnn heimspekingur sem gengur undir nafninu Bísamrottan. Heimspeki Bísamrottunnar er svo svartsýn að hún var ekki höfð með í þekktri teiknimyndaseríu eftir bálkinum. Hvaða sagnabálkur er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi karl virðist fremur óttasleginn. Hvaða nýju ábyrgð gæti hann hugsanlega óttast um þessar mundir?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Selfoss.

2.  Hveragerði og Egilsstaðir.

3.  Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum, Im Westen nichts Neues, All Quiet on the Western Front.

4.  Fyrri heimsstyrjöld.

5.  Tólfta.

6.  Björgvin Páll.

7.  Katrín Jakobsdóttir.

8.  Kollhnís.

9.  Mars.

10.  Bækurnar um múmínálfana.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er vélin sem Charles Lindbergh flaug yfir Atlantshafið 1927.

Karlinn á neðri myndinni (Chris Hipkins) gæti verið smeykur við ábyrgð sína sem nýr forsætisráðherra Nýja Sjálands.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár