Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fylgi Framsóknar í borginni hrynur en meirihlutinn bætir samt við sig

Næst­um helm­ing­ur borg­ar­búa er óánægð­ur með störf borg­ar­stjóra en flokk­ur hans mæl­ist samt sem áð­ur stærsti flokk­ur­inn í borg­inni. Pírat­ar bæta við sig mestu fylgi en all­ir í minni­hluta nema Sósí­al­ista­flokk­ur­inn hafa tap­að fylgi frá síð­ustu kosn­ing­um.

Fylgi Framsóknar í borginni hrynur en meirihlutinn bætir samt við sig
Á bæn? Einar Þorsteinsson leiddi Framsóknarflokkinn til mikils kosningasigurs fyrir örfáum mánuðum síðan. Fylgið hefur dregist saman um rúmlega tíu prósentustig siðan þá. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Framsóknarflokkurinn í Reykjavík, undir forystu Einars Þorsteinssonar, mælist með 8,2 prósent fylgi í nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur í borgarstjórnarkosningunum  í fyrravor þegar hann fékk 18,7 prósent atkvæða. Því hefur Framsókn tapað 10,5 prósentustigum af fylgi það sem af er kjörtímabili, en Einar mun taka við sem borgarstjóri um næstu áramót. 

Hinir flokkarnir sem mynduðu meirihluta með Framsóknarflokknum; Samfylkingin, Píratar og Viðreisn, bæta allir við sig fylgi frá kosningunum. Samfylkingin bætir við sig 3,1 prósentustigi, mælist stærsti flokkurinn í borginni og nýtur stuðnings 23,4 prósent kjósenda. Píratar bæta mesta allra flokka við sig, tæpum níu prósentustigum, og mælast með 20,4 prósent fylgi. Viðreisn fer svo úr 5,2 í 6,8 prósent fylgi. Samanlagt mælist fylgi flokkanna sem mynda meirihlutann 58,8 prósent. Það er þremur prósentustigum meira en þeir fengu í kosningunum í maí í fyrra. 

Af því leiðir að minna hlutfall kjósenda myndi vilja kjósa flokkanna sem sitja í minnihluta borgarstjórnar nú en gerðu það í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokkurinn í minnihluta og sá sem fékk flest atkvæði allra í síðustu kosningum, mælist nú með 22,3 prósent fylgi. Það er 2,2 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í fyrravor. Flokkur fólksins fer úr 4,5 í 3,8 prósent og Vinstri græn úr 4,0 í 3,3 prósent. 

Eini flokkurinn í minnihlutanum sem bætir við sig fylgi frá kosningum er Sósíalistaflokkur Íslands, sem fer úr 7,7 í 9,6 prósent. 

Sanna stendur sig best

Maskína mældi einnig ánægju með meiri- og minnihluta og það hvort fólki fyndist Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, standa sig vel. Einungis 21,5 prósent sögðu að þeim fyndist meirihlutinn vera að standa sig vel og 46,6 prósent töldu hann raunar vera að standa sig illa. 

Aðspurðir voru þó enn minna hrifnir af frammistöðu minnihlutans. Einungis 11,7 prósent sögðu að hann stæði sig vel og 44,9 prósent telja að hann hafi staðið sig illa. Alls sögðust tæplega 28 prósent vera ánægð með störf Dags sem borgarstjóra en 48 prósent voru óánægð með hann.

ÁnægjaSanna Magdalena Mörtudóttir er sá borgarfulltrúi sem flestir eru ánægðir með.

Maskína spurði líka um þann borgarfulltrúa sem fólki þótti hafa staðið sig best. Þar nefndu flestir, 15,5 prósent, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalistaflokksins. Dagur kom þar á eftir með 12,9 prósent og fast á hæla hans Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, var nefnd af 10,3 prósent aðspurðra en Einar Þorsteinsson, væntanlegur borgarstjóri, af einungis 8,5 prósent. 

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 702, en þeir eru á aldrinum 18 ára og eldri og búsettir í Reykjavík. Könnunin fór fram 25. nóvember til 2. desember 2022. Niðurstöðurnar voru fyrst birtar í dag.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvítlaukur sem náttúrulegt lyf
6
Matur

Hvít­lauk­ur sem nátt­úru­legt lyf

Hvít­lauk­ur hef­ur ver­ið not­að­ur til mat­ar og lækn­inga í þús­und­ir ára, eða allt frá Forn-Egypt­um og keis­ur­un­um í Kína. Það var Hipp­ó­kra­tes, fað­ir lækn­is­fræð­inn­ar, sem skil­greindi hvít­lauk­inn sem lyf og Arist­óteles gerði það einnig. Lou­is Paste­ur, franski ör­veru­fræð­ing­ur­inn, veitti sýkla­drep­andi verk­un hvít­lauks­ins at­hygli á miðri 19. öld og í heims­styrj­öld­inni fyrri var hvít­lauk­ur not­að­ur til að bakt­erí­ur kæm­ust ekki í sár. Enn þann dag í dag not­ar fólk hvít­lauk gegn kvefi, háls­bólgu og flensu og jafn­vel há­um blóð­þrýst­ingi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár