Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Loks tókst að skipa nýjan dómara við Mannréttindadómstólinn

Ís­land hef­ur í fyrsta sinn skip­að konu, Odd­nýju Mjöll Arn­ar­dótt­ur, í embætti dóm­ara við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Aug­lýsa þurfti tvisvar eft­ir um­sókn­um í embætt­ið, en Ró­bert Spanó lauk störf­um við dóm­stól­inn í lok októ­ber.

Loks tókst að skipa nýjan dómara við Mannréttindadómstólinn
Níu ár Dómarar sem skipaðir eru við Mannréttindadómstólinn eru skipaðir til níu ára í senn. Mynd: Stjórnarráðið

Oddný Mjöll Arnardóttir var í dag kosin dómari við Mannréttindadómstól Evrópu af þingi Evrópuráðsins. Hún er fyrsta konan sem er skipuð af Íslandi sem dómari við dómstólinn en skipunartíminn er til níu ára. 

Róbert Spanó var íslenski dómarinn við Mannréttindadómstólinn frá árinu 2013, en skipunartími hans rann út í október fyrra. Róbert, sem var forseti dómstólsins frá 2020,  mátti ekki sækjast eftir áframhaldandi setu.

Embætti íslenska dómarans var fyrst auglýst til umsóknar seint á árinu 2021, með það fyrir augum að íslenska ríkið gæti skipað nýjan dómara til að taka við af Róberti þegar skipunartími hans leið undir lok. Þá sóttu þrír um emb­ætt­ið. Auk Odd­nýjar voru það Jónas Þór Guð­­munds­­son, ­lög­­mað­ur og stjórn­ar­for­maður Lands­virkj­un­ar, og Stefán Geir Þór­is­son, lög­mað­ur­.  

Fimm manna nefnd sem Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra skip­aði til að leggja mat á þessa þrjá umsækj­endur lauk störf­um í byrjun febr­ú­ar 2022. Nið­­ur­­staða hennar var sú að allir umsækj­end­­urnir þrír sem sótt­­ust eftir til­­­nefn­ingu teld­ust hæfir til að vera verða til­­­nefndir af hálfu Íslands. 

Í byrjun júní í fyrra tók svo nefnd ráð­gjafa á vegum Evr­ópu­ráðs­ins umsækj­end­urna í við­tal. Eftir þau við­töl drógu Jónas og Stefán Geir hins vegar umsóknir sínar til baka. Við­mæl­endur Heimildarinnar segja að nefndin hafi frestað því að skila nið­ur­stöðu sinni eftir við­tölin þar sem umsækjendahópurinn í heild hafi þótt of veikur til að gegna stöð­unni. Und­an­tekn­ingin þar hafi verið Odd­ný. Þar sem reglur um skipun dóm­ara í emb­ætti hjá Mannréttindadómstólnum séu þannig að kjósa þurfi milli þriggja umsækj­enda var ekki annað að gera en að aug­lýsa aftur eftir umsækj­end­um. 

Því var auglýst aftur eftir umsækjendum og í ágúst 2022 var greint frá því að þrír hefðu sótt um. Oddný var sú eina úr fyrri hópnum sem gerði það að nýju. Auk hennar sóttu Dóra Guð­munds­dóttir lög­fræð­ingur og Páll Þór­halls­son, skrif­stofu­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, um embættið.

Oddný hefur verið landsréttardómari frá 2018 en áður var hún prófessor, bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, auk þess að vera sjálfstætt starfandi lögmaður. Hún er með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands og doktorspróf frá lagadeild Edinborgarháskóla.

Mannréttindadómstóll Evrópu var stofnaður árið 1959 á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og er aðsetur hans í Strassborg í Frakklandi. Dómstóllinn fjallar um mál sem til hans er vísað af einstaklingum og samningsaðilum vegna meintra brota á ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu eða samningsviðaukum við hann. Alls eiga 46 dómarar frá aðildarríkjum Evrópuráðsins sæti í dómstólnum.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvítlaukur sem náttúrulegt lyf
6
Matur

Hvít­lauk­ur sem nátt­úru­legt lyf

Hvít­lauk­ur hef­ur ver­ið not­að­ur til mat­ar og lækn­inga í þús­und­ir ára, eða allt frá Forn-Egypt­um og keis­ur­un­um í Kína. Það var Hipp­ó­kra­tes, fað­ir lækn­is­fræð­inn­ar, sem skil­greindi hvít­lauk­inn sem lyf og Arist­óteles gerði það einnig. Lou­is Paste­ur, franski ör­veru­fræð­ing­ur­inn, veitti sýkla­drep­andi verk­un hvít­lauks­ins at­hygli á miðri 19. öld og í heims­styrj­öld­inni fyrri var hvít­lauk­ur not­að­ur til að bakt­erí­ur kæm­ust ekki í sár. Enn þann dag í dag not­ar fólk hvít­lauk gegn kvefi, háls­bólgu og flensu og jafn­vel há­um blóð­þrýst­ingi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár