Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Flóttafólki vísað á áfangaheimili fyrir fólk með vímuefnavanda

„Ég er að leigja virk­um fíkl­um og um­sækj­end­um um al­þjóð­lega vernd,“ stað­fest­ir Arn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mað­ur áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um.

Flóttafólki vísað á áfangaheimili fyrir fólk með vímuefnavanda
Herbergi flóttamanns Tveir flóttamenn deila herberginu á myndinni fyrir ofan og borga þeir hvor um sig 140 þúsund krónur í leigu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Flóttafólk leigir herbergi á áfangaheimili fyrir fólk með vímuefnavanda. Það staðfestir Arnar Hjálmtýsson, forstöðumaður áfangaheimilisins Betra líf í Vatnagörðum. 

„Já, ég er að leigja virkum fíklum og umsækjendum um alþjóðlega vernd,“ segir Arnar. Aðspurður hvernig það fari saman að leigja þessum ólíku hópum herbergi í sama húsnæði segir hann að það sé hægt að loka af svæði í húsnæðinu og skipta því upp í þrjár einingar. 

Alls leigja sex flóttamenn herbergi á áfangaheimilinu um þessar mundir. Fyrir tveggja manna herbergi greiða tveir menn 140 þúsund krónur hvor, samtals 280 þúsund krónur fyrir herbergið. „Þetta er ófremdarástand fyrir þennan hóp af fólki,“ segir Arnar. 

Flóttamaður sem óttaðist að vera rekinn út á götu ef nafn hans kæmi fram í viðtali við blaðamann, sagðist ekki hafa neinn annan samastað. Félagsráðgjafi hans hefði bent honum á að hægt væri að leigja herbergi í Vatnagörðum. Enginn hafi hins vegar ekki greint frá því að …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Ólason skrifaði
    Hallóóó !!!!! herbergi fyrir kr. 240.000 !!!!!! Hvað er eiginlega i gangi þarna ? Bersynilega er þarna um skrifstofur að ræða því eftir könnun er ekkert ibúðarhús, hótel eða gistihemili å svæðinu. Hver er að moka inn seðlum ??????
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár