Flóttafólk leigir herbergi á áfangaheimili fyrir fólk með vímuefnavanda. Það staðfestir Arnar Hjálmtýsson, forstöðumaður áfangaheimilisins Betra líf í Vatnagörðum.
„Já, ég er að leigja virkum fíklum og umsækjendum um alþjóðlega vernd,“ segir Arnar. Aðspurður hvernig það fari saman að leigja þessum ólíku hópum herbergi í sama húsnæði segir hann að það sé hægt að loka af svæði í húsnæðinu og skipta því upp í þrjár einingar.
Alls leigja sex flóttamenn herbergi á áfangaheimilinu um þessar mundir. Fyrir tveggja manna herbergi greiða tveir menn 140 þúsund krónur hvor, samtals 280 þúsund krónur fyrir herbergið. „Þetta er ófremdarástand fyrir þennan hóp af fólki,“ segir Arnar.
Flóttamaður sem óttaðist að vera rekinn út á götu ef nafn hans kæmi fram í viðtali við blaðamann, sagðist ekki hafa neinn annan samastað. Félagsráðgjafi hans hefði bent honum á að hægt væri að leigja herbergi í Vatnagörðum. Enginn hafi hins vegar ekki greint frá því að …
Athugasemdir (1)