Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ragnar Þór sækist eftir því að leiða VR áfram

Formað­ur VR hyggst sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri í kosn­ing­um í fé­lag­inu sem fara fram í mars. Ragn­ar Þór hef­ur leitt fé­lag­ið frá ár­inu 2017. Hann seg­ist ætla að beita sér fyr­ir því að lægja öld­urn­ar inn­an Al­þýðu­sam­bands Ís­lands, en seg­ir hreyf­ing­una þverklofna.

Ragnar Þór sækist eftir því að leiða VR áfram
Formannskjör framundan Ragnar Þór Ingólfsson hefur verið formaður VR frá 2017. Mynd: Eyþór Árnason

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur tilkynnt að hann hyggist bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í félaginu, en kosningar fara fram í félaginu í marsmánuði. Ragnar Þór hefur verið formaður VR frá 2017.

Í færslu á Facebook segir Ragnar Þór að þrátt fyrir „neikvæða umræðu um verkalýðshreyfinguna“ standi VR „ákafleglega vel“ og starf stjórnar og skrifstofu félagsins hafi verið „framúrskarandi gott og einkennst af mikilli samheldni og virðingu“.

„Á síðasta ári fór félagsaðild í fyrsta skipti yfir 40 þúsund sem gerir félagið að lang stærsta stéttarfélagi landsins. Við munum halda áfram þeirri góðu vinnu við breytingar á félaginu til að koma betur til móts við breytingar á vinnumarkaði og ólíkar þarfir ólíkra hópa innan okkar raða,“ segir Ragnar Þór í færslu sinni.

Ætlaði að verða formaður ASÍ í október

Hann segir mikla orku hafa farið í innbyrðis átök á vettvangi Alþýðusambands Íslands og að verkalýðshreyfingin sé „þverklofin“, en í októbermánuði leit allt út fyrir að Ragnar Þór yrði næsti forseti ASÍ, eftir að hafa gefið kost á sér. Þá ætlaði hann að hætta formennsku í VR.

Hann dró þó framboð sitt til baka á síðustu stundu og yfirgaf 45. þing ASÍ ásamt þeim Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar og Vilhjálmi Birgissyni formanni Starfsgreinasambandsins og VLFA. 

Í færslu sinni segist Ragnar Þór trúa því að „hreyfingunni beri gæfa til að vinna sig í gegnum þessa stöðu á komandi framhaldsþingi ASÍ“ sem boðað var til í kjölfar þess að þing ASÍ í október leystist upp í kjölfar útgöngu verkalýðsleiðtoganna þriggja, og segist Ragnar Þór sjálfur ætla að leggja sitt af mörkum til þess að það grói um heilt innan hreyfingarinnar.

Húsnæðismál í forgrunni

Um formannsframboð sitt segir Ragnar Þór að hans áherslur verði að halda áfram að bæta kjör og réttindi félagsfólks, að berjast fyrir réttlátara samfélagi og veita stjórnvöldum aðhald. Hann segir að stóru málin verði sem fyrr húsnæðismálin og að þar beri helst að nefna „aukna leiguvernd og aðgerðir vegna stöðu þeirra sem eru með stökkbreytt húsnæðislán“ auk áframhaldandi uppbyggingu leigufélaganna Bjargs og Blævar.

Formaður VR er kjörinn til tveggja ára í senn og hefur Ragnar Þór í tvígang endurnýjað umboð sitt. Er hann gerði það síðast árið 2021 fékk hann mótframboð frá Helgu Guðrúnu Jónasdóttur almannatengli. 

Þá urðu úrslit þau að Ragnar Þór hlaut rúm 63 prósent atkvæða, 6.526 atkvæði alls en Helga Guðrún 3.549 atkvæði og rúm 34 prósent. Alls voru 35.919 á kjörskránni þá. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu