Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gömlu eftirlaunalögin kostuðu ríkissjóð 888 milljónir króna í fyrra

Um nokk­urra ára skeið voru í gildi eft­ir­launa­lög sem færðu þing­mönn­um og sér­stak­lega ráð­herr­um auk­in eft­ir­launa­rétt­indi. Þau voru rök­studd þannig að í þeim fæl­ist hvati fyr­ir stjórn­mála­menn til að draga sig í hlé og víkja fyr­ir yngra fólki „án þess að hætta fjár­­­hags­­­legri af­komu sinn­i“.

Gömlu eftirlaunalögin kostuðu ríkissjóð 888 milljónir króna í fyrra
Fjórða ráðuneyti Davíðs Oddssonar Ríkisstjórnin sem sat að völdum þegar frumvarpið var samþykkt samastóð af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þeir flokkar unnu saman frá árinu 1995 og til ársins 2007, eða í þrjú kjörtímabil í röð.

Ríkissjóður greiddi um 888 milljónir króna á síðasta ári vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna sem byggja á umdeildum eftirlaunalögum sem voru í gildi frá lokum árs 2003 og til byrjun mars 2009, eða í rúm fimm ár. Lögin voru samþykkt undir þeim formerkjum að gera þyrfti fólki sem gefið hafði sig að stjórnmálum tækifæri til að stíga til hliðar án þess að það þyrfti að leita sér að nýrri vinnu, en gæti samt sem áður haldið góðum kjörum. 

Á síðasta ári fengu 46 fyrrverandi ráðherrar greitt samkvæmt lögunum. Heildargreiðsla til þeirra á árinu 2022 var tæplega 174 milljónir króna. Vert er þó að taka fram að þessum greiðslum er afar misskipt. Líkt og rakið er í hliðarefni fékk sá ráðherra sem hafði hæstu eftirlaunin úr þessu fyrirkomulagi um tvær milljónir króna á mánuði í eftirlaun sem fyrrverandi forsætisráðherra. 

Fjöldi ráðherra sem þáðu eftirlaun á grundvelli laganna er sá sami og hann var árið 2021 og sex fleiri en fengu greitt á árinu 2019.

Alls 263 fyrrverandi þingmenn eða varaþingmenn fengu greidd eftirlaun á grundvelli þessara laga á síðasta ári. Samtals námu greiðslur til þeirra tæplega 714 milljónum króna. Þeim sem fá greitt með þessum hætti hefur fjölgað um 70 á þremur árum. 

Þetta kemur fram í upp­­lýs­ingum sem Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins (LSR) tók saman fyrir Heimildina. Í svari sjóðs­ins er lögð áhersla á að greiðslur vegna þess­ara rétt­inda koma úr rík­is­sjóði en ekki frá LSR og felst aðkoma sjóðs­ins að mestu leyti í utan­um­haldi og afgreiðslu.

Heimildin spurði líka hversu margir fyrrverandi ráðherrar eða þingmenn þiggi eft­ir­laun sam­hliða því að greiða iðgjöld í sjóð­inn, en geri þeir það þá þiggja þeir enn laun vegna opin­bers starfs sam­hliða eft­ir­launa­töku. Í svari LSR kemur fram að enginn fyrrverandi ráðherra eða þingmaður greiði nú iðgjald til sjóðsins af föstu starfi á vegum ríkisins eða stofnana þess.

„Lýðræðisleg nauðsyn“

Frumvarpið sem breytti eftirlaunarétti forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara var unnið á árinu 2003 og upphaflega lagt fram af fulltrúum allra þeirra fimm stjórnmálaflokka sem áttu sæti á Alþingi á þeim tíma. Flutningsmennirnir  voru Halldór Blöndal, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, Jónína Bjartmarz úr Framsóknarflokki, Þuríður Backman frá Vinstri grænum, Sigurjón Þórðarson úr Frjálslynda flokknum og Guðmundur Árni Stefánsson úr Samfylkingunni. Guðmundur Árni er sá eini úr þessum fimm manna hópi sem enn er virkur í stjórnmálum, en hann sneri aftur á þann vettvang í fyrra eftir margra ára setu sem sendiherra víða um heim. Guðmundur Árni er í dag oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og var í október 2022 kjörinn varaformaður flokksins. Hann hefur ekki útilokað að bjóða sig aftur fram til þings næst þegar kosið verður. 

Halldór mælti fyrir frumvarpinu 11. desember 2003. Með því átti meðal annars að mynda sérstakan rétt fyrir þingmenn og ráðherra, sem höfðu gegnt forystuhlutverki í stjórnmálum til lengri tíma, til að „hverfa af vettvangi þjóðmála og fara á eftirlaun fyrr en annars er heimilt í stað þess að leita sér starfs á vinnumarkaði“.

Í grein­­­ar­­­gerð frum­varps­ins sagði að það væri „lýð­ræð­is­­­leg nauð­­­syn að svo sé búið að þessum emb­ættum og störfum að það hvetji til þátt­­­töku í stjórn­­­­­málum og að þeir sem verja meg­in­hluta starfsævi sinnar til stjórn­­­­­mála­­­starfa á opin­berum vett­vangi og gegna þar trún­­­að­­­ar- og for­ust­u­­­störfum geti dregið sig í hlé og vikið fyrir yngra fólki án þess að hætta fjár­­­hags­­­legri afkomu sinn­i“.

Þar sagði einnig að það væri mik­ils­vert í lýð­ræð­is­­­þjóð­­­fé­lagi að ungt efn­is­­­fólk gæfi kost á sér til stjórn­­­­­mála­­­starfa og þyrfti ekki að tefla hag sínum í tví­­­­­sýnu með því þótt um tíma byð­ust betur launuð störf á vinn­u­­­mark­aði. „Svo virð­ist sem starfs­­­tími manna í stjórn­­­­­málum sé að stytt­­­ast eftir því sem sam­­­fé­lagið verður opn­­­ara og marg­þætt­­­ara og fjöl­miðlun meiri og skarp­­­ari.“

Sérreglur fyrir forsætisráðherra

Á meðal þess sem fólst í þessum sérstaka rétti var að fyrrverandi ráðherrar sem setið höfðu í að minnsta kosti ellefu ár samanlagt sem slíkir gátu farið á eftirlaun 55 ára, en á sama tíma var venjubundinn eftirlaunaaldur á Íslandi 67 ár, líkt og hann er í dag. Ráðherrarnir gátu þá fengið eftirlaun sem námu 70 prósent af ráðherralaunum, en það hámark hafði verið 50 prósent áður. 

Sérstakar reglur voru svo lagðar til fyrir þá sem höfðu gegnt embætti forsætisráðherra. Í ræðu sinni benti Halldór á að forsætisráðherra hverju sinni væri hinn pólitíski leiðtogi þjóðarinnar og færi með valdamesta embætti landsins. „Því þykir eðlilegt að um hann gildi sérregla sem sé nokkru hagstæðari en fyrir aðra ráðherra.“

Í sérreglunum fólst í meginatriðum að ef fyrrverandi forsætisráðherra hafði gegnt embættinu í minna en eitt kjörtímabil fékk hann 60 prósent af heildarlaunum forsætisráðherra á hverjum tíma í eftirlaunagreiðslur úr ríkissjóði. Ef hann hafði gegnt embættinu lengur en í fjögur ár fékk hann 70 prósent. Ef hann hafði gegnt embættinu lengur en tvö kjörtímabil fór hlutfallið upp í átta ár. 

„Lítil eftirsjá“

Eftirlaunafrumvarpið varð gífurlega umdeilt eftir að það var lagt fram og hluti þess hóps sem hafði staðið að framlagningu þess snerist í kjölfarið gegn því. Þegar atkvæði voru greidd um hvort frumvarpið ætti að ganga í gegn var það samþykkt með 30 atkvæðum, eða minnihluta atkvæða á Alþingi. Allir þingmenn stjórnarflokkanna á þessum tíma, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem greiddu atkvæði, sögðu já. Einn annar þingmaður gerði það, Guðmundur Árni Stefánsson. 

Í október 2008 hrundu íslensku bankarnir og kúvending varð í íslenskum stjórnmálum sem sér enn ekki fyrir endann á. Vinstriflokkar stórjuku fylgi sitt á þessum tíma og næstu árin fjölgaði flokkum sem sæti eiga á Alþingi mikið. Þeir eru nú átta og það stóð tæpt í síðustu kosningum að þeir yrðu níu. 

Fimm árum og einum degi eftir að frumvarpið var samþykkt, þann 16. desember 2008, var eftirlaunalögunum breytt. Á meðal breytinga var að lágmarksaldur þeirra sem gátu tekið eftirlaun samkvæmt þeim var hækkaður í 60 ár. 

Fimmtán dögum eftir að ný minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, með stuðningi Framsóknarflokks, tók við völdum í febrúar 2009 lagði Steingrímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra, fram frumvarp um að afnema lögin. Þegar hann mælti fyrir frumvarpinu sagði hann að það væri „sérstök ánægja að mæla fyrir þessu frumvarpi og vona að með því og afgreiðslu þess hér á Alþingi ljúki tiltekinni sögu sem lítil eftirsjá er að og að betri sátt komist á milli þings og þjóðar, að minnsta kosti hvað þennan þátt varðar“.

Frumvarpið var samþykkt með 34 greiddum atkvæðum þingmanna úr öllum þeim fimm flokkum sem áttu fulltrúa á Alþingi á þessum tíma. Enginn greiddi atkvæði á móti en 29 þingmenn voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þórður Snær Júlíusson
1
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Kom­ið á óvart í stað þess að valda okk­ur von­brigð­um

Allt stefn­ir í að næsti for­seti lands­ins verði kos­inn með um fjórð­ungi at­kvæða. Það er svip­að hlut­fall og stærsti flokk­ur­inn í síð­ustu þing­kosn­ing­um fékk, ekki langt frá þeim fjölda sem treyst­ir Al­þingi og rík­is­stjórn­inni og mun fleiri en treysta nýj­asta for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar. Ís­land er sundr­uð þjóð sem hef­ur glat­að trausti sínu á ráða­menn. Það er þeirra að vinna það aft­ur.
Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið
4
Allt af létta

Rugl­að sam­an við Höllu T. og drakk frítt allt kvöld­ið

Anna Þóra Björns­dótt­ir vissi ekki hvað­an á sig stæði veðr­ið þeg­ar fólk fór að vinda sér upp að henni fyrr í maí og tjá henni að það ætl­aði að kjósa hana til for­seta Ís­lands. Svo átt­aði hún sig á því hvað væri í gangi, kjós­end­urn­ir héldu að þeir væru að tala við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóð­anda, ekki Önnu Þóru, eig­anda Sjáðu.
Með sigg í lófunum og sigg á sálinni
5
ViðtalForsetakosningar 2024

Með sigg í lóf­un­um og sigg á sál­inni

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi veit bæði hvernig það er að borða ókeyp­is 1944-rétti í heila viku vegna pen­inga­skorts og lifa við fjár­hags­legt ör­yggi. Þrátt fyr­ir að vera með meist­ara­gráðu í hag­fræði hef­ur hann að mestu ver­ið í störf­um sem hafa lófa­sigg sem fylgi­fisk. Vikt­or – sem seg­ist hafa ver­ið bú­inn að senda út á ann­að þús­und at­vinnu­um­sókn­ir þeg­ar hann ákvað að fara í fram­boð – ætl­ar að vinna í fiski í sum­ar, sama hvort hann verð­ur for­seti Ís­lands eð­ur ei og gef­ur lít­ið fyr­ir skoð­anakann­an­ir sem spá hon­um inn­an við eitt pró­sent at­kvæða.
Tvær konur hnífjafnar í einum mest spennandi kosningum lýðveldissögunnar
6
GreiningForsetakosningar 2024

Tvær kon­ur hníf­jafn­ar í ein­um mest spenn­andi kosn­ing­um lýð­veld­is­sög­unn­ar

Loka­kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að það eru yf­ir­gnæf­andi lík­ur á því að ann­að hvort Halla Tóm­as­dótt­ir eða Katrín Jak­obs­dótt­ir verði næsti for­seti Ís­lands. Hálf millj­ón sýnd­ar­kosn­ing­ar sýna að vart er hægt að greina mun á lík­um þeirra á sigri. Leita verð­ur aft­ur til árs­ins 1980 til að finna jafn tví­sýn­ar kosn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
4
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
10
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár