Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Nýr Laugardalsvöllur þétt upp við Suðurlandsbraut?

Formað­ur Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands seg­ir margt mæla með því að nýr þjóð­ar­leik­vang­ur knatt­spyrnu verði byggð­ur þétt upp við Suð­ur­lands­braut og gamli Laug­ar­dalsvöll­ur­inn standi sem þjóð­ar­leik­vang­ur frjálsra íþrótta. Hug­mynd­in kom frá arki­tekt sem sit­ur í mann­virkja­nefnd KSÍ.

Nýr Laugardalsvöllur þétt upp við Suðurlandsbraut?
Fótboltavöllur Arkitektinn Kristján Ásgeirsson, sem situr í mannvirkjanefnd KSÍ, hefur gert þessa skissuteikningu af mögulegri staðsetningu nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu. Á myndinni styðst hann við teikningar af 15 þúsund sæta leikvangi sem unnar voru af bresku arkitektastofunni AFL. Mynd: Kristján Ásgeirsson

Á vettvangi Knattspyrnusambands Íslands er uppi hugmynd um byggingu nýs þjóðarleikvangs undir fótbolta við hlið Suðurlandsbrautar, í stað þess að endurbyggja gamla Laugardalsvöllinn sem þjóðarleikvang framtíðarinnar.

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir við Heimildina að hún telji ýmsa kosti við að fara þessa leið. „Þetta er eitthvað sem ég held að mörgum þyki áhugavert að skoða, og þar á meðal okkur,“ segir Vanda.

Reifað í þjóðarhallarskýrslu

Stuttlega var vikið að hugmyndinni í skýrslu sem framkvæmdanefnd um nýja Þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir setti fram fyrr í mánuðinum, en þar sagði að umræða um þjóðarleikvang fyrir frjálsar íþróttir annars vegar og knattspyrnu hins vegar tengdist staðarvali Þjóðarhallarinnar.

ÞjóðarleikvangurVanda Sigurgeirsdóttir er formaður KSÍ.

Bent var á að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hefðu gert ráð fyrir framtíðarsvæði undir frjálsar íþróttir austan við fyrirhugaða Þjóðarhöll, en að „aðrar hugmyndir“ væru „einnig í umræðunni“ um að byggja í staðinn knattspyrnuleikvang upp við Suðurlandsbrautina með tengingum við fyrirhugaða Þjóðarhöll, sem einnig á að liggja upp við Suðurlandsbraut. Samhliða yrði starfsemi frjálsra íþrótta flutt alfarið á Laugardalsvöll, án verulegra breytinga á honum.

„Þetta er hugmynd sem Kristján Ásgeirsson, sem er í mannvirkjanefnd KSÍ, kynnti fyrir mér fyrst og kosturinn við þetta er að þá höfum við einhvern stað til að spila á, á meðan það er verið að byggja nýja völlinn,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, en bygging nýs knattspyrnuvallar, sem hefur verið í umræðunni í mörg ár, gæti tekið á bilinu þrjú til fimm ár. 

Vanda lætur þess einnig getið, í samtali við Heimildina, að með því að fara þessa leið þyrfti ekki að farga mannvirkjunum á Laugardalsvelli í núverandi mynd, sem drægi úr umhverfisáhrifum framkvæmda og leiddi til betri nýtingar steinsteypu.

Einn nýr leikvangur í stað tveggja

Í skýrslu framkvæmdanefndar um Þjóðarhöll, sem Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, leiðir, segir að í þessu fælist einnig „mikill sparnaður“ þar sem einungis einn nýr leikvangur yrði byggður í þess að byggja nýja leikvanga fyrir bæði fótbolta og frjálsar íþróttir og niðurrif, förgun og endurbygging Laugardalsvallar yrði með þessu óþörf. 

Vinna að hugmyndum um nýjan þjóðarleikvang í knattspyrnu hefur staðið yfir undanfarin ár og í henni hefur helst verið horft til þess að Laugardalsvöllur verði endurbyggður að stórum hluta sem fótboltavöllur, án aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir. Í því ljósi hefur verið lagt upp með að byggja í framtíðinni nýjan leikvang undir frjálsar íþróttir í Laugardalnum.

Í skýrslu starfshóps um þjóðarleikvang fyrir frjálsíþróttir, sem kom út árið 2021, var þess þó getið að ef ákvörðun um að reisa nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu á nýjum stað væri „ekkert því til fyrirstöðu að nýta núverandi Laugardalsvöll, uppfærðan að nútímakröfum og svo breyttan kastvöll, auk frjálsíþróttaaðstöðu í Laugardalshöll, fyrir stórmót“.

Gæti gengið allt frá Glæsibæ upp að Laugardalshöll

Kristján Ásgeirsson er arkitekt hjá Alark-arkitektum og situr í mannvirkjanefnd KSÍ. Hann átti fund með framkvæmdanefnd Þjóðarhallarinnar seint í nóvember þar sem hann fór yfir hugmyndina um völl við Suðurlandsbrautina, sem kviknaði í hans kolli fyrir nokkrum árum þegar hann var að fást við gerð deiliskipulagstillagna fyrir hinn svokallaða Orkureit, á mótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar, en þar stendur til að byggja nokkur hundruð íbúðir á næstu árum.

DalurinnKristján telur völlinn geta komist fyrir í græna beltinu allt frá Glæsibæ að Laugardalshöll.

Á teikningum Kristjáns, sem hann hefur deilt með Heimildinni, sést nýr knattspyrnuvöllur teiknaður inn á lóðarskika sem er ská á móti Orkureitnum, en Kristján segir að í reynd gæti öll línan meðfram Suðurlandsbrautinni, frá Glæsibæ og upp að Laugardalshöllinni, hentað undir leikvang.

Leikvangurinn yrði þá vel tengdur við nýtt hryggjarstykki almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínu, sem fyrirhugað er að gangi um Suðurlandsbrautina, en Kristján lét þess einnig getið í kynningu sem hann hélt fyrir framkvæmdanefnd um Þjóðarhöll að hægt væri að hafa bílastæði vestan við leikvanginn, í bílakjallara undir vellinum eða í sérstöku bílastæðahúsi. Það væri seinni tíma úrlausnarefni.

Myndi leysa stóra vandamálið

Vanda Sigurgeirsdóttir segist ekki geta sagt til um á þessu stigi hvort þessi lending, að byggja nýjan fótboltavöll frá grunni við hlið Suðurlandsbrautarinnar, sé orðinn fyrsti kostur KSÍ í framtíðaráætlunum um þjóðarleikvang í knattspyrnu. 

„Þetta leysir náttúrlega það stóra vandamál hvar við eigum að vera á meðan völlurinn yrði endurnýjaður. Það er náttúrlega talað um að það taki kannski fjögur ár að byggja svona völl og þá er okkar stóra vandamál hvar við eigum að spila heimaleikina á meðan,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
5
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár