Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Samfylkingin mælist stærst – Með meira fylgi en Vinstri græn og Framsókn til samans

Stærstu stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arn­ir þrír mæl­ast nú með meira fylgi en rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir þrír. Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 1,8 pró­sentu­stig­um meira en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu.

Samfylkingin mælist stærst – Með meira fylgi en Vinstri græn og Framsókn til samans
Á flugi Fylgi Samfylkingarinnar hefur stökkbreyst eftir að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í flokknum í fyrrahaust. Mynd: Heiða Helgadóttir

Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í könnun sem fyrirtækið gerði 13. til 18. janúar mældist fylgi flokksins 23,6 prósent. Fylgið hefur aukist um 3,5 prósentustig síðan síðasta könnun Maskínu var birt í lok síðasta árs og um 13,7 prósentustig frá síðustu kosningum, þegar flokkurinn fékk 9,9 prósent atkvæða. 

Samfylkingin mælist nú með meira fylgi en Framsóknarflokkur og Vinstri græn til samans en samanlagt fylgi þeirra flokka, sem báðir sitja í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, mælist 20,4 prósent. 

Allir ríkisstjórnarflokkarnir hafa tapað fylgi það sem af er kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn minnst, en hann mælist með 21,8 prósent fylgi eftir að hafa fengið 24,4 prósent atkvæða haustið 2021. Framsóknarflokkurinn hefur tapað mestu, en fylgi hans hefur farið úr 17,3 í 12,1 prósent. Vinstri græn mælast nú sjötti stærsti flokkur landsins með 8,2 prósent fylgi, en flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fékk 12,6 prósent atkvæða í síðustu kosningum. 

Samanlagt hafa stjórnarflokkarnir þrír tapað 12,2 prósentustigum það sem af er kjörtímabili og mælast með 42,1 prósent fylgi. Það er nokkuð langt frá því að duga til áframhaldandi stjórnarsetu ef kosið yrði í dag og niðurstaða Maskínu kæmi upp úr kjörkössunum. 

Aðrir flokkar sem hafa bætt við sig fylgi á kjörtímabilinu, utan Samfylkingarinnar, eru Píratar og Viðreisn. Píratar hafa bætt við sig 1,8 prósentustigi og mælast með 10,4 prósent fylgi og Viðreisn 0,8 prósentustig, en fylgi flokksins mælist nú 9,1 prósent. 

Flokkur fólksins, sem mælist með 6,9 prósent fylgi, og Miðflokkurinn, sem mælist með 5,1 prósent, njóta báðir minni stuðnings nú en þeir gerðu í lok september 2021. Sömu sögu er að segja af Sósíalistaflokki Íslands, sem náði ekki inn á þing í síðustu kosningum en komst afar nálægt því. Fylgi hans mælst nú 3,6 prósent. Það minnkar um 2,5 prósentustig frá síðustu Maskínukönnun sem gerð var í lok síðasta árs.  

Athygli vekur að sameiginlegt fylgi þeirra þriggja stjórnarandstöðuflokka sem oft eru kallaðir hin frjálslynda miðja: Samfylkingin, Píratar og Viðreisn, mælist nú 43,1 prósent. Þessir þrír flokkar mælast því með meira fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir sem stendur. 

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Thoroddsen skrifaði
    Það sem skiptir mestu máli fyrir venjulegt fólk á Íslandi, er að Sjálfstæðisflokknum verði komið varanlega út úr fjármálaráðuneytinu.
    0
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Gleðileg tíðindi.
    Kristrún Frostadóttir er líklega sú eina sem nær að snúa þjóðarskútunni frá heljum.
    2
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    Fólk er farið að hugsa.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár