Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Samfylkingin mælist stærst – Með meira fylgi en Vinstri græn og Framsókn til samans

Stærstu stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arn­ir þrír mæl­ast nú með meira fylgi en rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir þrír. Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 1,8 pró­sentu­stig­um meira en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu.

Samfylkingin mælist stærst – Með meira fylgi en Vinstri græn og Framsókn til samans
Á flugi Fylgi Samfylkingarinnar hefur stökkbreyst eftir að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í flokknum í fyrrahaust. Mynd: Heiða Helgadóttir

Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í könnun sem fyrirtækið gerði 13. til 18. janúar mældist fylgi flokksins 23,6 prósent. Fylgið hefur aukist um 3,5 prósentustig síðan síðasta könnun Maskínu var birt í lok síðasta árs og um 13,7 prósentustig frá síðustu kosningum, þegar flokkurinn fékk 9,9 prósent atkvæða. 

Samfylkingin mælist nú með meira fylgi en Framsóknarflokkur og Vinstri græn til samans en samanlagt fylgi þeirra flokka, sem báðir sitja í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, mælist 20,4 prósent. 

Allir ríkisstjórnarflokkarnir hafa tapað fylgi það sem af er kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn minnst, en hann mælist með 21,8 prósent fylgi eftir að hafa fengið 24,4 prósent atkvæða haustið 2021. Framsóknarflokkurinn hefur tapað mestu, en fylgi hans hefur farið úr 17,3 í 12,1 prósent. Vinstri græn mælast nú sjötti stærsti flokkur landsins með 8,2 prósent fylgi, en flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fékk 12,6 prósent atkvæða í síðustu kosningum. 

Samanlagt hafa stjórnarflokkarnir þrír tapað 12,2 prósentustigum það sem af er kjörtímabili og mælast með 42,1 prósent fylgi. Það er nokkuð langt frá því að duga til áframhaldandi stjórnarsetu ef kosið yrði í dag og niðurstaða Maskínu kæmi upp úr kjörkössunum. 

Aðrir flokkar sem hafa bætt við sig fylgi á kjörtímabilinu, utan Samfylkingarinnar, eru Píratar og Viðreisn. Píratar hafa bætt við sig 1,8 prósentustigi og mælast með 10,4 prósent fylgi og Viðreisn 0,8 prósentustig, en fylgi flokksins mælist nú 9,1 prósent. 

Flokkur fólksins, sem mælist með 6,9 prósent fylgi, og Miðflokkurinn, sem mælist með 5,1 prósent, njóta báðir minni stuðnings nú en þeir gerðu í lok september 2021. Sömu sögu er að segja af Sósíalistaflokki Íslands, sem náði ekki inn á þing í síðustu kosningum en komst afar nálægt því. Fylgi hans mælst nú 3,6 prósent. Það minnkar um 2,5 prósentustig frá síðustu Maskínukönnun sem gerð var í lok síðasta árs.  

Athygli vekur að sameiginlegt fylgi þeirra þriggja stjórnarandstöðuflokka sem oft eru kallaðir hin frjálslynda miðja: Samfylkingin, Píratar og Viðreisn, mælist nú 43,1 prósent. Þessir þrír flokkar mælast því með meira fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir sem stendur. 

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Thoroddsen skrifaði
    Það sem skiptir mestu máli fyrir venjulegt fólk á Íslandi, er að Sjálfstæðisflokknum verði komið varanlega út úr fjármálaráðuneytinu.
    0
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Gleðileg tíðindi.
    Kristrún Frostadóttir er líklega sú eina sem nær að snúa þjóðarskútunni frá heljum.
    2
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    Fólk er farið að hugsa.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár