Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samfylkingin mælist stærst – Með meira fylgi en Vinstri græn og Framsókn til samans

Stærstu stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arn­ir þrír mæl­ast nú með meira fylgi en rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir þrír. Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 1,8 pró­sentu­stig­um meira en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu.

Samfylkingin mælist stærst – Með meira fylgi en Vinstri græn og Framsókn til samans
Á flugi Fylgi Samfylkingarinnar hefur stökkbreyst eftir að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í flokknum í fyrrahaust. Mynd: Heiða Helgadóttir

Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í könnun sem fyrirtækið gerði 13. til 18. janúar mældist fylgi flokksins 23,6 prósent. Fylgið hefur aukist um 3,5 prósentustig síðan síðasta könnun Maskínu var birt í lok síðasta árs og um 13,7 prósentustig frá síðustu kosningum, þegar flokkurinn fékk 9,9 prósent atkvæða. 

Samfylkingin mælist nú með meira fylgi en Framsóknarflokkur og Vinstri græn til samans en samanlagt fylgi þeirra flokka, sem báðir sitja í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, mælist 20,4 prósent. 

Allir ríkisstjórnarflokkarnir hafa tapað fylgi það sem af er kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn minnst, en hann mælist með 21,8 prósent fylgi eftir að hafa fengið 24,4 prósent atkvæða haustið 2021. Framsóknarflokkurinn hefur tapað mestu, en fylgi hans hefur farið úr 17,3 í 12,1 prósent. Vinstri græn mælast nú sjötti stærsti flokkur landsins með 8,2 prósent fylgi, en flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fékk 12,6 prósent atkvæða í síðustu kosningum. 

Samanlagt hafa stjórnarflokkarnir þrír tapað 12,2 prósentustigum það sem af er kjörtímabili og mælast með 42,1 prósent fylgi. Það er nokkuð langt frá því að duga til áframhaldandi stjórnarsetu ef kosið yrði í dag og niðurstaða Maskínu kæmi upp úr kjörkössunum. 

Aðrir flokkar sem hafa bætt við sig fylgi á kjörtímabilinu, utan Samfylkingarinnar, eru Píratar og Viðreisn. Píratar hafa bætt við sig 1,8 prósentustigi og mælast með 10,4 prósent fylgi og Viðreisn 0,8 prósentustig, en fylgi flokksins mælist nú 9,1 prósent. 

Flokkur fólksins, sem mælist með 6,9 prósent fylgi, og Miðflokkurinn, sem mælist með 5,1 prósent, njóta báðir minni stuðnings nú en þeir gerðu í lok september 2021. Sömu sögu er að segja af Sósíalistaflokki Íslands, sem náði ekki inn á þing í síðustu kosningum en komst afar nálægt því. Fylgi hans mælst nú 3,6 prósent. Það minnkar um 2,5 prósentustig frá síðustu Maskínukönnun sem gerð var í lok síðasta árs.  

Athygli vekur að sameiginlegt fylgi þeirra þriggja stjórnarandstöðuflokka sem oft eru kallaðir hin frjálslynda miðja: Samfylkingin, Píratar og Viðreisn, mælist nú 43,1 prósent. Þessir þrír flokkar mælast því með meira fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir sem stendur. 

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Thoroddsen skrifaði
    Það sem skiptir mestu máli fyrir venjulegt fólk á Íslandi, er að Sjálfstæðisflokknum verði komið varanlega út úr fjármálaráðuneytinu.
    0
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Gleðileg tíðindi.
    Kristrún Frostadóttir er líklega sú eina sem nær að snúa þjóðarskútunni frá heljum.
    2
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    Fólk er farið að hugsa.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Kosningarnar eru ástæða þess að áfram verður hægt að nýta séreign skattfrjálst
5
FréttirAlþingiskosningar 2024

Kosn­ing­arn­ar eru ástæða þess að áfram verð­ur hægt að nýta sér­eign skatt­frjálst

Fjár­mála­ráð­herra seg­ir að núna nokkr­um vik­um fyr­ir kosn­ing­ar sé erfitt fyr­ir starf­andi rík­is­stjórn og þing­ið að taka um­deild­ar ákvarð­an­ir, jafn­vel þó þær yrðu til góða fyr­ir land og þjóð. Það er ástæð­an fyr­ir því að ver­ið er að fram­lengja al­menna heim­ild til skatt­frjálsr­ar nýt­ing­ar sér­eign­ar­sparn­að­ar núna á loka­metr­um þings­ins. „Ég ætla ekk­ert að setj­ast í það dóm­ara­sæti,“ seg­ir Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son spurð­ur hvort hon­um þyki óá­byrgt af flokk­um að hafa sett mál­ið á dag­skrá í kosn­inga­bar­átt­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár