Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en ári.

Zephyr frestar kynningarfundi á vindorkuveri í Hvalfirði

Ekk­ert verð­ur af kynn­ing­ar­fundi á áform­uðu vindorku­veri í Hval­fjarð­ar­sveit í kvöld. Zep­hyr seg­ir frest­un skýr­ast af of stutt­um fyr­ir­vara en sam­tök­in Mótvind­ur-Ís­land segja nær að bíða með kynn­ing­ar þar til rammi stjórn­valda liggi fyr­ir.

Zephyr frestar kynningarfundi á vindorkuveri í Hvalfirði
Brekkukambur er hæsta fjall Hvalfjarðarstrandarinnar. Á toppi þess hyggst Zephyr Iceland reisa 250 metra háar vindmyllur.

„Vegna ábendinga sem fram hafa komið um stuttan fyrirvara á kynningarfundinum er fundinum frestað. Vindorkufyrirtækið Zephyr Iceland og verkfræðistofan EFLA munu auglýsa nýjan fundartíma með góðum fyrirvara."

Þannig hljóðar tilkynning frá forsvarsmönnum Zephyr sem ætluðu sér í kvöld, mánudaginn 9. janúar, að halda kynningarfund um áformað vindorkuver sitt á Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Fundurinn átti að fara fram í Heiðarskóla og voru „íbúar og hagsmunaaðilar hvattir til að mæta og kynna sér framkvæmdina.“

Framkvæmdin fyrirhugaða, 50 MW vindorkuver í landi bæjarins Brekku, hefur verið harðlega gagnrýnd af nærsamfélaginu. Líkt og Kjarninn hefur fjallað um óttast íbúar í nágranni versins hávaða, að vistkerfum og þar með fuglalífi verði stefnt í hættu, og sjónmengun. Um hana er vart hægt að deila, reistar yrðu 8-12 vindmyllur efst á Brekkukambi, hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandarinnar, og myndu þær blasa við úr öllum áttum.

[links]Zephyr Iceland lagði fram matsáætlun fyrir vindorkuverið í fyrra og gerðu margir umsagnaraðilar, m.a. stofnanir, fjölmargar athugasemdir við framkvæmdina, ekki síst staðarvalið. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands sagðist m.a. telja það „mikla áskorun“ að ná sátt um byggingu vindorkuvers í svo lítilli fjarlægð frá bæjum og frístundabyggðum. Og Umhverfisstofnun taldi að frekar ætti að staðsetja vindmyllur, sem í þessu tilviki yrðu um 250 metrar á hæð, á núverandi orkuvinnslusvæðum. Að mati Náttúrufræðistofnunar er mjög vandasamt að skipuleggja svo stórt inngrip í landslag á svæði sem er þekkt fyrir fjölbreytt og fallegt landslag líkt og raunin er um Hvalfjarðarsveit.

Zephyr Iceland segir í tilkynningu sinni að frestun fundarins sé tilkomin vegna ábendinga um að til hans hefði verið boðað með stuttum fyrirvara. En ábendingarnar eru þó alls ekki bundnar við það.

Hin nýstofnuðu samtök, Mótvindur – Ísland, sendu Zephyr og Eflu, verkfræðistofunni sem vinnur að umhverfismati vindorkuversins, opið erindi eftir að fundurinn var auglýstur.

„Það vekur furðu að nærsamfélagið er boðað á fund með orkufyrirtækinu og keyptum ráðgjöfum þess um uppbyggingu orkuvers og umhverfisáhrif á sama tíma og stjórnvöld í landinu eru að skoða og móta stefnu í vindorkumálum á landsvísu og ekkert liggur fyrir um að leyfilegt verði að reisa slík orkuver um allt land,“ sagði í erindinu. Er þar vísað til starfshóps sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði síðasta sumar sem hefur það hlutverk að gera tillögur að stefnu stjórnvalda er kemur að nýtingu vindsins. Hópurinn á að skila tillögum sínum um næstu mánaðamót.

Möguleg staðsetning vindmyllanna er táknuð með gulum hringjum. Appelsínuguli liturinn táknar votlendi. Myndin er úr matsáætlun Zephyr.

„Það hlýtur að teljast ótímabært nema að hagsmunaaðilarnir telji sig fyrirfram komna með virkjanaleyfi og þá um leið að vinna starfshóps og Alþingis í kjölfarið sé í raun formsatriði,“ sagði í erindi Mótvinds.

Í því voru að auki gerðar athugasemdir við fundarboðið, m.a. að til fundarins væri boðað með skömmum fyrirvara, í skammdegi og ófærð, í skólahúsi í Hvalfjarðarsveit.

„Nú er það svo að landeigendur, eigendur fasteigna og fyrirtækjaeigendur, á því stóra svæði sem raforkuver ykkar hefði gríðarleg áhrif á, eru margir staddir víðsfjarri fundarstaðnum og þyrftu mun lengri aðdraganda og undirbúning fyrir slíkan fund ef hann ætti að vera gagnlegur fyrir alla aðila.“

Forsvarsmenn Mótvinds-Ísland bentu einnig á að „hefðu menn raunverulegan áhuga á fjöldamætingu á slíkan fund væri hann að sjálfsögðu boðaður á nútímalega vísu með fjarfundarbúnaði svo að sem allra flestir gætu tekið þátt“.

Þá yrði slíkur fjarfundur „að sjálfsögðu“ að vera gagnvirkur þannig að nærsamfélagið „væri ekki boðað á umhverfisnámskeið hjá fyrirtækjum ykkar heldur í gagnkvæmt samtal þar sem allar raddir myndu heyrast“.

Hvatti Mótvindur forsvarsmenn hins áformaða vindorkuvers til að boða til fundarins með þessum fyrrgreinda hætti en taldi þó eðlilegast að bíða með kynningarfundinn þar til niðurstöður stjórnvalda um nýtingu vinds hér á landi liggja fyrir.

Undir erindi Mótvinds-Ísland skrifuðu:

Thelma Harðardóttir

Arnfinnur Jónasson

Steinunn Sigurbjörnsdóttir

Denni Karlsson

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Andrés Skúlason

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
3
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár