Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Elliði bæjarstjóri hjálpar fyrirtæki sem selur honum hús við áhrifakaup í Ölfusi

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Ölfusi á Suð­ur­landi, hef­ur að­stoð­að þýska fyr­ir­tæk­ið Heidel­berg og fyr­ir­tæki sem það á með ís­lenska námu­fyr­ir­tæk­inu Jarð­efna­iðn­aði við að reyna að kaupa sér vel­vild í Þor­láks­höfn með veit­ingu fjár­styrkja. Jarð­efna­iðn­að­ur er í eigu út­gerð­ar­manns­ins Ein­ars Sig­urðs­son­ar. Þetta fyr­ir­tæki á líka hús­ið sem Elliði býr í.

Elliði bæjarstjóri hjálpar fyrirtæki sem selur honum hús við áhrifakaup í Ölfusi
Greiðandi styrksins Heidelberg eða Hornsteinn Í styrktarboðinu til lúðrasveitarinnar í Þorlákshöfn var ekki gerður neinn greinarmunur á Heidelberg eða Eignarhaldsfélagið Hornsteinn greiddi styrkinn. Einar Sigurðsson útgerðarmaður er einn af eigendum Hornsteins en hann á fyrirtæki sem selur Elliða Vignissyni bæjarstjóra hús. Ágústa Ragnarsdóttir er stjórnarformaður er lúðrasveitarinnar í Þorlákshöfn. Mynd: Heimildin

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, hefur aðstoðað þýska jarðefnafyrirtækið Heidelberg og íslenskt fyrirtæki í eigu Einars Sigurðssonar, útgerðarmanns í Þorlákshöfn, við að að reyna að kaupa sér velvild félagasamtaka í sveitarfélaginu.

Heidelberg, og fyrirtæki sem er í sameiginlegri eigu þess og Einars og annarra fjárfesta, Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf., hafa haft samband við félagasamtök í Þorlákshöfn og boðið þeim peninga í formi fjárstyrkja. 

Þýska fyrirtækið hefur fengið úthlutað lóðum í Þorlákshöfn þar sem til stendur að byggja mölunarverksmiðju sem á að geta framleitt 1 til 1,5 milljónir tonna af íblöndunarefni fyrir sement. Eitt af því sem Heidelberg vill gera er að vinna móberg úr Litla-Sandfelli í Þrengslum sem og úr Lambafelli þar sem náma er fyrirhuguð. 

Verksmiðja Heidelberg er umdeild í Þorlákshöfn en hún að vera við höfnina í bænum og verður sýnileg langt að. Sumir íbúar eru hlynntir henni en aðrir ekki. „Mér finnst þetta ömur­leg­t. Á að gera Þor­láks­höfn að ein­hvers konar þunga­iðn­að­ar­bæ?“ spurði einn íbúi á Facebook.  Sumir eru hins vegar jákvæðir:  „Þetta lítur nú nokkuð vel út og skapar vinnu og tekj­ur,“ sagði annar. 

Bæjarstjórinn sendi lista með nöfnum

Fulltrúi Heidelberg og Hornsteins hafði meðal annars samband við lúðrasveitina í Þorlákshöfn bréfleiðis fyrir  jól, þann 22. desember, og bauð henni 500 þúsund króna fjárstyrk.  Í tölvupóstinum kom fram að Elliði Vignisson  hefði bent fyrirtækjunum á að setja sig í samband við lúðrasveitina til að bjóða henni peningana. „Ég fékk nafn og netfangið þitt sent til mín frá honum Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Ölfusi,“ segir í bréfinu frá Heidelberg og Hornsteini.

„Þetta var mjög óþægilegt og maður vill hreinlega ekki trúa því að þetta séu einhverjar mútur“
Ágústa Ragnarsdóttir,
stjórnarformaður í lúðrasveitinni í Þorlákshöfn

Elliði segir í samtali við Heimildina að Heidelberg hafi haft samband við hann og beðið um lista með nöfnum félagasamtaka og líknarfélaga sem gætu verið mögulegir styrkþegar. Bæjarstjórinn segir að þetta gerist stundum og þá verði hann við þessari beiðni. Þetta hafi meðal annars gerst nú fyrir jólin. „Heidelberg leitaði eftir upplýsingum um félagasamtök, íþróttafélög og líknarfélög. Við sendum þeim lista með nöfnum og þá styrkja þessi fyrirtæki félögin í kjölfarið,“ segir Elliði.   

Aldrei fengið slíkt boð áður

Tölvubréfið var stílað á Ágústu Ragnarsdóttur, formann stjórnar lúðrasveitarinnar. Hún segir við Heimildina: „Þetta var mjög óþægilegt og maður vill hreinlega ekki trúa því að þetta séu einhverjar mútur. Mér fannst þetta mjög, mjög skrítið.  Við höfum aldrei lent í því áður að vera boðinn peningur fyrir ekki neitt.

Í póstinum var lúðrasveitinni bent á að stíla reikninginn annað hvort á Heidelberg eða á Eignarhaldsfélagið Hornstein.  Fyrirtækið Jarðefni, sem á 47 prósenta hlut í Hornsteini, er meðal annars í eigu fyrirtækisins Jarðefnaiðnaðar sem flytur út vikur úr Heklu frá Þorlákshöfn.  Jarðefnaiðnaður er að stærstu leyti í eigu áðurnefnds Einars Sigurðssonar og Hrólfs Ölvissonar.  Þetta fyrirtæki hefur verið að kaupa upp jarðir í Ölfusi sem eiga námuréttindi í sveitarfélaginu. 

Elliði býr í húsi í eigu Jarðefnaiðnaðar

Ein af jörðunum sem Jarðaefnaiðnaður ehf. hefur keypt, í gegnum dótturfélag sitt Leðurbrún ehf., er Hjalli við Þorlákshafnarveg. Eins og Heimildin greindi frá fyrir helgi hefur Elliði Vignisson búið í húsi á jörðinni Hjalla sem er þá í eigu Jarðefnaiðnaðar og þeirra Einars Sigurðssonar og Hrólfs Ölvissonar.  Þegar félag Einars og Hrólfs keypti jörðina Hjalla fylgdu með henni námuréttindi í Lambafelli. Fyrirtæki þeirra hefur einnig keypt fleiri jarðir sem eiga námuréttindi í Ölfusi.  

Eitt af því sem vekur athygli er að félag Einars og Hrólfs, Jarðefnaiðnaður ehf., hefur einmitt verið að tryggja sér námuréttindi í Lambafelli. Þar stendur til að byggja námu  en móbergið sem Heidelberg vill vinna í mölunarverksmiðjunni á einmitt meðal annars að koma þaðan, eins og Kjarninn hefur fjallað um.  

Í samtali við Heimildina sagði Elliði að hann væri að ganga frá því að kaupa húsið, sem hefði skemmst í vatnstjóni. „Ég er að kaupa af þeim íbúðarhúsið sem var metið ónýtt eftir vatnstjón. Ég er að koma mér fyrir þarna og hef búið í bílskúrnum á meðan húsið hefur verið gert upp. Það varð allsherjartjón á húsinu. Þetta er allt í undirbúningi og hefur tekið lengri tíma en við ætluðum.“ 

„Í raun og veru spara þeir sér kostnað við að rífa húsið með því að ég kaupi það af þeim“
Elliði Vignisson
im kaup sín á húsinu á Hjalla

Á meðan, sagði Elliði, byggi hann í húsinu án þess að greiða leigu þar sem litið væri svo á að peningarnir sem hann greiddi fyrir endurbætur hússins væru ígildi leigu.  „Leigan verður bara endurbæturnar á húsinu. Þeir hefðu þurft að rífa húsið og í raun og veru spara þeir sér kostnað við að rífa húsið með því að ég kaupi það af þeim.

Elliði sagði, þrátt fyrir að fyrirtæki Einars og Hrólfs séu stórir hagsmunaaðilar í sveitarfélaginu, að hann teldi ekki að neinir hagsmunaárekstrar væru á milli leigu og kaupa hans á húsinu og starfs hans sem bæjarstjóra. „Ég man ekki eftir neinum samþykktum eða vinnu sem ég hef gert sem tengist þeim. Lambafellið er ekki í eigu okkar, það tilheyrir bara þeim jörðum sem þeir hafa verið að kaupa. Það hefur bara ekki reynt á það. Við höfum enga samninga gert við þá og ekkert keypt af þeim. Námuvinnsla þeirra tengist sveitarfélaginu ekki neitt. [...] Allar embættisfærslur starfsmanna hér þola alla rýni.

Óskaði lúðrasveitinni til hamingju með styrkinn

Í bréfinu frá Heidelberg til lúðrasveitarinnar óskaði sementsfyrirtækið hljómsveitinni til hamingju með að hafa verið valið til að fá styrkinn, í kjölfarið á ábendingu Elliða Vignissonar. „Þannig er mál með vexti að Heidelberg Materials er að veita fjárstyrk til félagasamtaka í Þorlákshöfn. Ykkar félagasamtök er eitt af þeim félögum sem hljóta fjárstyrkinn í ár og óska á ég ykkur til hamingju með það.

Svo var beðið um að reikningur upp á 500 þúsund yrði annað hvort sendur beint til Heidelberg eða til Eignarhaldsfélagsins Hornsteins. 

Heidelberg hefur styrkt ÞórÞýska sementsfyrirtækið Heidelberg hefur meðal annars styrkt körfuknattslið Þórs í Þorlákshöfn, eins og auglýsing frá fyrirtækinu á keppnistreyju liðsins sýnir. Um er að ræða treyju sem Þór notaði þegar liðið keppti erlendis en liðið er með aðra auglýsingu á búningunum í dag.

Styrkveitingunni var hafnað af félagsmönnum

Ágústa Ragnarsdóttir, stjórnarformaður lúðrasveitarinnar, segir að styrkveitingin hafi verið borin undir félagsmenn í lúðrasveitinni í Þorlákshöfn í lýðræðislegri kosningu.  „Ég velti þessu styrktarboði fyrir mér í sólarhring áður en ég bar þetta upp við stjórnina. Allir stjórnarmenn voru á því að þiggja ekki styrkinn. Það sem gerist eftir að við tókum þetta fyrir á stjórnarfundi var að bera þetta boð undir félagsmenn með könnun.  Það var svo lýðræðislegur meirihluti fyrir því að hafna þessum styrk,“ segir Ágústa en 30 félagsmenn tóku þátt í kosningunni. 

Stjórnarformaðurinn segir að það sem stjórn lúðrasveitarinnar þótti óþægilegt var að verið væri að draga hana inn í „hringiðu pólitískrar umræðu“ með þessu styrktarboði.  „Þetta er algjört einsdæmi í okkar sögu.

Heidelberg ábyrgist skuldir Hornsteins

Tengsl þýska félagsins Heidelbergs og Eignarhaldsfélagsins Hornsteins eru mjög mikil. Norskt dótturfélag þýska sementsrisans, Norcem AS, á fyrirtæki á Íslandi sem heitir Heidelberg Materials Iceland ehf. Þetta fyrirtæki á svo 53 prósenta hlut í Hornsteini á móti 47 prósenta hluts Íslenskra jarðefna ehf.  Fyrirtæki Einars Sigurðssonar og Hrólfs Ölvissonar, Jarðefnaiðnaður ehf., er svo stærsti hluthafi Íslenska jarðefna ehf. með tæpan fjórðungshlut. 

Í ársreikningi Eignarhaldsfélagsins Hornsteins fyrir árið 2021 kemur fram að tengsl Heidelberg við eignarhaldsfélagið séu einnig þau að þýska sementsfyrirtækið sé í ábyrgð fyrir skuldum þess. „Þann 12. febrúar 2019 gaf Heidelberg Cement AG út ábyrgð að andvirði 900 millj.kr. til tryggingar á öllum skuldum Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. við viðskiptabanka félagsins. Engar veðsetningar eiga að hvíla á eignum félagsins skv. ákvæðum lánasamnings við viðskiptabanka félagsins,“ segir í ársreikningnum. 

Þegar horft er til þessara miklu tengsla þessara tveggja félaga er kannski ekki skrítið að Heidelberg geri ekki sérstakan greinarmun á því í bréfinu til lúðrasveitarinnar í Þorlákshöfn hvort félagið muni greiða henni styrkinn.  Lúðrasveitin geti einfaldlega valið hvort félagið fái reikninginn. 

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Elliði heppinn að búa á Íslandi. Í fyrra féll nefnilega dómur í USA þar sem opinber starfsmaður var dæmdur fyrir mútubrot vegna þess að hann tók að sér að greiða götu fyrirtækis nokkurs í þeirri trú að hann væri að ávinna sér "goodwill" fyrirtækisins og fyrirtækið staðfesti að hann hefði með athöfnum sínum áunnið sér goodwill þeirra. Svo nei... það þarf ekki að vera fjárhagslegur ávinningur til að mútur eigi sér stað.
    6
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Hreint út sagt ótrúlegt hvert þetta þjóðfélag er komið..
    3
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Í "Draumalandinu" Andra Snæs Magnasonar (2006) er einnig góð lýsing á því hvernig stór fjársterkur aðili getur lagt lítið samfélag undir sig. Það gerist einmitt svona.
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Velgjörðarmenn Elliða hafa bæði hagsmuni af námum í sjó og á landi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Vel­gjörð­ar­menn Ell­iða hafa bæði hags­muni af nám­um í sjó og á landi

Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son námu­fjár­fest­ar hafa fjöl­þættra hags­muna að gæta af því að möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg rísi í Ölfusi og að fyr­ir­tæk­ið fái að vinna efni af hafs­botni við Land­eyj­ar. Elliði Vign­is­son seg­ir til­gát­ur um hags­muna­árekstra tengda námu­fjár­fest­un­um lang­sótt­ar. Harð­ar deil­ur eru um verk­smiðj­una og efnis­tök­una.
Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Stór­iðja og land­eldi tak­ast á í eitr­uðu andrum­slofti í Ölfusi

Mikl­ar deil­ur eru komn­ar upp í við­skipta- og stjórn­mála­líf­inu í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi um möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg. Íbúa­kosn­ingu um möl­un­ar­verk­smiðj­una hef­ur ver­ið frest­að vegna gagn­rýni frá land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu First Water sem tel­ur verk­smiðj­una skað­lega fyr­ir starf­semi þess.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
3
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár