Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sara Björk hættir að leika með landsliðinu

Lands­liðs­fyr­ir­lið­inn Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir hef­ur ákveð­ið að leika ekki fleiri lands­leiki fyr­ir Ís­lands hönd.

Sara Björk hættir að leika með landsliðinu

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, greindi frá því í morgun að hún myndi ekki leika fleiri landsleiki fyrir Íslands hönd. Sara Björk er 32 ára gömul og hefur verið lykilleikmaður í kvennalandsliðinu nær allar götur frá því hún lék sinn fyrsta landsleik 16 ára gömul.

Hún hefur leikið 145 landsleiki frá árinu 2007 og segir, í yfirlýsingu sem hún birti á samfélagsmiðlum, að hún telji rétt að kveðja landsliðið á þessum tímapunkti knattspyrnuferilsins. 

Sara hefur tvívegis verið valin íþróttamaður ársins í kjöri íþróttafréttamanna, árin 2018 og 2020. Hún hefur leikið með nokkrum af fremstu knattspyrnuliðum Evrópu, meðal annarra Wolfsburg í Þýskalandi og Lyon í Frakklandi, auk Juventus á Ítalíu, þar sem hún leikur nú.

Sara Björk segir að hún líti stolt til baka á landsliðsferilinn og það að hafa verið hluti af landsliði Íslands sem komst í fyrsta sinn á Evrópumót árið 2009 og þakkar KSÍ, öllum þjálfurum, starfsmönnum og leikmönnum landsliðsins fyrir, í færslu sem hún birti á Twitter í morgun.

„Ég óska sambandinu og liðinu alls hins besta og bjartrar framtíðar,“ segir Sara Björk í færslu sinni.






Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár