Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sara Björk hættir að leika með landsliðinu

Lands­liðs­fyr­ir­lið­inn Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir hef­ur ákveð­ið að leika ekki fleiri lands­leiki fyr­ir Ís­lands hönd.

Sara Björk hættir að leika með landsliðinu

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, greindi frá því í morgun að hún myndi ekki leika fleiri landsleiki fyrir Íslands hönd. Sara Björk er 32 ára gömul og hefur verið lykilleikmaður í kvennalandsliðinu nær allar götur frá því hún lék sinn fyrsta landsleik 16 ára gömul.

Hún hefur leikið 145 landsleiki frá árinu 2007 og segir, í yfirlýsingu sem hún birti á samfélagsmiðlum, að hún telji rétt að kveðja landsliðið á þessum tímapunkti knattspyrnuferilsins. 

Sara hefur tvívegis verið valin íþróttamaður ársins í kjöri íþróttafréttamanna, árin 2018 og 2020. Hún hefur leikið með nokkrum af fremstu knattspyrnuliðum Evrópu, meðal annarra Wolfsburg í Þýskalandi og Lyon í Frakklandi, auk Juventus á Ítalíu, þar sem hún leikur nú.

Sara Björk segir að hún líti stolt til baka á landsliðsferilinn og það að hafa verið hluti af landsliði Íslands sem komst í fyrsta sinn á Evrópumót árið 2009 og þakkar KSÍ, öllum þjálfurum, starfsmönnum og leikmönnum landsliðsins fyrir, í færslu sem hún birti á Twitter í morgun.

„Ég óska sambandinu og liðinu alls hins besta og bjartrar framtíðar,“ segir Sara Björk í færslu sinni.






Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár