Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sara Björk hættir að leika með landsliðinu

Lands­liðs­fyr­ir­lið­inn Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir hef­ur ákveð­ið að leika ekki fleiri lands­leiki fyr­ir Ís­lands hönd.

Sara Björk hættir að leika með landsliðinu

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, greindi frá því í morgun að hún myndi ekki leika fleiri landsleiki fyrir Íslands hönd. Sara Björk er 32 ára gömul og hefur verið lykilleikmaður í kvennalandsliðinu nær allar götur frá því hún lék sinn fyrsta landsleik 16 ára gömul.

Hún hefur leikið 145 landsleiki frá árinu 2007 og segir, í yfirlýsingu sem hún birti á samfélagsmiðlum, að hún telji rétt að kveðja landsliðið á þessum tímapunkti knattspyrnuferilsins. 

Sara hefur tvívegis verið valin íþróttamaður ársins í kjöri íþróttafréttamanna, árin 2018 og 2020. Hún hefur leikið með nokkrum af fremstu knattspyrnuliðum Evrópu, meðal annarra Wolfsburg í Þýskalandi og Lyon í Frakklandi, auk Juventus á Ítalíu, þar sem hún leikur nú.

Sara Björk segir að hún líti stolt til baka á landsliðsferilinn og það að hafa verið hluti af landsliði Íslands sem komst í fyrsta sinn á Evrópumót árið 2009 og þakkar KSÍ, öllum þjálfurum, starfsmönnum og leikmönnum landsliðsins fyrir, í færslu sem hún birti á Twitter í morgun.

„Ég óska sambandinu og liðinu alls hins besta og bjartrar framtíðar,“ segir Sara Björk í færslu sinni.






Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár