Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sara Björk hættir að leika með landsliðinu

Lands­liðs­fyr­ir­lið­inn Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir hef­ur ákveð­ið að leika ekki fleiri lands­leiki fyr­ir Ís­lands hönd.

Sara Björk hættir að leika með landsliðinu

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, greindi frá því í morgun að hún myndi ekki leika fleiri landsleiki fyrir Íslands hönd. Sara Björk er 32 ára gömul og hefur verið lykilleikmaður í kvennalandsliðinu nær allar götur frá því hún lék sinn fyrsta landsleik 16 ára gömul.

Hún hefur leikið 145 landsleiki frá árinu 2007 og segir, í yfirlýsingu sem hún birti á samfélagsmiðlum, að hún telji rétt að kveðja landsliðið á þessum tímapunkti knattspyrnuferilsins. 

Sara hefur tvívegis verið valin íþróttamaður ársins í kjöri íþróttafréttamanna, árin 2018 og 2020. Hún hefur leikið með nokkrum af fremstu knattspyrnuliðum Evrópu, meðal annarra Wolfsburg í Þýskalandi og Lyon í Frakklandi, auk Juventus á Ítalíu, þar sem hún leikur nú.

Sara Björk segir að hún líti stolt til baka á landsliðsferilinn og það að hafa verið hluti af landsliði Íslands sem komst í fyrsta sinn á Evrópumót árið 2009 og þakkar KSÍ, öllum þjálfurum, starfsmönnum og leikmönnum landsliðsins fyrir, í færslu sem hún birti á Twitter í morgun.

„Ég óska sambandinu og liðinu alls hins besta og bjartrar framtíðar,“ segir Sara Björk í færslu sinni.






Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár