Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Guðrún Johnsen ráðin til danska seðlabankans

Stjórn­ar­mað­ur í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna mun hætta í stjórn­inni sam­hliða því að hún tek­ur við ráð­gjaf­ar­starfi hjá er­lend­um seðla­banka.

Guðrún Johnsen ráðin til danska seðlabankans
Nýtt starf Guðrún Johnsen starfaði frá 2009 til 2010 hjá Rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is. Mynd: Heiða Helgadóttir

Guðrún Johnsen hagfræðingur hefur verið ráðin sem ráðgjafi yfirstjórnar danska seðlabankans í málefnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) og Alþjóðagreiðslubankanum (BIS). Hún hefur undanfarin ár starfað sem lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) og setið í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Guðrún, sem greindi frá vistaskiptunum á LinkedIn, mun hætta í stjórn sjóðsins samhliða því að hún tekur við nýju starfi. Hún hefur setið í stjórn lífeyrissjóðsins, sem er sá næst stærsti á Íslandi, síðan sumarið 2019. 

Guðrún á að baki yfir 20 ára feril sem háskólakennari og kenndi áður við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og við Oslóarháskóla. Auk þess sem hefur hún starfað sem rann­sak­andi á sviði fjár­mála og efna­hags­mála hjá alþjóð­legum stofn­un­um. Frá 2009-2010 starf­aði Guð­rún hjá Rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is og gaf út bókina „Bringing Down the Banking SystemLessons from Iceland“ árið 2014.

Hún hefur lokið dokt­ors­prófi í hag­fræði frá ENS í Frakk­landi og meistara­gráðum í bæði töl­fræði og hag­nýtri hag­fræði frá University of Michigan. Frá 2009-2010 starf­aði Guð­rún hjá Rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is, en eftir hana liggja margar grein­ar, bók­arkaflar og bók um fjár­málakrepp­una miklu.“ Þá var hún um tíma stjórnarformaður Gagnsæis, sem í dag Heitir Transparency International á Íslandi.

Áberandi í umræðunni

Guðrún hefur verið áberandi í umræðu um efnahagsmál og viðskipti á undanförnum árum. Hún sat í stjórn Arion banka í tæp­lega átta ár en var látin hætta þar síðla árs 2017 eftir að hafa greitt atkvæði í stjórn­­inni gegn umdeildri sölu á hlut bank­ans í Bakka­vör í nóv­­em­ber 2015 og lagði það síðan til á fundi stjórnar Arion banka 14. nóv­­em­ber 2018 að ­gerð yrði könnun á sölu­­­ferli eign­­­ar­hlut­­­ar­ins. Sú til­­­laga var felld. 

Í minniblaði sem Banka­­sýsla rík­­is­ins skrif­aði Bjarna Bene­dikts­­syni, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, vegna þeirrar sölu, sem stofn­unin mat að rík­­is­­sjóður hafi tapað 2,6 millj­­örðum króna á, kom fram að degi eftir að Guð­rún lagði fram til­­lög­una hafi henni verið tjáð að „breyt­ingar væru fyr­ir­hug­að­ar á stjórn bank­ans og [henn­­­ar] að­komu væri ekki óskað“. 

Í fyrra var hún gagnrýnin á sölu ríkisins á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka sem fram fór í mars í fyrra í lokuðu útboði með tilboðsleið. Guðrún hefur meðal annars sagt að hún telji að lög hafi verið brotin við söluna þar sem lögum samkvæmt eigi að leggja áherslu á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni, að leitað sé hæsta verðs, að tilboðsgjafar njóti jafnræðis og að salan efli virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Því hafi ekki verið að skipta þegar hluturinn í Íslandsbanka var seldur.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
6
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár