Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Íslandsbanki talinn hafa brotið lög við söluna á sjálfum sér

Ís­lands­banki þarf að gang­ast við broti, upp­lýsa það að fullu og greiða stjórn­valds­sekt ef bank­inn á að ná sátt við Fjár­mála­eft­ir­lit­ið. Hann fékk nið­ur­stöðu frummats eft­ir­lits­ins af­henta fyr­ir ára­mót.

Íslandsbanki talinn hafa brotið lög við söluna á sjálfum sér
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka Bankinn hefur ekki viljað segja hvaða lög og reglur hann er talinn hafa brotið. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands telur að Íslandsbanki hafi gerst brotlegur við lög í hlutverki sínu sem söluráðgjafi við framkvæmd á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósent eignarhluta ríkisins í bankanum sem fram fór 22. mars í fyrra. 

Íslandsbanki staðfesti að hann hafi fengið frummat Fjármálaeftirlitsins, þar sem þessi niðurstaða er kynnt, í hendur í tilkynningu til Kauphallar Íslands sem birt var síðla dags 9. janúar. Samkvæmt upplýsingum sem Heimildin hefur aflað var Íslandsbanka gert viðvart um innihald frummats Fjármálaeftirlitsins fyrir áramót. 

Í enskri útgáfu tilkynningarinnar til Kauphallar kom fram að Íslandsbanki hefði einhliða óskað eftir viðræðum við eftirlitið um að ljúka málinu með sátt og að Fjármálaeftirlitið hafi þegar fallist á að eiga þær viðræður. Hvorugt kemur fram í íslensku útgáfu tilkynningarinnar. 

Hvorki Íslandsbanki né Fjármálaeftirlitið hafa viljað greina frá því hvaða lög eftirlitið telur bankann hafa brotið.

Þurfa að gangast við brotum og upplýsa um þau að fullu

Sáttaviðræður fara fram á grundvelli reglna frá árinu 2019 um heimildir Fjármálaeftirlitsins til að ljúka málum með slíkum hætti. Í sátt felst að málsaðili, í þessu tilfelli Íslandsbanki, gengst við að hafa brotið gegn ákvæðum laga eða ákvörðunum Fjármála­eftirlitsins, upplýsi að fullu um brotið og geri samkomulag við stofnunina um tiltekna sektar­greiðslu. Auk þess þarf að liggja fyrir að bankinn hafi þá þegar látið af þeirri háttsemi sem braut gegn lögum og að hann hafi gert viðeigandi úrbætur.

Heimildin til sáttar nær ekki til þess sem kallast meiri háttar brot, en það eru brot sem refsiviðurlög, fangelsisvist, liggja við. Brot telst meiri háttar ef það lýtur að verulegum fjárhæðum, ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins.

Sektir sem Fjármálaeftirlitið getur lagt á geta numið frá 100 þúsund krónum og upp í 800 milljónir króna. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta þó verið mun hærri, eða allt að tíu prósent af heildarveltu samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi. Rekstrartekjur Íslandsbanka árið 2021 voru 50,2 milljarðar króna, auk þess sem virðisbreyting fjáreigna var þrír milljarðar króna. Hámarkssekt sem hægt er að leggja á bankann er því yfir fimm milljarðar króna. Miðað við þær sektir sem Fjármálaeftirlitið hefur lagt á vegna brota undanfarin ár er þó líklegt að sekt Íslandsbanka verði langt undir hámarkinu. 

Eftirlitið lauk fjórum viðurlagamálum með samkomulagi um sátt við málsaðila árið 2021 og hóf rannsókn á 24 málum sem komu upp á verðbréfamarkaði. Í þeim málum sem lauk á því ári með samkomulagi um sátt var hæsta sektin upp á 18 milljónir króna í máli Kviku banka sem snerist um sölu og markaðssetningu á tilteknum skuldabréfaflokki. 

Hæsta sektin sem Fjármálaeftirlitið hefur lagt á fjármálafyrirtæki á undanförnum árum er 88 milljóna króna sekt sem lögð var á Arion banka á árinu 2020. Brotið fól í sér að upplýsingar um yfirvofandi uppsagnir bankans láku í fjölmiðla og birtust þar áður en markaðnum var greint frá þeim. Um var að ræða innherjaupplýsingar sem gátu haft verðmyndandi áhrif á gengi bréfa í Arion banka. Bankinn sætti sig ekki við niðurstöðuna og stefndi Fjármálaeftirlitinu fyrir dómstóla. Eftirlitið var sýknað af kröfum hans í apríl í fyrra en Arion banki áfrýjaði þeirri niðurstöðu til Landsréttar. 

Þegar Fjármálaeftirlitið komst að niðurstöðu sinni um brot Arion banka var birt ítarleg ákvörðun á alls 18 blaðsíðum. Í henni var farið yfir málsatvik, málsmeðferð eftirlitsins, lagagrundvöll og sjónarmið bankans áður en greint var frá ítarlega rökstuddri niðurstöðu á alls níu blaðsíðum. 

Hæfi fjárfesta ekki kannað

Þótt ekki sé greint frá því í tilkynningu Íslandsbanka hvaða lög og reglur bankinn á að hafa brotið gegn liggja fyrir upplýsingar um hvað Fjármálaeftirlitið var að rannsaka. 

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka í mars síðastliðnum kom til að mynda ýmislegt fram um þau mál tengd bankanum, sem var einn af þremur umsjónaraðilum Bankasýslu ríkisins í söluferlinu, sem ratað hafa inn á borð Fjármálaeftirlitsins.

Þar var meðal annars greint frá því að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka fram að söludeginum hafi haft möguleika á að sækja um og eftir atvikum fá flokkun hjá honum sem hæfir fjár­festar meðan á söl­unni stóð. Í skýrslunni segir: „Að auki var horft til full­yrð­inga frá fjár­fest­unum sjálfum um að þeir teld­ust hæfir fjár­festar en bank­inn þurfti að meta upp­lýs­ingar þess efnis sjálf­stætt. Rík­is­end­ur­skoðun kann­aði ekki hvernig þessu var háttað hjá öðrum umsjón­ar­að­il­um, sölu­ráð­gjöfum eða sölu­að­ilum við mat þeirra á hæfum fjár­fest­um. Þessi hluti sölu­ferl­is­ins sætir eft­ir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands.“

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að Bankasýslan hafi metið það svo að reglu­verk fjár­mála­mark­að­ar­ins væri með þeim hætti að slíkar innri reglur umsjón­ar­að­ila, sölu­ráð­gjafa og sölu­að­ila kæmu í veg fyrir hags­muna­á­rekstra í söl­unni. „Ljóst er að innri reglur Íslands­banka komu ekki í veg fyrir slíkt.“

Íslandsbanki hefur ekki viljað svara því hversu margir fjárfestar fengu flokkun sem „hæfir fjárfestar“ hjá bankanum á þeim klukkutímum sem söluferlið stóð yfir né viljað upplýsa um fyrir hversu háa fjárhæð þeir sem fengu flokkun á meðan að tekið var við til­boðum í hlut rík­is­ins í bank­anum keyptu. Hann segist þó hafa gert breytingar á innri reglum og ferlum sem eigi að koma í veg fyrir að það sem gerðist, gerist aftur. 

Veltan þurrkaðist út í fjóra daga

Ríkisendurskoðun fjallað einnig um að velta með hluta­bréf í Íslands­banka hafi verið nán­ast engin síð­ustu tvo dag­ana áður en Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra til­kynnti um það eftir lokun mark­aða þann 18. mars 2022 að ríkið myndi selja hlut í bank­anum næst þegar mark­aðs­að­stæður yrðu hag­stæð­ar. Dag­anna á und­an, þann 15. og 16. mars, hafði verið nálægt fimm millj­arða króna velta með bréf í bank­anum dag­lega. Þrátt fyrir að velta með bréf Íslands­banka hafi hrunið þessa daga í mars þá voru umtals­verð við­skipti með bréf í Arion banka, sem er svip­aður að stærð og umfangi og Íslands­banki. 

Þann 21. mars, sem var mánu­dag­ur, var ákveðið að hefja mark­aðs­þreif­ingar um sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka og láta nokkra aðila fá inn­herj­a­upp­lýs­ingar um söl­una. Ákveðið var að hefja innlendar þreifingar meðal sjö lífeyrissjóða og hafði Íslandsbanki umsjón með þeim. Þessir aðilar fengu staðlaðan tölvupóst frá bankanum og í kjölfarið innherjaupplýsingar sem byggðu á fyrirfram samþykktu verklagi. Bankasýsla ríkisins  hefur full­yrt að ekk­ert hafi lekið út um sölu­á­formin fyrr en til­kynnt var um þau opin­ber­lega eftir lokun mark­aða dag­inn eft­ir, þann 22. mars. Samt sem áður voru við­skipti með bréf í Íslands­banka lítil sem engin dag­ana tvo eftir að Banka­sýslan greindi völdum fjár­festum frá því að til stæði að selja rík­is­banka, á sama tíma og velta með bréf í Arion banka var áfram umtals­verð. 

Þegar Rík­is­end­ur­skoðun átt­aði sig á þess­ari stöðu, að velta með bréf í Íslands­banka hefði dreg­ist svona mikið saman hvort sínum megin við helg­ina áður en hluturinn var seldur, þá taldi stofn­unin að hún þyrfti að vekja athygli Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands á þessu. Það gerði hún á fundi í ágúst síð­ast­liðn­um.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Þetta ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart.

    Enginn mun reynast ábyrgur - frekar en fyrri daginn :-) :-)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár