Yfirvöld í Úkraínu telja að rússneski herinn hafi framið allt að 58 þúsund stríðsglæpi í landinu frá upphafi stríðsins í Úkraínu árið 2014 og eftir að innrás Rússa í landið hófst í febrúar í fyrra. Þetta eru tölur frá því í lok síðasta árs. Meðal þess sem er til rannsóknar eru fjölmörg morð rússneska innrásarhersins á úkraínskum ríkisborgurum, pyntingar og nauðganir.
Úkraínska leyniþjónustan (SBU) rannsakar málin en yfir rannsókninni á stríðsglæpum Rússa er sérstakur saksóknari, Yuriy Belousov, sem er skipaður af ríkissaksóknaranum í Úkraínu, Iryna Venediktova. Undir Yuriy Belousov starfa svo 70 saksóknarar sem sinna þurfa öllum þessum málum.
„Ég get ekki lýst tilfinningum mínum á prenti um hversu umfangsmikið þetta er.“
Umfjallanir um morð og aðra stríðsglæpi Rússa í Úkraínu hafa verið að birtast í erlendum fjölmiðlum síðastliðna mánuði, meðal annars í bandaríska tímaritinu The New Yorker og greinum rússnesku …
Athugasemdir (2)