Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Yfirvöld í Úkraínu rannsaka 58 þúsund stríðsglæpi rússneska hersins

Yf­ir­völd í Úkraínu rann­saka nú allt að 58 þús­und mann­rétt­inda­brot rúss­neska hers­ins í land­inu. Ætt­ingj­ar óbreyttra borg­ara sem rúss­neski her­inn hef­ur myrt leita nú rétt­ar síns vegna ör­laga þeirra en óvíst hvort nokk­uð komi út úr þeim rann­sókn­um. Sak­sókn­ar­inn sem rann­sak­ar stríðs­glæp­ina, Yuriy Belou­sov, seg­ir að hon­um fall­ist hend­ur yf­ir um­fangi glæp­anna.

Yfirvöld í Úkraínu rannsaka 58 þúsund stríðsglæpi rússneska hersins
Brennd og afskræmd lík Eitt af þekktari dæmunum um voðaverk rússneska hersins í Bucha eru fjöldamorðin í borginni Bucha. Rússneski herinn er talinn hafa drepið 419 óbreytta borgara þar í lok febrúar og byrjun mars í fyrra. Rússarnir brenndu sum af líkunum en sum þeirra var búið að aflima. Mynd: afp

Yfirvöld í Úkraínu telja að rússneski herinn hafi framið allt að 58 þúsund stríðsglæpi í landinu frá upphafi stríðsins í Úkraínu árið 2014 og eftir að innrás Rússa í landið hófst í febrúar í fyrra. Þetta eru tölur frá því í lok síðasta árs. Meðal þess sem er til rannsóknar eru fjölmörg morð rússneska innrásarhersins á úkraínskum ríkisborgurum, pyntingar og nauðganir.

Úkraínska leyniþjónustan (SBU) rannsakar málin en yfir rannsókninni á stríðsglæpum Rússa er sérstakur saksóknari, Yuriy Belousov, sem er skipaður af ríkissaksóknaranum í Úkraínu, Iryna Venediktova. Undir Yuriy Belousov starfa svo 70 saksóknarar sem sinna þurfa öllum þessum málum. 

„Ég get ekki lýst tilfinningum mínum á prenti um hversu umfangsmikið þetta er.“
Yuriy Belousov,
saksóknari sem stýrir rannsóknum á stríðsglæpum Rússa

Umfjallanir um morð og aðra stríðsglæpi Rússa í Úkraínu hafa verið að birtast í erlendum fjölmiðlum síðastliðna mánuði, meðal annars í bandaríska tímaritinu The New Yorker og greinum rússnesku …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HJB
    Henry Júlíus Bæringsson skrifaði
    Við megum aldrei gleyma þessu. Rússland undir stjórn núverandi valdhafa má aldrei verða þjóð á meðal þjóða. Þeir þurfa að fá sömu meðferð og Þýskaland nasismans fékk eftir 1945.
    3
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Þetta er endurtekning á Tétseníu nema nú er skalinn miklu stærri og þjóðin sem ráðist er á er stærri og getur betur bitið frá sér. Þeir sem halda að Pútín og kerfið í kringum hafi breyst þekkja ekki fortíðina. Hann hefur verið böðull frá fyrsta degi sem hann hafði völd til að drepa fólk. Ég vil benda á bókina Blowing up Russia sem að Alexander Litvinenko kom að ritun á, sú bók er sennilega ein af stóru ástæðum þess að hann var myrtur með geislavirku Pólóníum í Bretlandi 2006. Einnig bækur Önnu Politkovskaja sérstaklega Rússland Pútíns sem að var þýdd á Íslensku, hún var einnig myrt fyrir utan heimili sitt 2006. Við fengum margar aðvaranir en hlustuðum ekki á neinar því það var svo gróðavænlegt að leppa Rússneska peninga sem þurfti að fela erlendis og fá þvegna. Hversu mikið ætli hafi verið þvegið og leppað hérlendis bæði fyrir og eftir hrun,og hversu mikið ætli sé ennþá í umferð hér á landi.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu