Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Á Íslandi viðgengst kvenfyrirlitning og kynþáttafordómar

Krist­ín Lofts­dótt­ir, pró­fess­or í mann­fræði, svar­ar því hvað við sjá­um á mynd­um frá Vest­manna­eyj­um þar sem Edda Falak var gerð að svartri tröllskessu, auk þess sem geng­ið var um með tröll í hefð­bundn­um klæð­um karl­manna í Kat­ar.

Á Íslandi viðgengst kvenfyrirlitning og kynþáttafordómar

Ef við setjum umræður um hin svokölluðu tröll í þrettándagleði ÍBV í samhengi við kynþáttafordóma virðast þær endurspegla svipuð mál sem hafa átt sér stað á undanförnum árum þegar birtingarmyndir rasisma hafa verið gagnrýndar í íslensku samfélagi. Við sjáum þannig að einhverju leyti svipuð þemu í viðbrögðum ólíkra aðila við þessu máli, það er að rasismi hafi ekki verið áætlunin; að þetta séu ekki fordómar og að fólk eigi ekki að vera svona hörundsárt. Mikilvægur þáttur í rasisma á Íslandi hefur einmitt verið að staðsetja landið utan við sögu kynþáttafordóma, en hér og erlendis aðskilur fólk sig einnig oft frá fordómum með því að reyna að smætta þá í viðhorf eða ásetning ákveðinna persóna. Rasismi er miklu meira heldur en að einhver einstaklingur ætlaði að gera eitthvað; hann snýst jafnframt um kerfisbundnar birtingarmyndir ákveðinna hópa og misrétti sem þeir verða fyrir. 

„Rasismi er miklu meira heldur en að einhver einstaklingur ætlaði að gera eitthvað.“

Það er fyrir löngu síðan kominn tími á að horfast í augu við að á Íslandi viðgengst hvort tveggja kvenfyrirlitning og kynþáttafordómar, sem skarast í mjög mörgum tilfellum. Við þurfum að spyrja hvernig þessar fígúrur líta út ef það er upphafspunktur umræðunnar. Í því ljósi, hvaða merkingu hefur dökka fígúran með eldrauðar og þykkar varir? Það er sérlega sláandi þegar haft er í huga að fígúran á að tákna konu sem hefur reynt að vekja athygli á fordómum og þegar orðið fyrir áreiti og hatursorðræðu vegna þess.  

Það er líka mikilvægt að undirstrika að á undanförnum árum hafa fordómar í garð múslima verið sterk birtingarmynd kynþáttafordóma, ásamt skrípamyndum af dökku fólki. Hin fígúran er eins og staðalmynd af múslima, þannig að sú fígúra talar líka inn í langa sögu fordóma. Hér þarf upphafspunktur umræðunnar einnig að vera sá að fordómar í garð múslima eru veruleiki á Íslandi og að fígúran talar inn í samfélag þar sem múslimar upplifa haturorðræðu og útilokun.  

Hvernig ætla þeir sem standa fyrir þessu að bregðast við þessum tveimur fígúrum í þessu ljósi? Og hvað ætla þeir að gera í framtíðinni til þess að þessi skemmtun verði ekki einfaldlega aðgengilegur vettvangur til að tjá fordóma og ýta undir hatur í garð ólíkra hópa og eða einstaklinga – burtséð frá hvað þeir sem koma að þessu ætluðu sér?

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Margrét Ásgeirsdóttir skrifaði
    Furðulegast af öllu er að Vestmannnaeyingar skuli koma svona fram. Þeir þurftu að flýja eyjuna sína fyrir 50 árum vegna eldgoss. Voru flóttamenn rétt eins og flestir múslimar á Íslandi. Meirihlutinn flutti aftur heim og heldur uppi minningunni um hamfarirnar. Hafa þeir gleymt því hvernig var að missa heimili sitt og hvernig fólk á meginlandinu tók á móti þeim um miðja nótt. Ég gleymi því ekki þegar ég var vakin þessa nótt og mamma, með fimm börn á heimilinu, hafði upp á kunningjafjölskyldu og bauð húsaskjól. Við þrengdum að okkur og það var svo sjálfsagt. Búa engir múslimar í Vestmannaeyjum? Viðgengst ekki kynferðisofbeldi í Vestmannaeyjum?
    2
  • HH
    Hildur Harðardóttir skrifaði
    Þessi fordómatröll minna mig á rándýr. Þau hrekja eitt dýrið úr hjörðinni og ráðast síðan á það. Svona fara tröllin að, ráðast á einn í einu. Við konur og karlar verðum að standa saman sem einn maður gegn þessum tröllum
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Því miður er þetta sorglega satt.
    0
  • Ingimundur Stefánsson skrifaði
    Hví undanskilur Ingibjörg Dögg og mannfræðiprófessorinn grasserandi miðaldra-karlmanna-fyrirlitninguna?
    -6
    • JHP
      Jónas Helgi Pálsson skrifaði
      Hvaða "miðaldra-karlmanna-fyrirlitning" skyldi það vera?
      1
    • Thorgerdur Sigurdardottir skrifaði
      Þađ er ekki til neitt sem heitir miđaldra karlmanna fyrirlitning. Aftur à mòti er algengt ađ miđaldra karlar sèu fullir af fyrirlitningu gagnvart konum ,innflytjendum og samkynhneigđum vegna þess ađ þeir hafa alist upp viđ dýrkun à eigin tilveru og hafa àkveđiđ(mannfyrirlitning er àkvörđun) ađ þeir einir sèu guđs ùtvöldu....
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár