Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Á Íslandi viðgengst kvenfyrirlitning og kynþáttafordómar

Krist­ín Lofts­dótt­ir, pró­fess­or í mann­fræði, svar­ar því hvað við sjá­um á mynd­um frá Vest­manna­eyj­um þar sem Edda Falak var gerð að svartri tröllskessu, auk þess sem geng­ið var um með tröll í hefð­bundn­um klæð­um karl­manna í Kat­ar.

Á Íslandi viðgengst kvenfyrirlitning og kynþáttafordómar

Ef við setjum umræður um hin svokölluðu tröll í þrettándagleði ÍBV í samhengi við kynþáttafordóma virðast þær endurspegla svipuð mál sem hafa átt sér stað á undanförnum árum þegar birtingarmyndir rasisma hafa verið gagnrýndar í íslensku samfélagi. Við sjáum þannig að einhverju leyti svipuð þemu í viðbrögðum ólíkra aðila við þessu máli, það er að rasismi hafi ekki verið áætlunin; að þetta séu ekki fordómar og að fólk eigi ekki að vera svona hörundsárt. Mikilvægur þáttur í rasisma á Íslandi hefur einmitt verið að staðsetja landið utan við sögu kynþáttafordóma, en hér og erlendis aðskilur fólk sig einnig oft frá fordómum með því að reyna að smætta þá í viðhorf eða ásetning ákveðinna persóna. Rasismi er miklu meira heldur en að einhver einstaklingur ætlaði að gera eitthvað; hann snýst jafnframt um kerfisbundnar birtingarmyndir ákveðinna hópa og misrétti sem þeir verða fyrir. 

„Rasismi er miklu meira heldur en að einhver einstaklingur ætlaði að gera eitthvað.“

Það er fyrir löngu síðan kominn tími á að horfast í augu við að á Íslandi viðgengst hvort tveggja kvenfyrirlitning og kynþáttafordómar, sem skarast í mjög mörgum tilfellum. Við þurfum að spyrja hvernig þessar fígúrur líta út ef það er upphafspunktur umræðunnar. Í því ljósi, hvaða merkingu hefur dökka fígúran með eldrauðar og þykkar varir? Það er sérlega sláandi þegar haft er í huga að fígúran á að tákna konu sem hefur reynt að vekja athygli á fordómum og þegar orðið fyrir áreiti og hatursorðræðu vegna þess.  

Það er líka mikilvægt að undirstrika að á undanförnum árum hafa fordómar í garð múslima verið sterk birtingarmynd kynþáttafordóma, ásamt skrípamyndum af dökku fólki. Hin fígúran er eins og staðalmynd af múslima, þannig að sú fígúra talar líka inn í langa sögu fordóma. Hér þarf upphafspunktur umræðunnar einnig að vera sá að fordómar í garð múslima eru veruleiki á Íslandi og að fígúran talar inn í samfélag þar sem múslimar upplifa haturorðræðu og útilokun.  

Hvernig ætla þeir sem standa fyrir þessu að bregðast við þessum tveimur fígúrum í þessu ljósi? Og hvað ætla þeir að gera í framtíðinni til þess að þessi skemmtun verði ekki einfaldlega aðgengilegur vettvangur til að tjá fordóma og ýta undir hatur í garð ólíkra hópa og eða einstaklinga – burtséð frá hvað þeir sem koma að þessu ætluðu sér?

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Margrét Ásgeirsdóttir skrifaði
    Furðulegast af öllu er að Vestmannnaeyingar skuli koma svona fram. Þeir þurftu að flýja eyjuna sína fyrir 50 árum vegna eldgoss. Voru flóttamenn rétt eins og flestir múslimar á Íslandi. Meirihlutinn flutti aftur heim og heldur uppi minningunni um hamfarirnar. Hafa þeir gleymt því hvernig var að missa heimili sitt og hvernig fólk á meginlandinu tók á móti þeim um miðja nótt. Ég gleymi því ekki þegar ég var vakin þessa nótt og mamma, með fimm börn á heimilinu, hafði upp á kunningjafjölskyldu og bauð húsaskjól. Við þrengdum að okkur og það var svo sjálfsagt. Búa engir múslimar í Vestmannaeyjum? Viðgengst ekki kynferðisofbeldi í Vestmannaeyjum?
    2
  • HH
    Hildur Harðardóttir skrifaði
    Þessi fordómatröll minna mig á rándýr. Þau hrekja eitt dýrið úr hjörðinni og ráðast síðan á það. Svona fara tröllin að, ráðast á einn í einu. Við konur og karlar verðum að standa saman sem einn maður gegn þessum tröllum
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Því miður er þetta sorglega satt.
    0
  • Ingimundur Stefánsson skrifaði
    Hví undanskilur Ingibjörg Dögg og mannfræðiprófessorinn grasserandi miðaldra-karlmanna-fyrirlitninguna?
    -6
    • JHP
      Jónas Helgi Pálsson skrifaði
      Hvaða "miðaldra-karlmanna-fyrirlitning" skyldi það vera?
      1
    • Thorgerdur Sigurdardottir skrifaði
      Þađ er ekki til neitt sem heitir miđaldra karlmanna fyrirlitning. Aftur à mòti er algengt ađ miđaldra karlar sèu fullir af fyrirlitningu gagnvart konum ,innflytjendum og samkynhneigđum vegna þess ađ þeir hafa alist upp viđ dýrkun à eigin tilveru og hafa àkveđiđ(mannfyrirlitning er àkvörđun) ađ þeir einir sèu guđs ùtvöldu....
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
6
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
1
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár